Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 1
VERKLÝÐSBIMHÐ ÚTGEFANDI: KONNÍINISTAFLOHKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 16. september 1931 Alræði bankaauðvaldsins! 40% launalækkun. Stefnuskrá hungurst jórnarinnar: Neyð hjá almenningi til að greiða skuldirnar til lánar- drottnanna. Margfaldur gróði bankaauðvaldsins. Úrræði ríkisstjórnarinnar. Þar kom að því að ríkisstjórnin kvað upp úr með stefnuskrá sína og-„ráð" við krepp- unni, eftir allan sóninn um lækkun dýrtíðar- innar o. s. frv. I síðasta tbl. Tímans ritar Jónas, frá Hriflu grein ér heitir: „Ef íslenzk framleiðsla fellur um tvo. fimmtu hluta verðs". Þar er gengið breint til verks og því lýst yfir að: „Verkefn- ið framundan er þá þetta: Að laga eyðsluna eftir framleiðslunni, þó það þýði ef til vill allt að 40% lækkun frá því, sem verið hefir". Þar með er gefið til kynna að laun verka- lýðsins eigi að lækka um 40%, að þeir eigi að spara við sig um 40%, aðeins að lifa til þess i að „halda við starfsorkunni og greiða vexti og afborganir af skuldum" (J. J.). Verkalýðurinn, sem hefir orðið að lifa mánuðum og árum saman á hungurtakmörkunum, orðið að lifa af trosi eða hafrasúpu, hírast í kjöllurum, þar sem aðeins er pláss fyrir rúmin, en borð þekk- ist ekki — sá verkalýður á að spara, spara 40%. Og tilhvers? Aldrei hefir verið opin- skár og hryssinglegar sagður sannleikinn um tilveru íslenzku alþýðunnar, tilgang starfs hennar og lífs í núverandi auðvaldsskipulagi, en í þessum orðum Jónsasar frá Hriflu, að sveitafólkið og verkamenn þurfi að „neita sér um allt nema að halda við starfsorkunni og greiða vexti og afborganir af skuldum". Is- lenzka alþýðan á að þræla baki brotnu og að- eins fá eitthvað að jeta fýrir, — til þess að borga skuldirnar! Það er nú lífstakmarkið, sem hún á að tóra fyrir! Sem ánauðugur þfæll, of- urseldur erlendu auðvaldi, á hún að lifa og starfa — ef líf og starf skyldi kalla — aðeins til þess að greiða skuldirnar til bankaauðvalds- ins. Allt, sem menningarvottur heitir, aht, sem alþýðuna hefir dreymt um sem betri, kjör: bættir bústaðir, sæmileg húsgögn, hoilari og betri klæðnaður, fullkomnara uppeldi barn- anna — öllu á að fórna á altari skuldagreiðsl- anna, á altari bankaauðvaldsins. Aukinn gróði bankaauðvaldsins. J. J. predikar að allt eigi að spara, nema eitt. Það eru skuldirnar. „Þar er því miður ekki hægt að spara. Skuldir sínar verða þjóðir, bæjarfélög og einstaklingar og borga" (J. J.). Það er auðheyrt að hér talar tryggur þjónn Lundúnaauðvaldsins máli herra sinna. Það, sem hér er farið fram á er að banka- auðvaldið græði stórkostlega á neyð almenn- ings. Peningar þeir, sem hér um ræðir að greiða til baka, voru teknir að láni, þegar gildi þeirra var miklu minna en nú er. Raunveru- legt gildi peninganna hefir hækkað stórkost- lega við verðfall afurðanna. Fyrir 1000 kr. fæst nú þrefallt meira af hveiti en áður. Og gildi peninganna myndi hækka enn meir við lækkun þá á vinnuafli og öðru, sem J. J. berst fyrir. Skuldirnar hafa í rauninni hækk- að í gildi um 40% við að verð afurðanna hefir fallið um 40%. Ef lánardrottnum væru því greiddar skuld- irnar að fullu nú, þegar þeir geta keypt vör- ur 40% lægra fyrir sömu peninga en þeir gátu, þegar þeir lánuðu féð út, þá hafa þeir grætt 40% á verðfallinu auk allra vaxtanna. Þáð, sem ríkisstjórnin fyrir munn J. J., fer fram á er hvorki meira né minna en að öll ís- lenzka alþýða spari, svelti sig, neyti sér um allt, til þess að auðvaldið geti grætt 40% á neyð hennar. Ef alþýðan vill neita sér um allt, þá ætlar yfirstéttin að reyna að spara! Og þegar hungursstjórnin er búin að bera fram kröfuna um að gróði bankaauðvaldsins verði að vera tryggur, þó alþýðan verði að neita sér um allt, „þá kemur J. J. að hinum, hálaunuðum stórlöxum Framsóknar, íhalds og krata og þá segir hann þessi eftirtektarverðu orð: „Ef sveitafólkið og verkamenn bæjarins neita sér um allt nema að halda við starfs- orkunni og greiða vexti og afborganir af skuld- um, þá verða aðrir að spara líka". — Þar kom það. Fyrst eiga fátækir bændur og yerkamenn •að líða nauð og beygja sig í auðmýkt. Þá ætl- ar hungursstjórnin að láta „bæjarstjórnir og Alþingi finna leiðir til að færa niður útgjöld- in". Verkamenn vita hvaða leiðir þessar stofn- anir yfirstéttarinnar muni finna. 