Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.10.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 20.10.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚMSTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. á*gr. Reykjavík 20. október 1931 47. tbl. Þrælameðferðin á ÍtÉilÉ Nú fjölgar með degi hverjum þeim, sem þurfa að leita á „náðir" hins opinbera um styrk, sökum þess að hið borgaralega þjóðfé- lag neitar þeim um vinnu, neitar þeim um alla möguleika til að geta lifað. Það er því brýn ástæða fyrir allan verkalýð nú, að taka til athugunar kjör þau, sem styrkt- arþurfa fátæklingum eru skömtuð af þeim valdhöfum, sem predika hæst um bróðurkær- leik og kristindóm, þegar þeir eru að gylla sig frammi fyrir fjöldanum. Fyrir hvern þann mann, sem nú leitar til borgarstjóraskrifstofunnar, má segja, að letr- að sé yfir dyrunum líkt og áður yfir helvíti Dantes: „Þú, sem gengur hér inn, gef þú upp alla von". Því fyrir þann, sem einu sinni er kominn í klærnar á „fátækraframfærslunni", hefir leitað á „náðir" borgarstjóra og klíku hans, er allt búið, sem heitir mannréttindi og kröfur til iífsins. „Þurfalingar" eru í rauninni orðnir ófrjálsir menn, 'sem verða að taka með þökkum hverju, sem þeim er skamtað, eða eiga annars á hættu að vera útilokaðir frá þeirri litlu hjálp, sem þeir fá. Heimili þeirra er hægt að leysa upp, skilja að mæður og börn. Hjal borgaranna um móð- urkærleika og annað þessháttar, er þá lítils metið. Sveitaflutningur og aðrar miðalda að- ferðir tíðkast ennþá gagnvart þessum rétt- lausu í þjóðfélaginu. Einkamál sín eiga þessir fátæklingar ekki lengur í friði. Niður í allt hnýsast sporhund- ar hins opinbera. Ekkert er þeim heilagt, fyrst fátæklingar eiga í hlut, þótt þeir þess á milli prediki hátt um friðhelgi eignaréttar og fjölskyldu borgaranna. Konur, sem meðlag þurfa að sækja til þess- ara herra með börnum, verða hvað eftir ann- að að þola klúryrði og hrottaskap frá þessum fulltrúum hins hákristna ríkisvalds. Fjölskyldufeðrum, sem eiga veika konu og mörg veik börn heima, er jafnvel neitað um styrk til að greiða húsaleigu, þótt yfir vofi, að þeir séu bornir út. Og út yfir tekur þó þegar níðst er á fátæk- um, veikum börnum og þeim neitað um lyf — og það við lungnabólgu, — eins og nýlega bar við. Þá leyfðu yfirvöldin á borgarstjóraskrif- stofunni sér að neita að stímpla Iyfseðil frá einum lækni hér í bænum handa börnum, sem lágu í lungnabólgu, og átti móðir þeirra ein fyrir þeim að sjá. Báru þessi yfirvöld ýmist fyrir sig, að lyfseðillinn væri ekki útgefinn af fátækralækni eða kváðu konuna ekki eiga heimtingu á styrk til læknishjálpar. Það virð- ist eftir þessu að dæma svo sem þessir herr- ar, þessir hákristnu stólpar K. F. U. M. og mannfélagsins, óski helzt eftir að börn fátækl- inga deyi drotni þeirra sem fyrst, svo þeir séu lausir við þau. Þannig er fátækrahjálpin. Svona er sveita- styrkurinn núi á dögum. Og þegar þessum náðarpeningum er hreytt í fátæklingana, er þeim sagt, að þakka fyrir, -— bráðum verði þetta minnkað um helming. Og þennan styrk ráðleggja kratarnir verka- lýð að treysta á, en leggja lítið upp úr at- vinnuleysisstyrknum. En verkalýðurinn heimt- ar að losna við þá auðmýkingu, niðurlægingu og svívirðingar hrottanna á skrifstofuhni, sem fátækrastyrknum fylgja. Verkalýðurinn krefst atvinnuleysisstyrks, sem ekkert réttindarán fylgir, sem veitist þeim án þess að eyðileggja heimilislíf þeirra, án þess að opinbera einkamál þeirra, án þess að gera þá að þrælum í hvívetna. Sá atvinnuleysisstyrkur, sem við verðum að krefjast nú þegar má ekki vera minna en 5 kr. á dag og 1 kr. fyrir hvert barn aukreitis. Baráttan gegn atvinnuleysínu Kröfur verkamanna í Dagsbrún. Enn hefir Reykjavíkurbær ekki sótt um að fá úthlutað af fé því, sem ríkið leggur til atvinnu- bóta, og engin nauðsynleg gögn hafa verið feng- in í hendur atvinnubótanefnd ríkisins. Skrán- inguna hyggst bæjarstjórn auðsjáanlega að draga fram að mánaðarmótum. Þannig á að draga atvinnubæturnar á langinn. Verkamenn verða að gera allt, sem mögulegt er til að hindra drátt atvinnubótanna. Á síðasta fundi „Dags- brúnar" var samþykkt áskorun til bæjarstjórn- ar um að láta fara fram skráningu nú þegar. Það er afar mikils virði að allir verkamenn komi til skráningar. Á því