Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.10.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 20.10.1931, Blaðsíða 3
Avarp til smáútvegsbænda í V estmannaeyjum V estmannaey j adeild kommúnistaflokksins benti útvegsbændum á það síðastliðið sumar, að kreppan myndi vaxa og kjör þeirra versna frá því sem þá var og benti jafnframt á þá útgönguleið, að bændumir mynduðu með sér byltingasinnuð samtök til sóknar og varnar í baráttunni gegn höfuðóvini vinnustéttanna, banka- og verzlunarauðmagninu. Spá kommúnista er nú að rætast. Mikið af fiski útvegsbændanna er ennþá óseldur, verð fiskjarins mjög lágt, kaupstaðurinn eða kaup- félagið lokar reikningunum og smábændurnir eru að sligast undir vaxtabyrðunum. Fisksal- an er 1 höndum Reykjavíkur auðhringanna „Kveldúlfs“ og Alliance, en þessi auðfélög hafa mest völd innan þess flokks sem út- vegsbændur hafa hingað til, illu heilli, stutt til valda og gengur nú sem stendur undir nafn- inu „Sjálfstæðisflokkur“. I opinberum málgögnum kommúnista, og bylt- ingasinnaðra verkamanna, Verklýðsblaðinu og Verkamanninum, hefir margsinnis réttilega verið bent á, að hinir flokkarnir „Framsókn“ og „jafnaðarmenn“ (kratar), sem nú fara með stjórn í landinu, eru ekki annað en auð- sveip verkfæri í höndum fjármála- og verzl- unarauðmagnsins, sem svo aftur er rígbundið á skuldaklafa brezka fjármálaauðvaldsins og danzar eftir þess nótum. Það tæki of mikið rúm í stuttri blaðagrein að færa fram fullnægjandi sannanir fyrir of- anritaðri staðhæfingu, en það sem hver ein- asti vinnandi maður og kona veitir eftirtekt, eru verkanir kreppunnar á þeirra efnalegu og andlegu líðan. Verkamenn og konur eru nú svo hundruðum skiftir að verða atvinnulaus. Þetta atvinnulausa fólk hefir ekki í annað hús að venda en til ríkis og bæjarstjórna borgar- anna um réttmæta hjálp í yfirvofandi hall- æri. Fyrir smáútvegsbændunum eru nú láns- reikningarnir að lokast, eftir að þeir hafa stritast við að moka afrakstri erfiðis síns í hina botnlausu skuldahít í bönkum eða verzl- unum. Ofan á þetta bætist vaxandi dýrtíð og vonleysi um að geta haldið bátspartinum eða húsinu sem útgerðarmaðurinn hefir byggt fyr- ir sig og fjölskyldu sína og allar hans fram- tíðarvonir eru tengdar við. Þannig er ástandið þrátt fyrir hvert góð- ærið á fætur öðru, bæði til lands og sjávar. Hvað framtíðin ber í skauti sínu er ekki unnt að segja um með nokkurri vissu, en svo mikið er víst, að á meðan að verkamenn og smá- bændur láta yfirstétt sem arðrænir alþýðu manna vera forsjá sína, hlýtur ástandið að fara stöðugt versnandi. Hverjar leiðir eru til þess að ráða bót á þessu? Hér stoða engar smávægilegar umbæt- ur. Það verður að grafa fyrir rætur meinanna. öflun og tilbúningur allra nauðsynja manna og lífsþarfa eru gerð með fjárhagslegan gróðamöguleik einstaklingsins fyrir augum. I þessu er höfuðmeinið fólgið og ber sérstök nauðsyn til að hverjum alþýðumanni sé þetta Ijóst. Væri öflun og tilbúningur lífsnauðsynj- anna einvörðungu miðaður við þarfir fólks- ins, myndi enginn skortur vera á neinu, þvert á móti gnægð matar, fatnaðar og hollra húsa- kynna fyrir alla. Kröfurnar verða því verka- menn og fátækir bændur að gera, til þeirra valdhafa, sem halda bæði lífsþægindum, fjár- munum og öllu því, sem almenning vanhagar um, í heljargreipum. Verkamenn og fátækir bændur verða því fyrst og fremst að krefjast peninga til nauðsynlegra framkvæmda til þess að hafa í sig og á, auk annars sem nú skal að vikið. Kröfur verkamanna og fátækra bænda til yfirstéttarinnar, ríkisvalds, bæjarstjórna, verzlunar- og bankavaldsins: 1. Eftirgjöf höfuðstóla og vaxta allra skulda til ríkis og bæjar, verzlunarfyrirtækja og banka. 