Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 06.10.1931, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 06.10.1931, Qupperneq 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ávg. Reykjavík; 6. október 1931 45. tbl. Alisherjarárás auðva§dsins á virkalýðinn c # Krónan fallin Krónan fallin um yfir 22%. Vöruverð hækkar. Samningum sagt upp við togarasjómenn og línubátasjómenn. Stórkostlegar kaupkúgun artilraunir út um land. Skipshöfnum varðskip- anna sagt upp atvinnu. Atvinnurekendur eru nú þegar teknir til ó- spilltra málanna að hrinda boðskap ríkis- stjórnarinnar um 40% launalækkun í fram- kvæmd. Ki'ónan er þegar fallin með sterlings- pundinu og dollarinn er skráður í 5.86% ísl. krónum. Það er rúml. 28% hækkun. Af þessari gengislækkun stafar undir eins tilsvarandi verðhækkun á öllum vörum, enda eru vörur þegar hækkaðar í verði, sumar um allt að 20%. Verðlækkun krónunnar þýðir sama sem 28% kauplækkun fyrir verkalýðinn. Það er allálitleg byrjun á framkvæmdum stefnuskrárinnar, sem Jónas frá Hriflu boðaði í Tímanum nýlega. En þetta láta atvinnurekendur sér ekki nægja. Á Norðfirði krefjast atvinnurekendur lækkunar á dagkaupi karlmanna úr 98 aurum niður í 60 aura og 32 aura lækkunar á kvennakaupinu, úr 72 aurum niður í 40 aura á klst. Það er ca. 40% lækkun ofan á gengislækkunina. Þá hefir samningum verið sagt upp við tog- arasjómenn, línubátasjómenn og járnsmiði vafalaust í þeim tilgangi að koma fram kaup- lælckun. Þá hefir skipshöfnunum á varðsltipunum verið sagt upp atvinnu frá áramótum og er það kölluð kreppuráðstöfun. Sjómennirnir hafa samninga til 1. apríl, svo það lítur út fyrir, að ríkisstjórnin ætli að hætta við landhelgisgæzl- una(!!). Mun það vera gert til að ,,spara“(!!) og bæta skipshöfnum varðskipanna í atvinnu- leysingjahópinn. Eða ætlar ríkisstjórnin að brjóta samninga við sjómenn? Nú dugar ekki lengur fyrir verkamenn að verjast beinu launalækkununum, heldur verða þeir að búast til að hrinda af sér þeirri launa- lækkun, sem þegar er fram komin, vegna krónulækkunarinnar. Nú dugar ekki lengur að setja sér sem mark að verjast því, að launin lækki um einn einasta eyri, nú verður kraían að vera: Enga raunverulega launalækkun. Kaupið verður að hækka í krónutali, minsta kosti jafn mikið og vöruverð hækkar, af völd- um gengislækkunarinnar. Kröfur línubátasjómanna verða að vera: Föst lágmarkslaun, bæði á sfldveiðum og þorskveiðun^ Síðasta ár hefir fært sjómönnum þá lær- dóma, að það nær ekki nolckurri átt að treysta á hlutaskiftin án þess að hafa lág- markstryggingu. Næsta ár mega sjómenn bú- ast við að verða varla matvinnungar, ef þeir eiga að treysta á hlutinn einan. Nú ríður á að verkamenn á sjó og landi treysti sem bezt samtök sín, til þess að búa sig undir komandi stórdeilu. Umfram allt verða verkamenn sjálfir að hafa stjórn bar- áttunnar. Fylkið ykkur inn í baráttuliðin! Lauualækkunartilrauii lirundið. Atvinnurekendur í Stykkishólmi með lcaup- I félagið í broddi fylkingar, ætluðu að lækka kaup verkamanna úr 1 krónu niður í 85 aura. 28. þ. m. svöruðu verkamenn ósvífni þessari með verkfalii. Samtök voru ágæt, en atvinnu- rekendur hótuðu að fé, sem verið var að slátra, skyldi flutt til Eorgarness og slátrað þar. Var þá verkamannafélaginu í Borgarnesi gert aðvart, og lofaði Borgarnesfélagið að sjá um að ekki yrði slátrað þar fé úr sveitunum umhverfis Styklcishólm. Strax daginn eftir urðu atvinnurekendur að I ganga að taxta verkamannafélagsins í Stykk- ishólmi. Verkamenn rísa gegn kaupkúguninni á Hvammstanéa. Hið fámenna, en framúrskarandi þrautseiga og ötula verklýðsfélag á Hvammstanga hefir nú ráðist í að hrinda af sér kaupkúgun kaup- félagsstjórans Iiannesar Jónssona*r alþingis- manns „Framsóknarflokksins“. Félagið lcrefst þess að fá greidda 1 krónu um tímann í dagvinnu og kr. 1,25 í nætur- og helgidagavinnu, og að vinnudagurinn verði aðeins 10 tímar. Hannes vill aðeins