Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 3
„Flokkurinn hefir alltaf rétt fyrir sér“. (Alþ.bl. n/g.) Alþýðublaðið hefir nú loks mannað sig upp (líklega fyrir áskoranir Verklýðsblaðsins) og tekið afstöðu í deilunni innan verkamanna- fiokksins brezka. Tekur blaðið afstöðu með meiri hluta flokksins gegn MacDonald og Co. Og nú skuluð þið heyra rökin. Meirihluti flokksins hefir rétt fyrir sér vegna þess að „flokkurinn hefir alltaf rétt fyrir sér“. „Verkamannastjórnin“ hafði fengið sam- þykkt lög um lækkun atvinnuleysisstyrks um 51/2 miljón sterlingspunda. Um þetta voru allir sammála. En brezka auðvaldinu þótti þetta ekki nóg. Til þess að gera frekari á- rásir á brezka verkalýðinn var mynduð „þjóðleg“ samsteypustjórn undir forustu Mac- Donalds. Nýja stjórnin lækkar atvinnuleysis- styrkinn um 10% og hækkar iðgjöld verka- manna um 40%. Nú var það augljóst, að ef verkamannaflokkurinn, sem heild, viður- kenndi slíkar ráðstafanir, þá hlyti hann að missa gjörsamlega traust verkalýðsins. Þess- vegna var Henderson og aðrir þeir foringjar, sem starfandi eru í verklýðsfélögum, látnir fara í málamyndarandstöðu við stjórnina. Þessu kænskubragði er áreiðanlega bezt lýst i aðalblaði sósíaldemókrata í Wien, „Arbeiter- Zeitung“. Þar er komist svo að orði: „Mac- Donald, stj órnmálamaðurinn, bjargar ríkinu (les auðvaldinu. Ritstj.). Henderson, flokks- ritarinn, bjargar flokknum“. En frá sjónarmiði Alþýðublaðsins skiftir það auðsjáanlega engu máli hvort það á að lækka atvinnuleysisstyrkinn um 5^2 milj. eða hvort það á að lækka hann og framlög til annara trygginga um 80 miljónir sterlings- punda. Það sem máli skiftir er, að „flokkur- inn . hefir alltaf rétt fyrir sér“. Hefði meiri- hluti flokksins lýst sig samþykkan niður- skurðaruppslvrift MacDonalds, þá hefði allt verið gott og blessað. Þá myndi Alþýðublaðið hafa litið á sultarpólitík brezku samherjanna með hinni mestu velþóknun. Þýzki sósíaldemókrataflokkurinn greiddi at- kvæði með herlánum keisarans, og gerðist samsekur stærstu múgmorðunum sem ver- aldarsagan getur um. Liebknecht, sem reis öndverður gegn þessu og stóð einn uppi í þýzka ríkisþinginu, hafði auðvitað rangt mál að verja, en flokkurinn rétt. — Því „flokkur- inn hefir alltaf rétt fyrir sér“. Sósíaldemókrataflokkur. Þýzkalands kæfði verklýðsbyltinguna í blóði 1918 og lét myrða Liebknecht og Rósu Luxemburg. Allt þetta var gott og blessað samkvæmt kenningum Al- þýðublaðsins. „Flokkurinn hefir alltaf rétt fyr- ir sér“. En fyrst Alþýðuflokkurinn „hefir alltaf rétt fyrir sér“, þá væri ekki úr vegi að athuga of- urlítið ýmislegt sem gerst hefir innan flokks- ins nú upp á síðkastið. Á síðasta þingi Alþýðusambandsins var samþykkt að berjast fyrir að koma 9 stunda vinnudegi í framkvæmd, þegar á yfirstand- andi ári. Þegar kommúnistar Norðanlands báru fram tillögur um framkvæmd á ákvörð- unum flokksþingsins, var það miskunnarlaust barið niður af meðlimum sambandsstjórnar, þeim Erlingi Friðjónssyni og Guðmundi Skarphéðinssyni. Þeir voru algerlega á móti styttingu vinnudagsins. Hvergi nokkursstaðar hafa kratarnir hreyft þessu stór'máli, sem þeir ákváðu sjálfir að hrinda í framkvæmd. Aldrei hefir Alþýðublaðið minnst á að fram- koma sambandsstjórnarmeðlimanna Norðan- lands væri ekki í öllum atriðum eins og vera ber. — Hvernig getur þetta nú samrýmst því að flokkurinn hafi alltaf rétt fyrir sér? Ef flokkurinn hafði rétt fyrir sér þegar hann ákvað að stytta vinnudaginn um 1 klukku- tíma