2. Á atvinnuleysistímabilum, eftirgjöf ljós- gjalds og annara opinberra gjalda. 3. Ódýr rekstrarlán í peningum til smáút- gerðar. Burt með vörulánaverzlunina. 4. Lækkun bátaábyrgðargjalda og festar- gjalds fyrir smáútgerð. Kröfur þessar eru byltingasinnaðar, vegna þess að framkvæmd þeirra yrði á kostnað auð- manna og þeirra sem stjórna ríki og bæjar- félögum. Til þess að knýja kröfur þessar fram verða smáútvegsmenn og fátækir bændur að fylkja liði með róttækum verkamannasamtökum, sem munu af fremsta megni styrkja þessar kröf- ur. Ennfremur krefjast kommúnistar til handa smáútvegsmönnum og fátækum bændum: 1. Ríkið styrki smáútvegsmenn til þess að leigja skip til útflutnings á kældum, nýjum íiski. * 2. Ríki og bæjarfélög stofnsetji beinamjöls- og lýsisvinnzlu-verksmiðjur til þess að gera afurðir bændanna verðmeiri. Daufheyrist yfirstéttin við kröfum þessum, verða verkamenn og bændur að taka til sinna varnarráðstafana. 1. Þeir verða með valdi samtaka sinna, að varna þess að þjónar fjármála og ríkisvalds, taki húseignir þeirra af þeim upp í rangfengn- ar skuldir, og reki þá út á götuna. 2. Verkamenn og bændur verða að varna þess, að kaupgjald verði lækkað frá því sem nú er og sjá um að kaupið hækki, eftir því sem dýrtíðin vex, því að vaxandi dýrtíð þýðir lækkuð laun og verri kjör vinnandi stéttanna. Auk þessara krafa verða verkamenn og fá- tækir bændur að krefjast aukinna pólitískra réttinda: 1. Bæjarstjórnarkosningar árlega. Burt með óhæfar og dáðlausar bæjarstjórnir. 2. Árleg kosning niðurjöfnunarnefndar af almenningi, en ekki af bæjarstjórn eins og nú er. 3. Fleiri fundarhöld í félögum þeim, sem fá- tækir bændur eru meðlimir í, en hafa illu heilli fengið venslamönnum yfirstéttarinnar í hendur (kaupfélög, bátaábyrgðarfélög, ísfé- lög). Til þess að geta borið fram kröfur sínar í bændafélögunum og á opinberum vettvangi, er smábændum nauðsynlegt, að sameinast í pólitískan félagsskap, þar sem þeir hafa sjálf- ir áhrif í og þar sem þeir geta rætt og undir- búið kröfur sínar og áhugamál. Hinn eini póli- tíski flokkur, sem byggir flokksstarfið á full- komnum lýðræðisgrundvelli, flokkur sem er byggður upp af vinnandi mönnum og ber þess- vegna aðeins þeirra hagsmuni fyrir brjósti, er kommúnistaflokkurinn. Fátækir bændur og verkamenn! Tvær leiðir eru framundan. Önnur er sú að hefja baráttu gegn yfirvofandi eymd og tor- tímingu og ganga í hin róttækustu alþýðusam- tök, kommúnistaflokkinn. Hin leiðin er upp- gjöf, andlegt og efnalegt ósjálfstæði, fáfræði, kúgun! Þið standið á vegamótum. Dragið ekki að taka ákvörðun. (Samþykkt 11. október 1931 í Vestm.eyja- d.eild Kommúnistaflokks íslands). Sendinefndin komin til Moskva. Svohljóðandi skeyti hefir Verklýðsblaðinu borist frá sendinefndinni dagsett í Moskva 15. þ. m.: Vellíðan. Kveðja. Sendinefndin. Verkamenn í Reykjavík setja á stofn kaupféíag Síðastliðinn föstudag var sett á stofn kaup- félag það, sem um var getið í síðasta blaði. — Duldist það ekki á fundi þeim, að verka- menn höfðu skýra tilfinningu fyrir því, að þar var merkilegur atburður að gerast. Venjulega hefir það verið svo á fundum hér, að menn hafa fyrst tekið að strjálast, þegar