Verklýðsblaðið

Eksemplar

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Side 1

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Side 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚRA.K.) II. ápg. Reykjavík 27. októbe** 1931 48. tbl. Islenztt auðyald á barmi gjaldþrotsins Uíkisstjórnm setur innflutningsbaun á nauðsynjavörum. Ný árás á verkalýðinn. Ný verðhækkun. Ný kauplækkun Aukið atvinnuleysi. Framsóknarstjórnin lofaði að afnema tolla á nauðsynjavörum. Hún efndi það með því að hækka tollana á nauðsynjavörum um miljónir króna. Framsóknarstj órnin lofaði alhliða fram- förum til lands og sjávar. Hún efndi það með því að skera niður að mestu allar opinberar framkvæmdir. Framsóknarstjórnin lofaði að lækka dýrtíðina í Reykjavík. Hún efndi það með því að gera hverja ráðstöfunina á fætur annari til þess að hækka vöruverðið. Allt í þeim tilgangi að lækka laun verkalýðsins og gefa auðvaldinu miljónagjafir. Með ki-ónulækkuninni hefir valdhöfunum tekizt að lækka verðmæti allra vinnulauna um yfir 20%. Nú er hafin ný árás á launin, ný stórkostleg ráðstöfun til að hækka verðið á nauðsynjum almennings, með því að setja inn- flutningsbann á allt að því helming þess varn- ings, sem til landsins flyzt. Nýjustu stefnu- skránni — 40% almenn launalækkun — geng- ur vel að verða að veruleika. 28. þ. m. auglýsti stjórnin innflutnings- bann á „óþörfum varning'i", svo sem: Kjötmeti allskonar, smjöri og smjörlíki, brauðum og kexi, hönzkum, reiðtýgjum, vefn- aðarvörum öllum (nema tilbúnum fatnaði, vinnufötum og sjóklæðum), öllum skófatnaði úr gúmmí og leðri, skósvertu, sápum, kaffi- bæti, vörubifreiðum og reiðhjólum, hnífum og skærum, skipum og bátum o. fl. o. fl. Skárri er það nú óþarfinn! Eftir þessu ætti að vera alveg óþarft að ganga í fötum á ís- landi! Auk þess er lagt innflutningsbann á fjöld- ann allan af öðrum vörum, sem margar eru mjög hátt tollaðar. Merkir þetta því gífurlega tekjurýrnun fyrir ríkissjóð. Lítur út fyrir að það þyki gott og blessað til að hafa fjár- skort-röksemdina á takteinum þegar lækkuð eru laun starfsmanna ríkisins og þegar þarf að svara kröfum atvinnuleysingjanna um hjálp til að geta haldið í sér lífinu. Enda hefir dómsmálaráðherra lýst því yfir að búast megi við, að ríkissjóður hætti að greiða út vinnu- laun innan skamms. En það skulu þeir herr- ar vita, að héðan í frá verður fj árskortsrök- semdin ekki tekin alvarlega. Af þeim vörum, sem nú er bannaður inn- flutningur á, var flutt inn fyrir 36 miljónir króna árið 1929. Með öðrum orðum, um það bil helmingur af öllum innflutningi til landsins er bannaður. Hvergi í víðri veröld hefir nokkurt auð- valdsríki gripið til slíkra ráðstafana. Og þó kastar tólfunum, þegar í slíkt er ráðist af landi, sem framleiðir næstum eing'öngu ó- unnin matvæli fyrir erlendan markað, hefir næstum engan iðnað og er algerlega upp á erlenda framleiðslu komið með þarfir sínar. Hvernig stendur á á því að ríkisstj órnin grípur til þessa vitfirrta örþrifaráðs? Það stendur þannig á því að bankarnir geta ekki lengur orðið við eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri nema í mjög smáum stíl. Með öðrum orðum, bankarnir eru á barmi gjald- þrotsins. Þessvegna hefir verið gripið til þessa í örvinglunarfáti og þannig reynt að velta vandræðunum yfir á ríkissjóð og almenning. Með þessu á um stund að hylma yfir gjald- þrotið, en í raun og veru er hér um hreina og beina gjaldþrotsyfirlýsingu að ræða. Afleiðing þessarar dæmalausu g'jaldþrots- yfirlýsingar hlýtur að verða sú, að allir spari- fjáreigendur, sem eiga þess nokkurn kost, munu taka út sparifé sitt og reyna að koma því í tryggari gjaldeyri. Og það getur varla liðið á löngu áður en krónan fellur niður fyrir pundið. Fyrir smákaupmenn, sem eiga litlar vöru- birgðir, merkir þessi ráðstöfun að þeir fara á vonarvöl. En fyrir verzlunarauðmagnið, fyrir stórkaupmenn sem eiga miklar birgðir og fyrir þá atvinnurekendur, sem framleiða vörur þær, sem innflutningsbannið gildir, merkir þessi ráðstöfun ómældan stórgróða. Klæðaverksmiðjan Gefjun og önnur slík fyrir- tæki, sem standa undir verndarvæng ríkis- stjórnarinnar, mega vel við