á því herrans ári 1931 — hvernig geta þeir Erlingur og Guðmundur þá haft rétt fyr- Leppar bankavaldsins. Aldrei hafa yfirráð fjármálaauðvaldsins yfir öllu atvinnulífi þjóðarinnar og sníkjudýrseðli íslenzks auðvaldsskipulags orðið jafn ljóst öllum almenningi og í kreppu þeirri, sem nú herjar. Braskararnir nota bankana sem skjöld til þess að sleppa við opinber gjöld og jafnvel til að sleppa við að greiða verkalýðn- um kaup sitt, en bankarnir nota leppa sína, sem svuntur, til þess að geta beitt fjárafla- aðferðum braskaranna, en haldið sér samt sem áður hreinum af öllu svínaríinu. Þegar verkalýðurinn krefst atvinnubóta eða styrkja af bæjarfélögunum, til þess að bæta úr brýnustu þörfunum og komast yfir sár- asta hungrið, er svarið ætíð hið sama: Við höfum ekkert fé. — Þegar verkalýðurinn krefst fjáröflunar með auknum sköttum og útsvörum á hátekjumennina, er svarið venju- lega hið sama: Við höfum ekki einu sinni get- að náð inn þeim gjöldum, sem við þegar höf- um lagt á, svo það er auðséð að gjaldþol „atvinnuveganna“ er þrotið. Þetta þykir verkamönnum dálítið skrítnar kenningar. Þeir sjá burgeisana lifa í sukki og svalli og eyða offjár daglega meðan þeir sjálf- ir verða að svelta. Hvernig fara þeir að kom- ast undan að greiða opinber gjöld? í mörgum bæjum hér á landi er ástandið þannig, að þegar á að fara að heimta inn út- svörin af ríkustu skattþegnunum, borga þeir eklíi einn einasta eyri, og segjast ekkert eiga til. Og þegar á að fara að ganga harðara að þeim og leggja löghald á eignirnar, kemur það í ljós, að eignirnar eru engar (!!) Allt er þrælveðsett hjá bönkunum eða einstaklingum, oft fyrir miklu meira en raunverulegt verð- mæti þess. Allt í kring um sig sér hinn svelt- andi verkalýður miljónaverðmæti — stór- hýsi, verksmiðjur, skip og önnur framleiðslu- tæki — og allt er þetta þrælvaldað af bönk- unum, en þeir eru friðhelgir. Aftur á móti eys ríkissjóður miljónum í bankana, sem teknar eru af alþýðu með tollum og skött- um. — Slíkur múr hefir verið myndaður ut- an um ránsfenginn. Þannig er skipulag fjár- málaauðvaldsins’. Margur hefir komið slyppur og snauður úr síldinni, vegna þess að „vinnuveitandinn“ hans hefir verið svo fátækur að hann hefir ekki getað greitt honum verkalaun. Af hon- um hefir ekkert verið að hafa! Sami „vinnu- veitandinn“ hefir síðan farið til Reykjavíkur eða Akureyrar og lifað þar í vellystingum praktuglega, í sukki og svalli, og næsta sum-, ai hefir hann svo komið til Siglufjarðar og byrjað þar atvinnurekstur sinn að nýju, með sömu aðferðum, eins og ekkert hafi í skorist. En verkamaðurinn hans hefir varla haft nokk- ur ráð til að afla sér tross til vetrarins handa fjölskyldu sinni. Þetta eru leppar bankanna — sem eytt hafa 33 miljónunum, sem verkamenn eru að borga, í hvert skifti, sem þeir kaupa sér kaffi, sykur eða aðrar tollaðar lífsnauðsynjar. Líf þeirra er þægilegt og áhyggjulaust. Þeir hafa gnægð eyðslufjár milli handanna og þeir þurfa ekkert að óttast — af þeim er ekkert að hafa — og bankinn þarfnast þeirra. Bankinn þarfnast þessara leppa. Af atvinnu- rekstri þeirra hefir hann oft stórgróða — sérstaklega þegar svikist er um að greiða verkalaunin — og fyrirtækið er skattfrj álst! Slíkum aðferðum gæti bankinn ekki beitt í eigin nafni. Og þó að tap verði á „spekulati- ir sér, þegar þeir berjast á móti styttingu vinnutímans? Sambandsþingið ákvað að kaup mætti hvergi lækka og sambandsstjórnin sendi bréf i þess efnis út til félaganna. En