Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 2
Til þess að sósíalisminn geti orðið að veru- leika, nægir ekki að auðvaldið hrynji í rústir. Hrun auðvaldsins verður aðeins til að leiða skelfingar og hörmungar yfir alþýðuna, svo framarlega, sem hún er ekki við því buin að leiða byltinguna til sigurs, að kasta hinu rotn- andi líki auðvaldsins fyrir borð, að byggja upp ríki sósíalismans. Og þetta hlutverk getur alþýðan ekki leyst af hendi, nema hún eigi sjer öflugan kommún- istaflokk, sem leiðir baráttu hennar, sem meg- inþorri hinna vinnandi stétta fylkir sér um. Ráðstefnan þarf að ræða vandlega þau miklu verkefni, sem framundan' eru. Hún þarf að leggja drög til þess, að hinni voldugu stétta- baráttu, sem íslenzk alþýða á eftir að heyja á næsta ári, verði rétt stjórnað. Hún þarf að gera áætlun um hið mikla verk, sem íslenzkir kommúnistar þurfa að leysa af hendi á styttri tíma en flesta grunar: Að safna meirihluta ís- lenzkrar alþýðu, verkamanna, fiskimanna og vinnandi bænda undir merki flokksins og taka á sig forustuna fyrir baráttu þeirra. Hver sá verkamaður utan flokks og innan, sem veit hversu mikið veltur á því að vel tak- izt, hann mun gera sitt til að áætlun sú, sem gerð verður á ráðstefnunni, standist sem bezt. 4,þingS.U.K. Kl. 2 e. h. á mánudag var sett 4. þing SUK. Á þinginu sitja 23 fulltrúar, með atkvæðis- rétti: 1 frá Eskifirði, 1 frá Húsavík, 1 frá Akureyri, 2 frá Glerárþorpi, 3 frá Siglufirði, 2 frá ísafirði, 2 frá Vestmannaeyjum og 8 frá Eeykjavík, auk þess eru á þinginu 5 fultrúar K. F. I. með 3 atkvæði til samans. Með mál- frelsi og tillögurétti situr á þinginu öll sam- bandsstjórnin, fulltrúi frá Eyrarbakka, auka- fulltrúar frá ísafirði og Siglufirði, fulltrúi frá A.S.V., frá K.F.I. Reykjvíkurdeildinni tveir. Alls sitja á þinginu 44 menn. Geysilega mikið starf liggur fyrir þessu þingi, sem háð er ein- mitt um það leyti, sem upplausnaröfl auðvalds- þjóðfélagsins eru meira áberandi en þau hafa nokkurntíma verið. Nú er verklýðsæskan á Is- landi óðum að vakna til meðvitundar um hve óþolandi ríkjandi þjóðfélag er, og sultur stend- ur fyrir dyrum alls þorra verkalýðs. Samband ungra kommúnista verður að verða þess megn- ugt að vekja verklýðsæskuna til stéttarmeð- vitundar og skóla hana, þá fyrst getum við gert okkur vonir um sigur, er sambandið er orðið fært um að leysa þetta verk af hendi. Starfsemi sambandsins hefir verið alltof inni- lokuð, og alls ekki náð út til verklýðsæskunn- ar í heild svo sení skyldi. Hlutverk þingsins verður því að leiða sambandið inn á brautir múgstarfseminnar. Kommúnistar vinna glæsi- legan kosningasigur á Spáni Við kosningarnar til þjóðþingsins á Spáni, sem nýlega eru um garð gengnar, fengu komm- únistar þrefait fleiri atkvæði í Madrid en við almennu kosningarnar í sumar. Hinir miklu vinningar kommúnista við þessar kosningar eiga rót sína að rekja til þess, að nú eru tálvonirnar sem alþýðan ól í brjósti um stjórn sósíaldemókrata og lýðveldismanna, sem setið hefir að völdum eftir byltinguna í vor, að hverfa. Ennþá drottnar aðalinn og auðvaldið, ennþá heldur verkalýðskúgunin og bændakúg- unin áfram í óbreyttri mynd. Alþýðan á Spáni er nú óðum að vakna til meðvitundar um það, að hið langþráða frelsi sitt fær hún því aðeins að hún fylki sér undir merki kommúnismans. Sjómannaverkfail i Þýzkalsndi. 