Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 3
Hvernig Síldareinkasalan fé- flettir sjómenn í skjóli krata Kröfur sjómanna. Stöðugt rignir yfir Síldareinkasöluna kröfum frá sjómönnum um greiðsiuna fyrir hlut þeirra í sumar, þnátt fyrir það að útgerðarmenn og kratar gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að draga úr þessum kröfum og gera þær mátt- lausar. Sjómannafélagið í Hafnarfirði, sam- þykkti á fundi sínum kröfu um frekari greiðslu út á síldina og á f undi sem haldinn var á Siglu- firði og bæði sjómenn og útgerðarmenn sóttu, var samþykkt samskonar krafa. Var þess kraf- izt að Síldaeinkasalan greiddi til viðbótar 3 krónur út á hverja tunnu og það látið fylgja, að ef ekki yrði orðið við þeirri kröfu, teldi fundurinn Síldareinkasöluna engan tilverurétt eiga. Á Hafnarfjarðarfundinum var ennfremur samþykkt samskonar krafa og Sjómannafélag Reykjavíkur hafði áður samþykkt, að tilhlutun kommúnista, um að síldarskemmdirnar yrðu ekki látnar lenda á sjómönnum. En það er auðséð, að Síldareinkasalan greiðir sjómönnum ekkert út og síldarskemmdirnar lenda á þeim, svo framarlega, sem ekkert verð- ur gert frekar til að knýja Síldareinkasöluna til að verða við kröfunum. 9 Kratarnir hafa varið kúgunarpólitík Síldar- einkasölunnar gegn um þykkt og þunnt og þeir gerðu allt, sem þeir megnuðu, til þess að kröf^ ur þær, sem kommúnistar báru fram, og sam- þykktar voru yrðu felldar. Og þegar búið var að samþykkja kröfurnar, gerðu þeir allt tii þess að þeim yrði ekki framfylgt. En það skulu kartarnir vita, að sjómennirnir, sem ganga at- vinnulausir og vantar allt, sem til lífsins þarf, gleyma því ekki svo fijótt, að þeir eiga inni hjá Einkasölunni næstum öll vinnulaunin sín frá í sumar. Og þar sem þeir eiga sér sterk samtök er von að þeim þyki það hart að verða að þræla heilt sumar dag og nótt, án þess að vinna fyrir mat sínum. Eina ráðið til að knýja Síldareinkasöluna til að láta undan, er að stöðva útskipun á síld, þar til gengið verður að kröfunum. Þess hafa sjó- menn krafizt, en kratabroddarnir hafa í þessu máli gengið algerlega í lið með Síldareinka- sölunni og atvinnurekendum. Vald sitt í Sjó- mannfélagi Reykjavíkur ætla kratarnir að nota til að hjálpa Síldareinkasölunni og hindra það að samtökunum sé beitt. Verklýðsblaðið hefir hvað eftir annað krafizt þess að fundur verði haldinn í Sj ómannafélag- inu til að ræða þessi mál og gefa sjómönnum kost á að grípa til sinna ráða. Þessa kröf u end- urtökum við einu sinni enn. Og við vitum að bak við þá kröfu standa allir þeir sjómenn, sem síldveiðar hafa stundað í sumar og rændir hafa verið vinnulaunum sínum. Takist Síldareinkasölunni að láta sjómenn ganga slyppa og snauða frá sildveiðinni í sum- ar', hvílir 611 ábyrgðin á krötunum, bæði þeim sambandsstjórnarmöðlimum (Erlingi og Guðm. Skarp.), sem gerzt hafa verkfæri auðvaldsins í stjórn Einkasölunnar og hinum, sem hrifsað hafa til sín stjórn verklýðssamtakanna. Blað atvinnulausra manna Nefnd atvinnulausra manna, sem kosin var jj á stóra atvinnuleysingjafundinum í sumar í | K.-R.-húsinu, sem Kommúnistaflokkurinn jj gekkst fyrir, hefir gefið út fjölritað' blað til ! að ræða kröfur atvinnulausra manna og bar- áttutilhögun. 