veltur mjög, hvað hægt er að knýja fram af atvinnubótavmnu, og engir aðrir fá atvinnubótavinnu en þeir, sem láta skrá sig. Á síðasta Dagsbrúnarfundi báru kommúnist- ar fram tillögu um að félagið skrifaði öllum meðlimum sínum bréf með hvatningu um að láta skrá sig og var það samþykkt. Er nauð- synlegt að önnur verklýðsfélög geri slíkt hið sama. Þá báru kommúnistar fram á fundinum áskorun til bæjarstjórnarinnar um að hefja þegar atvinnubætur í stórum stíl. Var það sam- þykkt í einu hljóði. Loks báru kommúnistar fram eftirfarandi til- lögu á fundinum, sem einnig var samþykkt í einu hljóði: „Þar sem augljóst er að ýmsar bæjarstjórnir munu ætla að nota væntanlegar atvinnubætur til að lækka laun verkamanna og gerast þannig forgöngumenn að almennri kauplækkun, sem myndi hafa í för með sér aukna neyð hjá verkalýðnum, en hinsvegar verða atvinnurek- endum mikill styrkur í árásum þeirra á laun verkalýðsins. Þá skorar fundurinn á ríkisstjórnina að veita engum bæjarstjórnum fé til atvinnubóta nema þær skuldbindi sig til að greiða taxta verk- lýðsfélaga á hverjum stað". Samskonar kröfur þurfa önnur verklýðsfélög að senda ríkisstjórninni Það verður hlutverk verkamanna um allt land Framh. á 4. síðu. Kauprán bankavaldsins Nú er orðið augljóst hvað bankaauðvaldið á íslandi hefir unnið með krónuhækkuninni. Fiskurinn og allar afurðir halda áfram að falla. Saltfiskurinn er kominn niður fyrir það, sem bankarnir hafa lánað út á hann. Síldin er jafn óseljanleg eftir gengishækkunina sem fyrir. Það er heldur ekki við öðru að búast, því það eina, sem gengislækkun erlendis hefir gert að verkum þar er að lækka hið raunverulega kaup verkalýðsins, en hækka verð á öllum nauðsynjavörum hans, þ. e. a. s. minnkað kaup- getuna. En það eina, sem hefði eitthvað bætt úr var að auka kaupgetu verkalýðsins erlendis. Það er því þegar sannað, að kenningar þær, sem fjármálaráðherrann og aðrir fjármálaspek- ingar auðvaldsins hafa haldið fram um að með gengislækkuninni væri í rauninni verið að yfir- vinna kreppuna, eru fjarri sanni. Gengishækk- unin er þvert á móti vottur þess, að kreppan hafi nú bortist inn í innstu vígi auðvaldsins, trufli allt viðskiptalíf þess meir en nokkru sinni fyr og sé nú óviðráðanlegri en nokkru sinni fyr. Gengislækkunin er aðeins tilraun atvinnu- rekendastéttarinnar til að velta afleiðingum kreppunnar yfir á verkalýðinn. Það eina, sem gengislækkun gerir að verkum er að lækka raunverulegt kaup verkalýðsins. Gengislækkun- in er því kauprán í stærsta stíl — rán á því litla kaupi, sem verkalýðurinn með samtökum sínum hefir knúið fram sér til handa. Allt í einu er kaupið lækkað um ca. 20% og verka- lýðnum ætlað að taka því með þögn og þolin- mæði. Verkalýðurinn er sviftur árangrinum af margra ára erfiði — með einni einustu ákvörð- un bankavaldsins. Sjóðir verklýðsfélaganna eru rændir 20% af kaupgetu þeirra, svo mótstöðu- afl verkalýðsins verði minna þegar til vinnu- deilanna kemur. Sparifé fátækra verkamanna, — safnað með ítrustu sparsemi, til að eiga einhvern skilding á neyðartímum, — er svift 20% af kaupgetu þess. Alstaðar er rán bankavaldsins á verkalýðnum jafn ægilegt. En nú dugar ekki að leggja árar í bát. Nú er að hefja baráttuna á ný — og takmark baráttunnar er: Full dýrtíðaruppbót á öll laun verkalýðsins. Ekki eins eyris raunveruleg kauplækkun. Kaupið verður að hækka að minnsta kosti að sama skapi og dýrtíðin vex. Verkalýðurinn á við harðvítugt ránsvald að etja, sem einskis svífist til að velta neyðinni og eymdinni, sem auðvaldskreppan skapar, yfir á hans breiða bak. Það dugar engin miskunn- semi í bardaganum við þetta vald — og verka- lýðurinn er fyllilega nógu sterkur til að knýja fram dýrtíðaruppbót sér til handa, ef hann aðeins gætir þess að hlífa hvergi andstæðingn- um. Auðvaldið hefir sagt verkalýðnum upp í þeim atvinnugreinum, sem það ætlar sér að stöðva. En verkalýðurinn getur sett auðvald- inu stólinn fyrir dyrnar með því að stöðva þá vinnu, sem auðvaldið sízt getur án verið. Og það verður að gera. Verkalýðurinn verður að búa sig til miskunnarlausrar baráttu gegn auðvaldinu á óllum sviðum nú um nýjárið. Verkamenn og konur á sjó og landi! Sameinist um kjörorðið: Ekki eins eyris raunveruleg launalækkun.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.