una. Fyrir verzl- unarfyrirtækin merkir þetta, að birgðir þær sem þau hafa fengið með ódýru verði áður en gengisfallið skall á, geta þau nú selt með uppskrúfuðu verði vegna minnkandi fram- boðs. Ef innflutningsbannið stendur lengi má búast við því að borga þurfi tvöfalt verð, t. d. fyrir lélegustu stígvél, og hætt er við að einhvemtíma verði tómahljóð í pyngju sjó- mannsins, ef hann þyrfti t. d. að borga 90— 100 krónur fyrir ein gúmmístígvél. En þeir, sem eiga skófatnaðarbirgðirnar græða. Fyrir atvinnurekendur þá, sem framleiða vörur þær, sem innflutningur er bannaður á, merkir þetta að öll erlend samkeppni er útilokuð, að þeim er gefin einokun innanlands, að þeir verða al- gerlega einráðir um verðið. Fyrir þessa menn rnerkir þessi ráðstöfun beinlínis stríðsgróða. Bændur hafa hinsvegar ekkert gagn af þessu. Af afurðum, sem íslenzkir bændur framleiða, er sáralítið flutt inn í landið. Hins- vegar verður flest miklu dýrara, sem bændur þurfa að kaupa úr kaupstaðnum. Fyrir verkamenn og alla alþýðu merkir ráðstöfun þessi stórkostlega verðhækkun á ýmsum helztu nauðsynjavörum, þ. e. ómælda kauplækkun enn á ný. Auk þess mikla aukn- ingu atvinnuleysisins, þar sem nú flyzt helm- ingi minna af vörum til landsins en áður og öll vinna við þessar vörur, bæði uppskipun og annað, þar með horfin. Frh. á 4. síðu. 2. nóv., að loknu þingi S. U. K., hefst í Reykjavík 1. ráðstefna Kommúnistafiokks ís- lands. Fulltrúar verða vonandi mættir frá flestum deildum flokksins. Dagskrá ráðstefnunnar verður þannig sam- kvæmt tillögum miðstjórnar: 1. Setning ráðstefnunnar. 2. Kreppan og afleiðingar hennar. 3. Kröfur flokksins fyrir hönd alþýðu og tilhögun baráttunnar. 4. Baráttubandalagið og faglegu málin. 5. Skipulagsmál. 6. Önnur mál (samvinnumál, bændamál, fræðslu- og útbreiðslustarfsemi, S. U. K., málefni vinnandi kvenna, A. S. V. og fleira). Það er mikil nauðsyn á því að starfsmenn Kommúnistaflokksins komi nú saman til að líta yfir liðið starf og gagnrýna það, og draga upp línurnar fyrir starfið, sem framundan er. Tæpt ár er nú liðið síðan Kommúnistaflokk- ur íslands var stofnaður. Stofnun hans var þá orðin svo brýn nauðsyn að örlagaríkt hefði orð- ið fyrir íslenzka verklýðshreyfingu, ef það hefði dregist lengur. Kreppan dundi yfir íslenzka alþýðu eins og óveður, og hún var hvergi viðbúin að taka henni. Samtök hennar voru í hnignun undir hinni borgaralegu forustu sósíaldemókratanna, og verkalýðurinn átti sjer engan flokk til að hafa forustu í stéttabaráttunni. Þróun verk- lýðssamtakanna hafði dregizt stórum aftur úr þróun þj óðfélagsaflanna. Yfir íslenzkri alþýðu vofði sú hætta, að megna ekki að leysa hið sögulega hlutverk sitt af hendi, að verða leik- soppur í hendi þj óðfélagsaflanna, í stað þess að leiða baráttuna vísvitandi til sigurs verka- lýðsins. Kommúnistum var ljós hættan, sem yfir vofði, og þeir væru eini flokkurinn, sem sá kreppuna fyrir. Þeir sáu að nú dugðu engin önnur ráð til að bæta úr þeim seinagangi, sem verið hafði á þróun verklýðssamtakanna og hinna byltingasinnuðu krafta, en að láta hendur standa fram úr ermum og láta enga stund ónotaða, að skipuleggj a hina byltinga- sinnuðu krafta og skapa kommúnistaflokk á eins stuttum tíma og auðið var. Og þeir létu athöfn fylgja álylctun. Mikið hefir áunnist. Á þessum mánuðum, sem flokkurinn hefir starfað, hefir honum tek- izt að vinna meiri fjölda íslenzks verkalýðs til fylgis og skýra stéttarvitund íslenzkrar alþýðu betur en jafnvel hinir bjartsýnustu gerðu sér vonir um. Og sem vonlegt er, hefir flokknum einnig orðið mistök á; margt af því, sem fram- kvæma þurfti, hefir flokkurinn ekki enn megn- að að leysa giftusamlega af hendi. Þrátt fyrir allt, sem áunnist hefir, vofir enn sama hættan yfir íslenzkri verkalýðshreyfingu: Að þróun hennar dragist allt of langt aftur úr hir.ni öru þróun eða öllu heldur hnignun auðvaldsins, bæði hér heima og erlendis. Það hállar nú svo ört undan fæti fyrir auðvaldinu að fyrir þá, sem sjá hvert stefnir, eru aðeins tvö viðhorf framundan: Annaðhvort algert menningarleysi og villimennska eða sósíal- isminn.

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.