Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚMSTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 13. október 1931 46. tbl. Hrammstang'adeilunni lokið með fullum sigri verkamanna. Skipverjar á „Súðinni" gera samúð- arverkfall. Kratarnir á Akureyri láta afgreiða „Brúarfoss". Verkamenn hafa nú unrfið fullan sigur í Hvammstangadeilunni. Allar kröfur þeirra uppfylltar. Dagkaupið verður kr. 1.00 um tím- ann og eftirvinnukaup kr. 1.25. Vinnudagur- inn 10 tímar og meðlimir verkamannafélags- ins sitja fyrir vinnu. Saga málsins er í stuttu máli þessi: „Verkamálaráð" Alþýðufl. lýsti því yfir að stjórnir verkamannafélaganna á Siglufirði, Ak- ureyri, Seyðisfirði og Norðfirði hefðu lýst sig reiðubúna til að stöðva vinnu við Brúarfoss. Sérstaklega var það tekið fram, að Erlingur Friðjónsson, sambandsstjórnarmeðlimur, hefði tekið vel í málið. Á Siglufirði var Brúarfoss ekki afgreiddur. En þegar til Akureyrar kom, var hann af- greiddur eins og ekkert hefði í skorist. „Verkamaðurinn" krafðist þess, að Brúar- foss fengi enga afgreiðslu, og skoraði á verka- mannafélagsstjórnina að undirbúa vinnustöðv- unina rækilega. En kratastjórnin í verkam.fél. með Erhng í broddi fylkingar, hreyfði sig hvergi. „Alþýðumaðurinn", blað Erlings og málgagn Alþýðuflokksins minntist ekki á mál- ið. Enginn fundur var kallaður saman í Verka- mannafélaginu, og stjórn verkamannafélagsins minntist ekki á það einu orði við verkamenn, að ekki mætti afgreiða Brúarfoss, eins og endranær. Og Brúarfoss var afgreiddur. Fyrir þessa frammistöðu sína fær Erlingur og Ak- ureyrarkratarnir mikið hrós í Morgunblaðinu. Þetta er síðasti hlekkurinn í svikakeðju Ak- ureyrarkratanna. Alþýðublaðið finnur ekkert athugavert við þessa framkomu, en segir bara að samtökin á Akureyri séu „veik". Erlingur er jafnvirðulegur meðlimur sambandsstjórnar- innar eftir sem áður. Já, sannarlega eru þau samtök veik, sem hafa slíka foringja, sem Erling Friðjónsson og slíkar stjórnir, sem sambandsstjórn Alþýðuflokksins. Sjómennirnir á Súðinni reyndust stéttvísari og baráttufúsari, en „foringjarnir". Strax og Sjómannafélagið lét þá vita um deiluna á Hvammstanga, lögðu þeir niður vinnu við af- greiðslu skipsins. Er slíkt sjálfsögð stéttar- skylda og öðrum skipshöfnum til fyrirmyndar. Þessi kaupdeila hefir sýnt það ljóslega, að samtök verkamanna eru sterk og að baráttu- hugur er í verkamönnum. Hún hefir sýnt það hvers samtökin eru megnug, ef þeim aðeins er beitt. Hún er merki þess, að verkamenn munu hrinda af sér hverskonar launalækkun- artilraunum. Hún sýnir okkur að samtökin eru þess ekki einungis megnug að verjast, heldur líka til að hækka kaupið og knýja fram rétt- arbætur. Og megi fjárdrottnarnir, sem lækkað hafa kaup verkalýðsins með því að lækka krónuna vita, að verkamenn eru þess albúnir að hrinda einnig af sér þeirri kauplækkun með því að hækka kaupið að sama skapi, sem vörur hækka í verði. Til þess eru samtök þeirra nógu sterk. Það hefir Hvammstanga- deilan fært þeim heim sanninn um. Og verka- menn mega ekki láta neina „foringja" hindra það, að samtökunum sé beitt. Stríð miUi Japana og Kínverja. Japanar taka Mansjuríu herskildi. Nóttina milli 18. og 19. september réðist japanskt stórskotalið inn í Mansjúríu. Áður en varði hafði japanski herinn tekið höfuðborg landsins, Mukden, herskildi og næstu daga tóku þeir allar helztu borgir og járnbrautir, sem hernaðarlega þýðingu hafa á sitt vald. Valdhafinn í Mansjúríu, Tsjang-Hsu-Liang, hefir fyrirskipað herdeildum sínum að veita ekki lengur viðnám í hinni gjörsamlega von- lausu baráttu. Hingað til hefir Mansjúría verið japanskt áhrifasvæði. Japanska auðvaldið hefir svo að segja ráðíð lögum og lofum í Iandinu og vald- hafarnir hafa verið leppar þeirra. En í seinni tíð hefir Bandaríkjaauðvaldið gerst hættuleg- ur keppinautur og ráðið meiru og meiru um stjórn landsins. Þessu þóttust Japanar ekki getað unað leng- ur. Kreppan vex hröðum skrefum í landinu og byltingaaldan gerir auðvaldinu þröngt fyrir dyrum heimafyrir, þó það haldi verkalýðs- hreyfingunni niðri eftir megni með hervaldi og ógnum. Japanska auðvaldð þarf á Mansjúríu að halda, sem hráefnalind og markaðsumdæmi fyrir iðnað sinn og jafnframt, sem landi, þar sem það getur komið fyrir auðmagni sínu og fólksfjölda. Tilgangurinn með hernaðarinnrás- inni, er að gera Mansjúríu að japanskri ný- lendu. Tilefnið, sem Japanar fundu sér til yfirgangs .