2. október var ákveðið með gerðardómi að laun sjómanna lækkuðu um 15%, ennfremur um stytting vinnutímans, án þess að laun hækkuðu að sama skapi. Verkfallsnefnd sjó- manna hefir svarað árás þessari með. því að lýsa yfir verkfalli. Sjómenn á stærstu skipun- um frá Hamborg, Stettin, Bremen, Königsberg og víðar hafa þegar lagt niður vinnu og fleiri koma á eftir. Sjómanna- og hafnarverkamannasambandið, sem stjórnar verkfallinu, er undir kommúnist- iskri stjórn. Seinni fréttir. Verkfall er nú í öllum höfnum í Norður- Þýzkalandi, og ennfremur á þýzkum skipum, sem liggja í erlendum höfnum, svo sem Eng- landi, Hollandi, Belgíu, Danmörku og Rússlandi. Hundruð skipa taka þátt í verkfallinu. Stjórn sjómanna- og hafnarverkamannasambandsins, sem er í höndum sósíaldemókrata, gerir allt, sem hún getur, til að eyðileggja verkfallið. Hef- ir henni tekizt að manna nokkur skip með verk- fallsbrjótum, undir lögregluvernd. Skip þau, sem verkfallsbrjótar eru á, hafa verið stöðvuð á næstu höfnum. Islenzkir verkamenn verða að fylgjast vel með þessu verkfalli. Þeir geta mikið lært af hin- um ágæta alþjóðlegu samtökum, byltingasinn- aðra sjómanna og hafnarverkamanna, sem eiga nú í svona harðri baráttu, ekki einungis við at- vinnurekendur, heldur og við sósíaldemókrat- isku svikarana. Flutningaverkamannasambandið, sem Dags- brún og Sjómannafélagið er í, er stjórnað af sósíaldemókrötúm. Af því er lítils styrks að vænta. íslenzkir verkamenn á sjó og landi, verða að bindast samtökum við byltingasinn- aða sjómenn og hafnarverkamenn annara landa. Þeir verða að tengjast vináttuböndum við hið byltingasinnaða alþjóðasamband sjó- manna og hafnarverkamanna, sem á sæti í Hamborg og stjórnar þessu verkfalli. Því að- eins getur þeim orðið verulegur styrkur að hinum alþjóðlegu samtökum. Ekki borgaraleg góðgjörðastarfsemi — heldur samhjálp verkalýðsins. mtmmm iSS&m ^^ m Alþjóðasamhjálp verkalýðsins telur nú hálft þriðja hundrað manna í Reykjavík, en hefir auk þess sex deildir og nefndir út um land. I A. S. V. eru einnig þegar gengin sjö verk- lýðs- og jafnaðarmannafélög er telja 7—800 félaga. Hún hefir mætt miklum vinsældum hjá íslenzku verkafólki, menntamönnum og öðru alþýðufólki. I hvert skifti, er hún hefir snúið sér til íslenzkrar alþýðu hefir samhjálpar- starfsemi hennar notið velvildar og stuðnings langt út fyrir meðlimahópinn. Hvert blað, bæklingur eða merki A. S. V. hefir jafnan selst í upplagi, mörgum sinnum stærra en fé- lagafjöldinn er og mörg hundruð manns hafa sótt samkomur hennar í Reykjavík. A. S. V. er því nú þegar, rúmu ári eftir að íslandsdeildin var stofnuð, á góðum vegi með að verða samúðar- og samhjálpar-hreyfing alls fjölda íslenzkrar alþýðu, svo sem henni er ætlað að verða. En það nægir ekki. A. S. V. verður einnig að vaxa að félagatölu að sama skapi, ef hún á að geta leyst hlutverk sitt af hendi til fulls og framkvæmt það verk sem fyrir henni liggur. Islandsdeild A. S. V. hefir í tvö skifti með starfi sínu og fjársöfnunum stutt íslenzkan verkalýð í verkföllum, og í bæði skiftin átt sinn þátt í góðum úrslitum baráttunnar. Með söfnuninni handa sænsku vefnaðarverkfalls- mönnunum og nú í