1. númerið er komið út og eru í því greinir um ýms nauðsynjamál atvinnuleys- j ingjanna og baráttu þeirra. Tilætlun. nefndarinnar er að gefa þetta blað út við og við. Launalækkunartilrauninni hrundið á Akureyri Eins og „Verklýðsblaðið" hefir skýrt frá, ætlaði bæjarstjórn Akureyrar að lækka kaup- ið við vinnu þá, sem hún kallaði „atvinnu- bótavinnu" um 25 aura á klukkustund. Var málið rætt í verkamannafélaginu og voru verkamenn einhuga að hrinda þessari kaup- lækkunartilraun af sér með því að hefja verk- fall gegn bænum, ef reynt yrði að lát'a vinna fyrir neðan taxta. Kaupkúgunartilraun þessi er beint áfram- hald af kauplækkun þeirri, sem Erlingi Frið- jónssyni krataforingja lánaðist að koma fram í tunnugerðinni síðastliðinn vetur. Tókst hon- um að lækka þar kaupið um 25—40 aura á klukkustund. En nú eru verkamenn á Akur- eyri svo einhuga, að Erlingi tókst ekki að ljá atvinnurekendum nauðsynlega hjálp í þetta skifti. Á verkamannafélagsfundinum, sem málið var rætt, stóðu upp meðal annars þeir verka- menn, sem af fremsta megni hafa stutt Er- ling hingað til, og hvöttu ákaft til að beita verklýðssamtökunum til þess að hrinda af sér kauplækkunartilraununum. Erlingur var gjör- samlega einangraður, og sá sér þann kost vænstan, að láta undan síga og fylgjast með. Allir verkamennirnir, undantekningarlaust, stóðu einhuga um þær ráðstafanir sem kom- múnistar hafa bent á, sem nauðsynlegar: Að leggja niður vinnuna hjá bænum, þar til fullt taxtakaup yrði greitt. Vatnsveitulagningu, sem nauðsyn bar til að framkvæma nú strax á Akureyri ætlaði bæjar- stjórnin að telja til „atvinnubóta" og greiða þá vinnu 25 aurum lægra um tímann en sam- kvæmt Akureyrartaxta. Þegar átti að hefja verkið með þessum skilmálum, neituðu verka- menn að vinna það, nema fullt kaup væri greitt. Fór svo að bæjarstjórn lét í minni pok- ann og ékvað að láta vinnuna út í akkorði, en greiða taxtann í tímavinnu. Verkamannafé- lagið sætti sig við akkorðið, ef greitt ýrði kr. 2,50 fyrir hvern lengdarmetra vatnsveitunnar. Fór svo að bæjarstjórnin gekk að því. Verkamenn á Akureyri hafa hingað til orð- ið að berjast á báða bóga á Akureyri. Annars- vegar gegn atvinnurekendum sjálfum og hins- vegar gegn flugumönnum atvinnurekenda í verklýðshreyfingunni, svo sem Erlingi og hans nótum. Því meiri er sigurinn í þessu máli. Með samfylkingu sinni hefir þeim tekizt að gera flugumennina skaðlausa. Dirfist atvinnurekendur annarsstaðar á landinu að gera tilraun til að nota sér neyð verkalýðsins, til að lækka kaupið, munu verka- menn fara að dæmi félaganna á Akureyri. Borgarhneykslið Greinin í síðasta blaði um lögregluransóknina á Hótel Borg hefir nú brotið þagnaimúr borg- aralegu blaðanna um mál þetta. I hverju blaði eru greinir um „Borgarmálið" og eru nú hrafn- arnir í herbúðum heldri mannanna farnir að kroppa augun hver úr öðrum. Lögreglustjóri er kominn í mál við Morgunblaðið af þeirri ástæðu, að Morgunblaðið hélt því fram, að lögreglustjóri ætti að víkja úr dómarasæti, þar sem hann væri við málið riðinn, en lögreglustjóri svarar því til, að lögfræðingar bæjarins munu fæstir vera lausir við mál þetta, og að hann sé nú eigin- lega hreinn af allri sök, þar sem hann hafi hlaupið úr einni vínveizlunni um leið og óleyfileg vínsala hófst í