komið hefir verið fram yfir hinn ákveðna fundar- tíma, en nú fóru menn að tínast á fundinn áð- ur en tilsettur tíma var kominn. Fundarmenn munu hafa verið eitthvað á 2. hundrað og var það færra en við hefði mátt búast, en verka- menn voru það að fáum undanteknum. Ekki verður því neitað og ekki tjáir að dylja það, að hörmuleg mistök urðu á þess- um stofnfundi um samþykktir ákveðinna at- riða í félagslögunum. Ber þar fyrst til að nefna ákvæðið um, hvernig greiða skyldi inn- gangseyri og stofngjald. Félagsmenn voru ein- huga um það, að inngangseyrir og stofngjald skyldi vera 50 krónur og undirbúningsnefndin hafði lagt það til einróma, að stjórninni væri heimilað að veita þeim, í stað greiðslu þeg- ar í stað, leyfi til að greiða aðeins 25 í byrj- un og semja um greiðslu á hinum helmingnum á næstu tveim árum. En á fundinum komu fram raddir frá nokkrum verkamönnum um það, að 25 króna gjald þegar í stað væri fjölda verkamanna, sem verið hafa atvinnu- lausir um lengri eða skemmri tíma, algerlega cfurefli. Kom í ljós, að á fundinum voru 30— 40 manns, sem ekki höfðu treyst sér að skrifa sig á lista sem stofnendur meðan þeir þyrftu að gera ráð fyrir því að verða að greiða 25 kr. gjaldið. Fékst það framgengt fyrir at- beina komúnista, að gengið var fyrst til at- kvæða um tillögu frá Guðjóni Ben., sem fór í þá átt, að veita mætti undanþágu’frá að greiða nema 10 kr. í byrjun. En svo var harðýðgin mikil gagnvart þessum fátæku verkamönnum og öllum þeim fjölda verkamanna í bænum, sem skoða mátti þessa menn sem fulltrúa fyr- ir, að þeim var ekki veittur atkvæðisréttur um þessa tillögu. Með öðrum orðum: Sérhver sá maður, sem svo illa var á vegi staddur, að hann gat ekki lagt fram 25 krónur, var sviftur öllum íhlutunarrétti um það, hvort nokkurt tillit ætti að taka til þarfa hans. Tillaga Guð- óns var felld með eins atkvæðis mun (24 gegn 23). Kom þá fram ósk um nýja atkvæða- greiðslu og nafnakall. En því var stranglega neitað. Er þó ekki nokkrum efa bundið, að úrslit atkvæðagreiðslu í annað sinn hefðu orð- ið önnur, því að margir sátu hjá í fyrra skipt- ið, og auk þess munu margir, sem áður greiddu atkvæði á móti, hafa áttað sig á því, að með tillögunni var ekki stefnt í þá átt, að það hefði orðið tekjurýrnun fyrir félagið, heldur það gagnstæða, því að þetta lága gjald hefðu greitt aðeins þeir, sem ekki geta verið með að öðrum kosti. Hefði því til hagsbóta fyrir félagið unnist það tvennt með að samþykkja breytingartillöguna, að fá nokkrar 10 krónur ef til vill svo skipti hundruðum, og auk þess fryggja sér viðskipti fjölda manna, fyrir utan það, sem mest gildi hafði, að tengja fjölda verkamanna hagsmunaböndum við þetta stétt- arfélag þeirra, og fá þá þar með enn ákveðnar inn í stéttarbaráttuna. En öllu þessu var frá sér hrinnt til þess eins að svifta fátækustu verkamennina hluttöku í félaginu. Verður stirfni fundarstjóra að teljast mjög vítaverð, þar sem hann virðir þá fundarmenn, sem ekki höfðu skrifað sig á stofnendalista, ekki einu- sinni þess að spyrja þá, hvort þeir myndu vera með ef tillaga Guðjóns væri samþykkt, heldur úrskurðar skilyrðislaust, að þeir séu gersam- lega réttlausir til að eiga nokkurn þátt í því, hvað um þetta atriði yrði. Verður afleiðing þessa sú, að fyrst um sinn að minnsta kosti, verður fátækasti hluti verkalýðsins hér í bæ útilokaður frá félaginu, — sviftur þeim hags-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.