greiða 90 aura og hafa 12 tíma vinnudag. Hannes Jónsson er afgreiðslumaður Eim- skipafélagsins á Hvammstanga. Brúarfoss lcorn þangað á fimmtudag og iét Hannes þá skipa upp úr honum með verkfallsbrjótum, sem unnu fyrir 90 aura um tímann. Verkamenn á Hvammstanga leituðu nú að- stoðar verklýðssamtakanna og óskuðu eftir að ekki yrði skipað upp úr Brúarfossi á öðrum höfnum, fyr en gengið er að kröfum þeirra á Hvammstanga. Verkamannafélögin á Siglu- firði, Akureyri, Seyðisfirði og Norðfirði hafa ákveðið að verða við þeirri ósk. Brúarfoss er á leið austur um, og verður hánn ekki af- greiddur á ofangreindum höfnum fyr en samn- ingar hafa tekizt á Hvammstanga. Hannes Jónsson er einn af þeim kaupfélags- stjórum, sem dyggilegast hafa fetað í fót- spor gömlu selstöðulcaupmannanna. Er því mikil nauðsyn að verklýðssamtökin hjálpi verkamannafélaginu á Hvammstanga til að hrinda af sér kaupkúgun hans, og hefði það þurft að gerast rniklu fyr, eins og Verklýðs- blaðið hefir mai'gsinnis bent á. Verkamannafélagið á Hvammstanga nýtur samúðar og virðingar verkalýðsins um allt land. Dýrtíðin vex. — Kaupið lækkar. Bankaauðvaldið á íslandi hefir tekið sína ákvörðun, krónan hefir verið læklcuð um 22%. — Hún er látin fylgjast með sterl- ingspundinu, sem opinber viðurkenning þess, að íslenzka bankaauðvaldið hlýti í hvívetna forsjá og stjórn brezku auðmannanna. Afleiðingarnar koma strax í ljós. Ýmsar að- keyptar vörur eru hækkaðar um 20% í heild- sölu. Og fyrr en varir mun smásöluverðið hækka að sama skapi. Kaup verkalýðsins hinsvegar stendur í stað — og það þýðir að raunverulega lækkar það um 20%. Hvaða hagsmunir ráða hér? Það eru tví- mælalaust hagsmuifir fiskbraskaranna — hér sem annarsstaðar. Þeim til þægðar er ís- lenzk alþýða nú ofurseld okri á aðkeyptum vörum og laun hennar lækkuð, svo þeirra gróði geti orðið meiri. Ráðherrann Ásgeir Ásgeirsson skrifar grein í síðasta „Tímann“ um gengislækkunina. Lít- ur hann á hana sem ráð til að hækka vöru- verðið og afnema þannig lcreppuna. Hér eru blekkingar á ferðinni. Um verðhækkun sem tákn um að kreppunni sé að linna, er ekki að ræða fyr en vörubirgðir fara að minnka. Verðhækkunin á Islandi nú er aðeins dulbúin árás auðvaldsins á laun verkalýðsins. Hið sanna innihald í grein ráðherrans um lausn kreppunnar með verðhækkun sökum gengis- lækkunar — er aðeins það að með því er verið að lina kreppuna fyrir atvinnurekendur með því að velta afleiðingum’ hennar yfir á verka- lýðinn með launalækkun. Annars verður vart varist hlátri yfir „samvinnu“ hjá þeim Fram- sóknarráðherrunum, Jónasi og Ásgeiri. Annar hefir nú predikað sýknt og heilagt að dýrtíð- in verði að lækka, vöruverðið að falla, — og nú dregur hinn ályktunina af öllu skrafinu með þessum orðum: „Það eitt er víst, þó sum- um“ (t. d. J. J.?!) „kunni að þykja það harð- ur boðskapur, að kreppunni léttir ekki á ann- an hátt en með hækkandi verðlagi“. Það fór sem „Verklýðsblaðið“ fyrir nokkru spáði: Framsókn skrafar svo lengi um dýrtíðina að hún loks ræðst í að lækka kaupið — og láta dýrtíðina standa í stað. Hefir það rætzt ræki- lega. En hvað aðhefst nú verkalýðurinn ? „Alþ.- blaðið“ rífst út af gengislækkuninni, stimplar fjárdrotnana miljónaþjófa, — en um leið predika „foringjarnir“, sósíaldemókratarnir: Við stöndum varnarlausir gagnvart þessu. — Það er sem endranær — stór orð, engar gerð- ir. En Verlcalýðurinn er ekki varnarlaus. Hann á hamrömm samtök, sem hægt er að beita miskunnarlaust. Hann þarf elcki að láta stela miljónum af lcaupi sínu með krónulækkun- inni. Hann getur knúð í gegn kauphækkun að sama skapi sem dýrtíðin vex! Og það verður hann að gera, ef lífskjörum hans á ekki að hralca. Svar verkalýðsins við drotnun stórlaxanna, lækkun lcrónunnar, aukinni dýrtíð, verður að vera: Ekki eins eyris raunveruleg launalælckun! Kauphækkun að sama slcapi og dýrtíðin vex!

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.