þessa, var í fyrsta lagi það, að brú hafði ver- ið sprengd upp á Suður-Mansjúríu-járnbraut- inni, sem er eign Japana. Eigi er kunnugt um hverjir valdir eru að því verki, en ekki ólík- legt, að það séu Japanar sjálfir. Annað til- efnið var morð japanska hershöfðingjans Nakamura, sem sendur var með falskt vega- bréf til Mongólíu, til að koma þar af stað upp- reisn. Þjóðabandalagið hefir tekið fyrir deilumál Kínverja og Japana og ekkert fundið athuga- vert við framkomu Japana. Bæði löndin eru meðlimir Þjóðabandalagsins. Bæði löndin hafa undirritað Kellogg-sáttmálann, þ. e. skuldbund- ið sig til að skera ekki úr deilumálum með hernaðarráðstöfunum. Sést hér Ijóslega hvers virði Kellogg-sáttmálinn er og að Þjóðabanda- lagið er samábyrgð stórveldanna til þess að geta tekið smærri og máttarminni lönd her- skildi og gert þau að nýlendum sínum. Ekki er talið ugglaust, að Japanar ráðist á kínversk-rússnesku járnbrautina í Mansjúríu. Þá er stríðið gegn verklýðsríkinu orðin stað- reynd. Kaupfélag verkalýðsiRS. Framsókn klýfur neytendasamtökin með óað- gengilegum skilmálum. Verkalýðurinn ákveður að stofna sjálfstætt kaupfélag sem vopn í stéttabaráttunni. Eins og áður hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu, væri neytendahreyfingin í bænum bezt komin með einu allsherjarneytendafélagi undir forustu verkalýðsins, því þannig væri tryggð öflugust samtök gagnvart kaupmanna- valdinu. En Framsóknar-burgeisarnir hér í bænum geta ekki hugsað til þess að vera í kaupfélagi, þar sem verklýðsf jöldinn réði — og þessvegna hafa þeir sett þannig skilyrði fyrir samvinnu, að þeim yrði tryggð öll völd, verkamenn úti- lokaðir með háu stofngjaldi, félaginu bönnuð afskifti af pólitík og hjálp við verkalýðinn í kaupdeilum og til þess að hafa bæði tögl og hagldir settu þeir það skilyrði, að ef brugð- ið yrði út af staðgreiðslunni, t. d. til fátæk- ustu, skilvísustu verkamanna, í harðvítugu verkfalli, þá gætu Framsóknarmennirnir rifið út stofngjald sitt og sett kaupfélagið um koll. Með þessum skilyrðum hafa Framsóknar- menn sprengt kaupfélagshreyfinguna í bænum og klofið samtök neytenda, — vísað frá sér bróðurhendi verkalýðsins, framréttri til sam- taka um að bæta kjör almennings og þó eink- um þeirra fátækustu. Verkalýðurinn hefir dregið sinn lærdóm af þessu og ákvað á fundi á föstudagskvöldið að hætta samningum við „Framsókn" og stofna sitt eigið kaupfélag. Jafnframt var á- kveðið að stækka úndirbúningsnefndina. Var bætt við hana 4 mönnum, þeim Hauk Björns- syni, Gunnari Benediktssyni, Alexander Guð- jónssyni og Helga Ólafssyni. Mikið var um það rætt, einkum af kommún- istum, að stofngjald þyrfti að vera sem lægst og gengu flestir inn á nauðsyn þess. En eina ráðið til að hafa gjaldið lágt, án þess að stofna kaupfélaginu fjárhagslega í hættu, er að fá nógu mikinn fjöldá verkalýðs inn í það. En verkalýðurinn er enn ekki búinn að yfirvinna hræðslu sína við kaupfélagsskapinn eftir ófar- irnar með þau tvö síðustu undir stjórn krat- anna. Þessvegna þarf nú að vekja almennan á- huga alls verkalýðs fyrir stofnun kaupfélags, því kaupfélag undir stjórn verkalýðsins sjálfs getur orðið honum að góðu vopni í stéttabar- áttunni, ef því er stjórnað fyrst og fremst með hagsmuni verkalýðsins fyrir augum. Það hefir kaupfélag verkamanna í Vestmannaeyj- um, undir stjórn kommúnista, bezt sýnt og sannað með því að lækka þar stórkostlega verð á allri nauðsynjavöru, ekki sízt brauðum. Gíturleg verðhækkun i Englandi. Strax næstu viku eftir hrun pundsins, hækk- aði vöruverð að sama skapi, og sumpart miklu meira. Kopar hækkaði um 28%, zínk um 30%, blý um 50%, bómull um 23—47%, hampur um 19%, gúmmí um 28%, sykur um 25% o. s. frv. Sýnir þetta vel hvernig laun verkalýðsins hafa lækkað samstundis og pundið f jell. Launlækkunin mun einnig mjög skjótlega koma niður á íslenzkum verkalýð, og mun varla verða minni en 30% lækkun þegar hún er að fullu komin fram.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.