hvað skeður? Erlingur og Guðmundur berjast fyrir kaup- önum“, þarf bankinn ekkert að óttast. Ríkis- sjóður borgar brúsann! Nýlega hafði einn þessara leppa það eftir Jóni Baldvinssyni, að svona ætti allur atvinnu- rekstur að vera. Bankinn ætti raunverulega að reka allt, og hafa bara menn fyrir sig. Leppurinn kvaðst vera á sama máli! Þetta er sósíalismi kratanna. ÍJtvegsbankinn felur stjórn verkamannafélags að ákveða kaupgjald. Maður er nefndur Óskar Halldórsson. Hann er einn af leppum Útvegsbankans og rekur atvinnu á Siglufirði. Hann er „eignalaus“, en lifir eins og þjóðhöfðingi. Á veturna gengur hann með hendur í vösum milli kaffihúsanna í Rvík. Hann getur verið alveg áhyggjulaus, því bankanum þykir hann duglegur atvinnurekandi. I sumar var það daglegt brauð að hann ræki fólk úr vinnu fyrir engar sakir, og alloft var honum laus höndin við verkafólkið. Kaup greiddi hann alls ekki, þar til loks í lok vertíðarinnar að verkafólki hans var nóg boðið og gerði verk- íall til þess að fá kaup sitt. Gerði þá Útvegs- bankinn boð að óhætt væri að halda áfram að vinna, því kaupið yrði greitt, en verkamenn- irnir tóku það ekki sem góða og gilda vöru, og sögðu að Útvegsbankinn gæti svildð eins og aðrir. Var þá sendur fulltrúi frá Útvegs- bankanum til að gera upp. En þegar átti að fara að greiða kvennakaupið, vandaðist málið. Stúlkurnar voru ráðnar upp á taxta verka- kvennafélagsins „Ósk“, en Óskar sagði, að verkstjórinn hefði enga heimild haft til slíks og vildi greiða taxta sprengifélags kratanna, enda mun hann, sællar minningar, hafa skrif- að undir skuldbindingu þess efnis. Kratataxt- inn er miklu lægri eins og kunnugt er, í öll- um aðalatriðum. T. d. er tímakaup í íshúss- vinnu aðeins 1 króna samkvæmt honum, en kr. 1,25 eftir taxta „Óskar“. Var nú Útvegs- bankinn spurður til ráða. Goðasvar Útvegs- bankans var þannig: Greiðið þann taxta, sem stjórn verkamannafélagsins ákveður. í stjórn verkamannafélagsins sitja kratabroddar Siglu- fjarðar, sömu mennirnir, sem stóðu að baki sprengitaxtanum. — Nú er úr vöndu að ráða fyrir þá herra. Er, vart hægt að hugsa sér meiri úlfakreppu. — Ef þeir úrskurða að lægri taxtinn skuli greiddur, eða gefa engan úrskurð, og verða þar með þess valdandi að lægri taxtinn verði greiddur, þá fer varla hjá því, að augu einhverra verkamanna opn- ist fyrir hinu sanna eðli þeirra. Þess munu fá dæmi að auðvaldsbanki sýni stjórn verkamannafélags slíkt traust, að selja því sjálfdæmi í kaupgjaldsmáli. Enn hef- ir stjórn verkamannafélagsins þumbast við að gefa úrskurð, þrátt fyrir margar áskoranir frá verkafólkinu. Við munum bráðlega geta skýrt frá því hvernig þessu máli lyktar. — Menn eru tals- vert forvitnir að sjá hvort verkamannafé- lagsstjórnin muni bregðast því mikla trausti, sem bankinn hefir sýnt henni. Það er vandi að sigla milli skers og báru. Það er vandi að halda bæði trausti Útvegsbankans og verka- fólksins. — Vandinn mikli — fyrir kratana — er að varast það að augu verkalýðsins opnist fyrir því að Útvegsbankinn á sér ekki aðeins leppa, sem stjórna atvinnurekstri hans, bann á sér einnig leppa í stjórnum verkalýðs- íélaga. — Þetta hvorttveggja er einkennandi fyrir veldi fjármálaauðvaldsins. lækkun í síldarvinnu og tókst að framkvæma hana að nokkru leyti. Sjómannafélagið í Rvík samþykkti áskorun um rýmkun síldveiðileyfanna. Erlingur Frið- jónsson greiddi atkvæði á móti því í stjórn Einkasölunnar.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.