söfnuninni handa bág- stöddum kínverskum verkamönnum eftir flóð- in miklu í Kína, hefir A. S. V. án efa unnið gagnlegt starf, er miðar að því að auka sam- kend íslenzkrar- alþýðu með baráttu verka- lýðsins erlendis. Nú er hin ægilegasta kreppa sem gengið hefir yfir auðvaldsheiminn teygir hramm sinn til íslands, og samfara atvinnuleysi og neyð fer hin harðvítugasta árás auðvaldsstéttar- innar á kjör verkalýðsins á öllum sviðum, er nauðsynlegt að íslenzkur verkalýður skapi sér með A. S. V. hið öflugasta styrktarfélag, er getur sameinað alla þá úr verkamanna-, bænda-, listamanna-, menntamanna- og starfsmanna- stéttum, er hafa samúð með baráttu verka- lýðsins og vilja styðja hann gegn misrétti arðráns þjóðfélagsins, án tillits til þess í hvaða pólitískum flokki þeir standa eða éru utan flokka. A. S. V. deildir verður að stofna í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins og einnig í sveitum. Verkamenn og verka- konur verða að ganga inn í A. S. V. Allir frjálslyndir menntamenn og listamenn, sem sannfærðir eru um það, að öngþveitið, sem auðvaldsheimurinn er kominn í og allt það böl, er því fylgir, á rót sína að rekja til þessa þjóðfélagsskipulags og hverfur fyrst með því, eru sjálfsagðir stuðningsmenn og félagar í A. S. V. Það er hlutverk A. S. V. að skipuleggja og sameina alla þessa flokka manna til virkrar þátttöku í samhjálparstarf verkalýðsins og að verða þannig fær um að stuðla að sigri verka- verkalýðsstéttarinnar með því að létta undir með henni í hörðustu baráttunni, og á erfið- ustu neyðartímum. En ASV lætur sér ekki nægja aðeins að veita hjálp, heldur styður hún og styrkir alla viðleitni í þá átt að uppræta dýpstu orsakirnar að neyð fjöldans, og berst sjálf með öðrum samtökum verkalýðsins fyrir endurbótum á kjörum hans í þjóðfélaginu. Fyrir því ber ASV fram kröfur um bætt kjör allra heilsulausra og lamaðra verkamanna og verkakvenna, ekkna og gamalmenna, sveitar- þega og annara, sem jafnan verða harðast úti í arðránsþjóðfélaginu. ASV berst einnig fyrir mæðra og barnavernd, fyrir móðurréttindum verkakonnunnar og skyldu ríkis og atvinnu- fyrirtækja til að veita hinni vinnandi móður þann styrk og aðhlynningu, sem hún þarf til að geta haldið fullu fjárhagslegu sjálfstæði, og þurfi yfirleitt ekki að líðanauð fyrir að verða móðir. Ennfremur reynir A. S. V. að létta á heim- iium verkamanna, á tímum erfiðustu neyðar og í hörðum vinnudeilum með því að sjá fyrir börnum þeirra, anaaast þau eða koma þeim fyrir hjá góðu fólki. Flestar deildir A. S. V. erlendis hafa komið upp barnahælum og sum- ar dagheimilum fyrir verkamannabörn. íslenzkar verkakonur og verkamenn, og mennta- og listamenn, gangið í A. S. V. og styðjið hana til að leysa þessi hlutverk af hendi hér á landi og verða öflugt samhjálpar- félag hins íslenzka verkalýðs. Takið þátt í baráttunni gegn misrétti og þjökun, fyrir vernd mæðra og barna og bættum hag þeirra, sem bágasta aðstöðu hafa í þjóðfélag- inu. A. S. V. félagi. Fékk fyrir snúð sinn. Vilmundur Jónsson, læknir á ísafirði hefir verið gerður að lahdlækni Vilmundur gekk bezt fram í því að ónýta vín- bannssamþykkt verklýðsfélaganna á ísafirði. Jónas þekkir sína. („Verkamaðurinn").

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.