Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 29.09.1931, Page 1

Verklýðsblaðið - 29.09.1931, Page 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KONMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reýkjavík 29. september 1931 44. tbl. Auðvaldsvígin nötra Kauphallir Norður-Evrópu lokaðar. Sterlingspundið fellur um 25%. Danska krónan og mark ið falla einnig. Gullinnlausn seðla hætt í London og Höfn. Forvextir hækka gífurlega. (Einkaskeyti til Verkl.bl. frá Berlín). Berlín 21. sept. 1931. Hrun Lundúnakauphallarinnar mun hafa ægilegar afleiðingar fyrir Þýzkaland. Nýir erf- iðleikar undireins orðnir á útflutningi og það stofnar þýzka útflutningsiðnaðinum, sem fyr- irfram var aðþrengdur, í stórhættu. Sérstak- lega vofir hrunið yfir þýzka ríkisbankanum og þýzka genginu, sem reynt hefir verið að festa jneð allskonar ráðstöfunum, er kostað hafa mikla erfiðleika. Samningurinn um að draga ekki meira fé burt frá Þýzkalandi er gereyði- lagður með Lundúnaatburðunum. Enslcu bank- arnir eru vegna kreppunnar neyddir til að draga allt fé burt úr Þýzkalandi og nota sér til þess ýms atriði samningsins. Geysimikið af 'þýzkum verðbréfum, sem er í höndum enskra banka og auðmanna, er flutt til Þýzkalands og selt gegn útlendri mynt. Ríkisbankinn þarf í þessari viku að afhenda 300 miljónir í út- lendri mynt. Þessi upphæð mun hækka stór- kostlega. Ástand ríkisbankans verður þar með stórhættulegt. Blöð borgaraflokkanna og sósíal- demókrata reyna að blekkja fólk um alvöru á- standsins, en líklegast tekst þeim það ekki, því hrunið í Lundúnum hefir einnig hér í Berlín valdið algerri skelfingu (panik)/' Ennfremur hafa borizt skeyti um að Sterl- ingspundið sé í New York skráð á 3,45 dollara. Jafnframt er danska krónan fallin um 15%. Heimskreppan hefir nú brotizt inn í aðalvígi auðvaldsins, bankana og kauphallirnar, og hefir slegið felmtri á borgarastéttina sjálfa í ráði mun vera að segja upp samningum við Járnsmiðafélagið í Reykjavík. Tilgangurinn er sennilega að koma fram launalækkun. Jafn- framt því sem atvinnurekendur vilja lækka launin beinlínis, hafa þeir í hyggju að Iækka þau óbeinlínis, með því að draga saman, og 1 stað þess að segja- mönnum upp, skifta vinn- unni niður,svo búast má við að atvinnan minnki um helming hjá sumum verkamönnun- um. Allar horfur eru á að ofan á þetta bætist allt að 25% launalækkun af völdum gengis- lækkunar. Móti þessari ósvífni þurfa allir járniðnaðar- menn að rísa sem einn maður og gera sínar kröfur á móti. Væri ekki til of mikils mælst, þó krafizt yrði að laun þeirra manna, sem at- vinnan er minkuð við, væru hækkuð, sem at- vinnutapinu svarar. — j árniðnaðarmenn þurfa að ganga á undan og mynda baráttulið til að : standa í broddi fylkingar í deilunni. Eins og kunnugt er, var það eitt af helztu víðsvegar um heim. Hreinast^ örvænting hefir gripið um sig hjá fjölda auðmanna, sem sjá skipulagið það, er þeir hafa trúað á, falla í rústir. Þeir hópast að bönkunum og rífa út fé sitt. 3 miljónir króna í gulli voru teknar út úr Nationalbanken í Höfn daginn áður en hætt var að innleysa seðlana. Rotturnar eru að yf- irgefa fúið skip. f baráttunni um völdin í fjármálaheiminum hefir nú brezka bankaauðvaldið beðið algeran ósigur. Franska og ameríska bankavaldið hrósa sigri. En sigur þeirra verður dýrkeyptur, því í Englandi og löndunum, sem eru undir áhrif- um þess, magnast kreppan og um leið uppreisn verkalýðsins. Sézt það bezt á uppþoti því, sem varð á meðal hermanna brezka flotans út af sparnaðarákvörðunum stj órnarinnar. Forvextir hafa hækkað gífurlega. Englands- banki setti þá upp í 6% — og efamál að þar verði látið staðar numið. Þýðir það aukinn skatt bankaauðvaldsins á öllu framleiðslulífi — og um leið hrun fjölda fyrirtækja, sem voru á barmi gjaldþrotsins fyrir. Fall pundsins og dönsku krónunnar veldur nýrri dýrtíð, stöðvun í verzlun og viðskiftum, eykur geysilega á kreppuna, — en