Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 22.09.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 22.09.1931, Blaðsíða 2
Lest af landbúnaðarvélum á ríkisbú- inu „Elex“ í Volgahéraðinu. 1929 byrj- aði verklýðsríkið búskap þarna á auðri og óræktaðri steppunni. Nú hafa verið ræktaðir 108 000 hektarar lands. Búið á 50 samfeldar landbúnaðarvélar, 132 traktora og 30 flutningsbíla. Við það vinna 2000 verkamenn. Ríkisbú þetta hefir þegar byggt handa verkamönnum sínum sjúkrahús, skóla, matsöluhús og raforkustöð. Verið er að byggja fjölda tvílyftra íbúðarhúsa með öllum þæg- indum. Samyrkjubúin í Rússlandi. 10% af öllu því, sem þeir fá fyrir afurðir sín- ar til heimilisþarfa og til að halda við búi sínu. Með öðrum orðum, þó þeir tækju upp á að svelta sig algerlega, þá stoðar það samt sem áður ekki. Þó þeir steinhætti að veita sér brýnustu lífsþarfir, flæmir peningavaldið þá samt sem áður af búum sínum. — Þeim verður ekki veitt sú náð, að fá að svelta í sveitinni, þeir verða knúðir til að svelta á kaupstaðarmölinni. Það er alveg vist að smábændurnir munu ekki taka sultarboðskap Framsóknarstjórnar- innar með þögn og þolinmæði. Sjálfsbjargar- hvöt þeirra hlýtur að knýja þá til að gera eft- irfarandi kröfur: Að tollar á nauðsynjavörum bænda verði af- numdii;. Að skuldir, sem hvíla svo þungt á fátækum - bændum, að þeim er ókleift að búa á jörð- unum, verði gefnar upp. Að ríkissjóður hætti að ausa stórfje til stórbændanna. í stað þess verði fátækum bændum veittir styrkir og rentulaus rekstrar- lán, til þess að þeir geti haldið við búum sín- um og komið þeim í það horf, sem nauðsyn- í Rússlandi er nú háð hin volduga barátta fyrir uppbyggingu sósíalismans í landbúnað- inum, — barátta um betra líf miljóna bænda. Og uppbygging sósíalismans fer slíka sigur- för, að vart geta þeir trúað sem ekki hafa séð með eigin augum. Meir en helmingur allra jarða Rússlands eru nú þátttakendur í samyrkjubúum, — miljónir telja bændurnir sem hafa varpað fyrir borð trúnni á einstaklingsreksturinn og hefja upp merki samvinnunnar og sameignar í verknaði. Og framfarirnar epu geysilegar. Afkast vinnunnar eykst. Hin sameiginlega vinna get- ur hagnýtt jörðina betur. Bændurnir geta tek- ið í þjónustu sína tækni nútímans. Vélarnár, — stórar nýtízku vélar — eru komnar í stað gamla plógsins. Og afrakstur vinnunnar fer til bændanna sjálfra. — í stað vinnuþjök- unar kemur vinnugleði. Efnaleg velmegun eykst stórum en í kjölfar hennar siglir með jafnmiklum hraða hin andlega uppbygging. Skólar, bókasöfn, íþróttavellir, rísa upp á hverju samyrkjubúi. Rússneski smábóndinn hefuy losnað undan margra alda ánauð. Hin sameiginlega bylting hans og verkalýðsins hefir fært honum frelsi. Nýtt mannkyn er að skapast. Og meðan að bændastéttin rússneska er að skapa nýtt líf í landi kommúnismans, flosna daglega þúsundir smábænda upp af jörðum sínum í löndum auðvaldsins og steypast í miljónaher atvinnuleysingjanna. Uppbygging sósíalismans í Rússlandi hefir fært hinu þjáða mannkyni heim sanninn um það, að neyðin sem ríkir af völdum skipulags- leysis og stéttaskiftingarinnar í auðvalds- þjóðfélagi, þarf ekki að vera eilíf. Með fordæmi sínu hafa bændur og verka- menn Rússlands bent á leiðina til efnalegs og andlegs frelsis. Uppskeruvinna í Ráðstjórnarríkjunum.^ I Sovét- og samvinnubúunum er unnið á framúrskarandi fljótvirkan hátt. — Þessi mynd er frá Matwejew-Kurgan-búinu við Don. ■—i—— legt er til að standast samkepnina við stór- bændur. Að engar þær tryggingakröfur verði gerðar, sem vitanlegt er að fátækir bændur geta ekki uppfylt. Um þessar kröfur hljóta smiábændur að fylkja sér. Og í baráttuni fyrir þeim hlýtur þeim að verða það ljóst, að það þjóðskipulag, sem ekki getur uppfylt þær kröfur, sem nauð- synlegt er til þess að yfirleitt geti orðið líf- vænlegt fyrir vinnandi bændur á íslandi — slíkt þjóðskipulag á engan rétt á sér frá sjón- armiði bændanna. Barátta bændanna fyrir óbrotnustu lífs- þörfum sínum, hlýtur að opna augu þeirra fyrir því, að auðvaldsskipulagið, með öllu sínu arðráni, kreppum og glundroða, er óalandi og óferjandi. Og jafnframt því, sem bændurnir í auð- valdslöndunum flosna upp og verða auðvalds- rándýrunum að bnáð, breytist hin örsnauða, menningarlausa bændastétt Ráðstjórnarríkj- anna í vel megandi menntaða menn undir skipulagi sósíalismans. Jafnframt því sem bómullinni og hveitinu er brent í auðvalds- löndunum, eykst bómullar-og kornframleiðsla Sóvét-lýðveldanna með slíkurti geysihraða, sem engin dæmi eru til áður. Og jafnframt því, sem framleiðslan vex, vaxa þarfirnar. Ótæm- andi auður, ótakmarkaðar þarfir, — vaxandi framleiðsla —, vaxandi velmegun. Þannig er sósíalisminn, sem þekkir engar kreppur — engin vandkvæði að láta mönnunum líða því betur, því meira sem þeir framleiða. Þegar verkamenn og bændur hafa tekið völdin í sínar hendur og taka að skipuleggja sósíalismann á íslandi, verða engin vandræði að láta landbúnaðinn bera sig. Bændurnir skipuleggja sig í samvinnubúum og koma þannig upp stórrekstri með öllum tækjum og vinnubrögðum nútímans, sem ekki þurfa að óttast neina samkeppni. ísland verkamann- anna og bændanna gengur í bandalag við verkamana-. og bændaríki annara landa — og tiyggir sér þannig ótakmarkaðan markað fyrir allar þær landbúnaðarafurðir, sem borg- ar sig að framleiða á íslandi. íslenzkir verkamenn og bændur! Takið höndum saman. Látið ekki auðvaldinu takast ao svelta ykkur mitt í allsnægtunum. Ryðjið úr vegi þeim tálmunum, sem eru fyrir því að (íiinn vinnandi lýður geti hagnýtt sér auðæf- irt og allsnægtirnar, sem bíða ónotaðar, allt í /kring um hann. Fylgið dæmi stéttarbræðránna j í Ráðstjórnarríkjunum. Fylkið ykkur undir ) merki Kommúnistaflokks íslands. I /

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.