40% lækkun berklastyrks, 40% lækkun fátækraframfærslu, 40% lækkun á kaupi verkafólks og starfs- manna, nema kóngsins og þeirra ríkustu — það verða „leiðirnar", sem, þeir herrar finna. Stefnuskrá fasismans á Islandi er hérmeð birt. Almenn, stórkostleg árás á lífskjör alþýð- unnar, geysileg lækkun á lífsstigi og menningu hennar, til að auka að sama skapi gróða skuldareigenda, lánardrottna, útlenda banka- auðvaldsins. Og takist þessi árás, þá tekur önnur við, enn meiri lækkun, því kreppan verð- ur ekki yfirstigin, meðan auðvaldsskipulagið heldur áfram að vera til. Kröfur alþýðu. Nú reynir á að alþýðan til sjávar og sveita skilji í tíma hættuna, sem á ferðum er og undirbúi sig undir að taka á móti árásinni. Alþýðan veit að ráði hún sjálf, þá væri engin kreppa til, eins og nú er í Ráðstjórnarríkjun- um. Þar batna lífskjör alþýðu og framleiðslan eykst. En hér er nú fagnaðarboðskapur Fram- sóknarflokksstjórnarinnar, eftir 4 ára ,,við- reisn" og „alhliða umbætur" í samráði við krata, sá: að alþýðan verði að neita sér um allt nema að viðhalda starfsorkunhi (fyrir auðvaldið) og greiða skuldirnar (til auðvalds- ins). Nú dugar ekki lengur að fljóta sofandi að feigðarósi. Verkalýður bæjanna verður ' að taka upp baráttuna móti árás hungurstjórnar- innar og fylkja sér um kommúnistaflokkinn til hlífðarlausrar árásar á auðvaldið og vernd- ara þess. Lokatakmark þeirrar baráttu er kollvörpun auðvaldsskipulagsins, alræði alþýðunnar og framkvæmd sósíalismans. Augnablikskröfur verkalýðsins í þeirri bar- áttu eru nú: Frh. á 4. síðu. 42. tbl. Auðvaldsrað við kreppunni. í lesbók Morgunblaðsins 13. þ. m. birtist grein eftir aðalátrúnaðargoð íhaldsins hér á landi og víðar, Gustav Cassel. I byrjun kreppunnar hélt þessi leiguritari fjármálaauðvaldsins því fram, að hér væri um enga offramleiðslukreppu að ræða, allar „sósíalistiskar" skoðanir á kreppunni væru hugarburður. Þetta væru bara ofurlítil „fjár- hagsvandræði", sem brátt mundu lagast. Nú þegar þriðjungur bómullarframleiðslunnar í forgangslandi auðvaldsins, er eyðilagður; hveitinu brent og kaffinu hent í sjóinn með- an tugir miljóna ganga auðum höndum og svelta, stoðar ekki lengur að loka augunum fyrir staðreyndunum. Og allt þetta skeður í Ameríku, hinu mikla fyrirmyndarlandi „frjálsu samkeppninnar", þar sem engir at- vinnuleysisstyrkir eða erlendar lántökur trufla hið „hreina" og sanna auðvaldsskipulag. Að menn sem hafa orðið sér svona áþreif- anlega til skammar frammi fyrlr. alheimi, eins og Gustav Cassel, skuli dirfast að taka sér penna í hönd til að skrifa um kreppuna, gegnir furðu. En hr. Cassel skrifar fyrir peninga (— meðal annars hefir hann gefið Framsóknar- stjórninni „góð ráð" —) og nóg er af auð- valdsblöðum til að halda uppi heiðri hans. Þessvegna hefir hann nú tekið sér fyrir hend- ur að skýra orsakir. kreppíinnar í nefndri Morgunblaðsgrein — og jafnframt finnur hann ráðin til að' lækna hana. Áðalorsök kreppunnar segir Cassel vera — atvinnuleysisstyrkina og atvinnubæturnar. — Með öðrum orðum, hollráð auðvaldssérfræð- ingsins eru að láta þessar 35 miljónir manna, sem eru atvinnulausir í auðvaldslöndunum deyja drotni sínum, og minka þar með kaup- getuna enn meira en orðið er. En það þýðir sama sem að'vörubirgðirnar aukast enn drjúg- um — það þarf að brenna meira af bómull og hveiti, eyðileggja enn meira af kaffi o. s. frv. — 1 stuttu máli, það þarf að eyðileggja 35, miljónir manna — og ennfremur álíka mikið af lífsnauðsynjum og nægja mundi handa þessum 35 miljónum til að lifa sómasamlegu lífi! Vísindi Jóns Þorlákssonar verða kannske betur skiljanleg einhverjum, ef þess er gætt, að hr. Gustav Cassel er meistari hans. Verkamenn! Minnist þessara vísinda, þegar bæjarstjórn og ríkisstjórn fara að svara kröf- um ykkar um atvinnubætur og atvinnuleysis- styrk í vetur. Marlcinu náð í Reykjavík! I dag er 15. september. Kommúnistaflokk- urinn hafði sett sér það mark, að hafa fjolgað meðlimum sínum um 20% fyrir þann tíma. Eins og gefur að skilja, höfum við ekki feng- ið skýrslur nema frá Reykjavíkurdeildinni enn. En hér er markinu háð. Deildinni hafa bæzt 21 félagi síðan 13. ágúst Áfram með meðlimasöfnunina, félagar!

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.