lækkar laun verkalýðsins í löndunum. Sterkustu auðvaldsríki Evrópu riða í jarð- skjálftum síns eigin skipulags. Allur fjöldinn sér nú að við þetta skipulag er ekki lengur un- andi. Fall auðvaldsskipulagsins er orðið brýnt og óhjákvæmilegt. Verklýðsbyltingin er að kom- ast á dagskrá þjóðanna í Norður-Evrópu. afrekum síðasta Alþingis, að lækka laun starfs- ,manna ríkisins. Nú er árásin hafin á stunda- kennara, með enn þá meiri frekju. Jafnframt því, sem skólarnir draga saman seglin, atvinna stundakennara minkar og að þeim steðjar stór- kostleg raunveruleg launalækkun af völdum gengislækkunar, fyrirskipar ríkisstjórnin að lækka tímalaun þeirra um 25—30%. Stundakennarar munu ekki taka þessari á- rás þegjandi. Þar sem hér er um stórkostlega árás að ræða á menningarlífið í landinu, því með þessu er verið að spilla fyrir því að skól- arnir geti notið hæfra kennslukrafta, þurfa nemendur og allur almenningur að standa fast með kennurum í þessum málum. Ný verklýðsfélög. Nýlega var stofnað verklýðsfélag í Keflavík með 37 meðlimum, og annað á Súgandafirði með 25 meðlimum. Bankarnir hætta að skrá erl^ida mynt. íslenzka krónan fallin með pundinu. Fall sterlingspundsins og hin vaxandi kreppa brezka auðvaldsins hefir undireins haft sín áhrif í skattlandinu íslandi. „Gulltrygging“ bankanna hér mun að vísu að nokkru leyta vera í gulli, sem geymt er hér, en aðallega þó í innieign hjá Barclay’s Bank í London. Þessa innieign, sem auðvitað er í sterlingspundum, mun bankinn nú leystur undan að þurfa að greiða í gulli — þótt ein- kennilegt virðist, að brezka auðvaldið þannig gagnvart öðrum þjóðum geti svikið skuldbind- ingar sínar. „Gulltrygging“ íslenzku krón- unnar virðist því vera lítil og íslenzka fjár- málaauðvaldið virðist aðallega hafa treyst á forsjá brezku drotnanna, — sem við var að búast. Og nú skrá bankarnir aðeins pundið og fylgj- ast með því niður á við. íslenzka krónan er því fallin — um 25% ? Hún er orðin aðeins 60 gullaura virði, ef þessi lækkun helzt. Nú getur „Framsókn“ verið stolt af sinm gætilegu fj ármálapólitík, sínum „alhliða um- bótum“ og völdum bænda yfir bönkunum. Nú feetur „Sjálfstæðið“ gortað af sjálfstæði lands- ins og hælt ágæti auðvaldsskipulagsins. Nú sýnir sambræðslupólitík kratanna sig í fullum mæli. í bankaráðum og bankastjórn sitja full- trúar allra þriggja fyrnefndra flokka og háfa starfað saman í „einingu andans og bandi friðarins“ í nokkur ár. Ávöxturinft er nú lýð- um ljós. íslenzka krónan er fallin. Afleiðingar þessa eru lýðum Ijósar. Verð á öllum erlendum vörum kemur til með að hækka og er sú hækkun nú þegar byrjuð. Dýrtíðin vex í landinu og afleiðingar þess koma þyngst niður á almenningi. Hvað er nú orðið af öllum hrópum „Framsóknar“: Niður með dýrtíðina! Nú kemur það berlegast í ljós, að með „sam- vinnu“ og öðrum „endurbótum“ á grundvelli auðvaldsslcipulagsins verður ekki við neitt ráðið. Kaup verkalýðsins er raunverulega byrjað að lækka, svo nauðsynlegt er fyrir verkalýðinn að fara að búast til sóknar. Launaárás atvinnu- rekendastéttarinnar, sem aldrei hefir haft neina „sanngirni“ við að styðjast, er nú svift hverjum snefil af átyllum, sem hugsast get- ur. Fyrir verkalýðinn er nú vörnin ekki nægi- leg lengur. Aðeins með harðvítugri sókn er hugsanlegt að halda í horfinu eða bæta kjörin dálítið. Annars fer allt síversnandi fyr- ir verkalýðnum, því skæðasta svikamylla auð- valdsins, gengisfallið, hefir nú verið sett af stað til að gereyðileggja fyrirfram léleg kjör verkalýðsins. Verkalýður íslands! Nú sýnir auðvaldsskipu- lagið sig fyllilega! Hve lengi ætlið þið að þola þetta gersamlega ófæra skipulag enn, sem ekkert hefir, að bjóða annað en vaxandi at- vinnuleysi, fátækt og neyð — mitt í allsnægt- unum, sem þið hafið skapað! Launaiækkunarárásin hafin Búist við uppsög-n við járnsmíðaféiagid. Laun stundakennara lækkuð um 25—30%.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.