það skiptið. Fram- kvæmdarsamur lagavörður það! Rannsókn hefir nú staðið yfir í málinu alla síðastliðna viku og var hóteleigandinn tekinn fyrir á föstudag. Ekki þykir þó vera nauðsyn á því að hafa hann í varðhaldi á meðan á rann- sókn stendur. Ýmislegt nýtt hefir frétzt um skýrslu þjón- anna, meðal annars um lýsingarnar á því hvern- ig Jóhannes reyndi að draga til sín aukatekjur af smyglunarsölunni með því að láta þjónana borga sér 50 aura aukaskatt af hverri flösku, sem seld var óleyfilega út úr húsi. En margt er þó ennþá ekki komið fyrir al- menningssjónir. Enn hefir t. d. ekki heyrst um uphæð skuldarinar, sem Jóhannes stendur í við Áfengisverzlun ríkisins og eins ganga ýmsar sögur um bæinn um „sektarsjóð" nokkurn. „Sektarsjóður" þessi mun þannig vera til kom- inn, að í samningum Jóhannesar við starfsfólk sitt, hafi hann skuldbundið það til að greiða sektir við óstundvísi og vanrækslu við starfið og átti sektarféð að fara í sjóð, sem síðan rynni til velgjörðarstofnana eins og t. d. Elliheimilis- ins.' Væri fróðlegt að heyra það, hversu mikið stofnanir þessar hafa auðgast á óstundvísi þjón- anna! Fleiri og fleiri menn dragast inn í mál þetta, sem keypt hafa vín á hótelinu eftir leyfilegan tíma og munu að því er frétzt hefir ýmsirfor- kólfar íhaldsins eins og t. d. Eggert Claessen hafa verið góðir viðskiptavinir sprúttsalans á Borg. X. Sparifjáreigendur af aíþýðustétt rændir sparifé. Krefjist uppbótar á sparifé alþýðu frá Váldhöfunum! Þrátt fyrir vesæl kjör og slæma afkomu, reyna verkamenn yfir höfuð að spara eitthvað saman af launum sínum, til að eiga þegar sjúkdóma, slys, elli og atvinnuleysi ber að höndum. Þar sem allar tryggingar, sem hið borgaralega þjóðfélag veitir þeim gegn þess- um vágestum, eru lítils sem einskis virði og sumar (svo sem atvinnuleysis- og sjúkratrygg- ing) alls ekki til, er þetta sparifé þeirra oft á tiðum eina framfærslan, þegar neyðina ber að höndum. Þetta sparifé, sem fengið er með fórnum, sjálfsafneitun og þrælavinnu verka- lýðsins, á ekkert skylt við það sparifé, sem braskarar og auðmenn eiga í bönkunum. Nú er með krónulækkuninni verið að ræna 20% af kaupgildi þessa sparifjár, þessarar einu tryggingar bláfátækrar alþýðu. Það er verið að fremja rán á varnarlausu fólki. Fyrir nokkru var höfðað mál á móti bæjar- fógeta einum fyrir að hafa stolið vöxtum af sparifé. Nú fremur ríkis- og bankavald það ódæðisverk, að ræna hvorki meira né minna en 20% af öllu því sparifé alþýðu, sem hún hefir falið þeim að varðveita. En nú kærir eng- inn dómsmálaráðherra. Nú er valdhöfum þess- um, jafnt í „Tímanum" sem öðrum auðvalds- blöðum sungið lof fyrir framferði sitt. En verkalýðurinn verður að líta á sjálfan sig sem sjálfsagðan forvörð og málsvara allra þeirra, sem ofbeldi og órétti eru beittir. Þess- vegna þarf verkalýðurinn nú að sameinast um þá kröfu: Að öllum sparif járeigendum af alþýðustétt, séu greidd 20% uppbót á innieignum sínum allt að 5000 krónum að minnsta kosti. Söfnun A. S. V. til hinna bágstöddu í Kína. Hér í Reykjavík hefir hingað til safnast kr. 110,00, til hinnar hungruðu alþýðu í Kína. Gengur þetta fé í hina alþjóðlegu söfnun A. S. V. til hjálpar kínverskri alþýðu.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.