Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 3
Félagi Ottó Þorláksson sextugur. P 4. þ. m. verður einn af fyrstu brautryðj- endum íslenzkrar verklýðshreyfingar, félagi Otto Þorláksson 60 ára. Árið 1894 stofnaði Otto Þorláksson ásamt Geir Sigurðssyni Sjómannafélag í Reykjavxk. Var það fyrsta vei'klýðsfélag landsins. Sjó- mannafélagið starfaði allt til ársins 1911. Nokkrum árum seinna var Sjómarinafélag Reykjavíkur stofnað. Á árunum 1894—1902 var síðan stofnað hvert sjómannafélagið af öðru fyrir forgöngu Ottos. Félög voru stofnuð á Eyrarbakka, Stokkseyri, Aki'anesi, Keflavík og Garðinum. Voru þau kölluð „Bárufélög“. Um aldamótin mynduðu svo þessi félög samband sín á milli og var félagi Otto forseti þess. Þegar Alþýðusambandið var stofnað 1916, var Otto fyrsti forseti þess. Félagi Otto hefir frá því fyrsta verið full- trúi stéttabaráttunnar innan verklýðssamtak- anna. Þegar línurnar fóru að skýrast, verklýðs- samtökin tóku að ganga brautir hinnar póli- tísku stéttabaráttu og hin boi’garalega „endur- bótastefna“ fór jafnframt að reka upp höfuð- ið, reyndist Ottó hugsjón sinni trúr, og skipaði sér jafn réttu megin, verkalýðsmegin, í fylk- ingar á hverjum tíma. Var hann jafnan einn af helztu mönnum róttækari armsins innan Alþýðuflokksins og þegar fyrsti kjarninn að kommúnistiskum samtökum myndaðist og „Jafnaðai'mannafélagið Sparta“ var stofnað í Reykjavík, var hann einn af stofnendunum. Á stofnþingi Kommúnistaflokksins síðastliðið ár, var hann aldursforseti. Og enn er hann meðal fremstu starfsmanna flokksins. Saga félaga Ottos í verklýðshreyfingunni hefir verið óvenjulega hrein. Óvenjuvel hefir hann fylgst með þróuninni. Verklýðshreyf- ingunni hefir hann verið tengdur órjúfandi böndum, og með henni hefir hann þróast, stig af stigi. Verklýðsblaðið árnar félaga Otto allra heilla á sextugsafmælinu og væntir þess að verklýðs- hreyfingin megi njóta. krafta hans enn um langt skeið. „KREPPAN“ heitir nýr bæklingur, sem Kommúnista- flokkui'inn hefir gefið út. Er bæklingurinn 16 síður og kostar 25 aura. — Allir verða að kaupa og lesa þennan bækling. KAUPFÉLAG ALÞÝÐU, kaupfélag verkalýðsins í Reykjavík, tekur á móti nýjum félögum og áskriftagjöldum á skrifstofu Dagsbrúnar í Hafnarstræti 18 kl. 4—7 næstu daga. Verklýðsblaðið vill hvetja alla verkamenn og verklýðssinna, sem eiga þess nokkurn úrkost að ganga í þetta félag. Sigur þess á að verða nýr sigur verkalýðsins í Reykjavík. Bændafundurinn á Hvammstanga Framsóknarhöfðingjarnir reyna að æsa upp Lappo-hreyfingu hjá bændum Síðastliðinn miðvikudag, 28. okt., var hald- inn opinber bændafundur á Hvammstanga að tilhlutun þeirra Hannesar þingmanns, Sigurð- ar Pálmasonar kaupmarms og fleiri Framsókn- ar- og íhaldsforkólfa. Var auðvitað, að fundur þessi var ætlaður til þess að æsa bændur upp gegn verkalýðnum á Hvammstanga út af vinnudeilunni við kaupfélagið. Umræðuefnið var kreppan. Fundinn sóttu gríðarmargir bændur. Hófst hann um miðjan dag og stóð til kvölds. Voi'u umræður miklar og margar tillögur fram born- ar. Voru flestar tillögur þeirra fasista-peð- anna samþykktar. Skal nú greina nokkuð inni- hald þeirx-a og gildi. Ein tillagan skorar á menn að spara við sig allar munaðarvörur, svo sem kaffi og sykur, sem frekast má verða. Er þar haldið áfram í anda Jónasar að alþýðan eigi að neita sér um allt, — nema að borga skuldir og vexti af þeim. Enn sem komið er tekst því „Framsókn“ að fá meirihluta bænda til að trúa á sparnaðar- i'áðið, en líklegt er að hér séu það fyrst og fremst kaupfélagsstj órinn og stóðbændurnir, vildarvinir hans, sem predika sparnaðinn fyrir þeim smærri, en njóti sjálfir „munaðai’ins“ í því ríkari mæli. Önnur tillaga kom um að skora á alla þá, er fara með fjármál landsins að lækka laun við opinbera vinnu að miklum mun. Var þá greini- legt að stórlaxarnir í bændastétt fylgdu til- lögunni fast fram, þvert ofan í hagsmuni smá- bænda og einyrkja, sem sjálfir eru mikið í vegavinnu. Enda sátu fjölmargir bændur hjá við atkvæðagreiðsluna, en tillagan var samt samþykkt. Þá var og lagt til að lýsa andstyggð sinni á félagsskap verkamanna. Brauzt þar út hat- ur þeirra Framsóknarforkólfanna, sem hafa orðið að láta undan síga fyrir samtökum verkalýðsins eftir að hafa kúgað hann um fjölda ára. En meðal bænda var hinsvegar mik- ill skilningur á máli þessu og töluðu ýmsir þeirra á móti tillögunni. Var hún samt marin 1 gegn af kaupfélagsstjóranum og fylgi hans. Kom þá fram tillaga um að krefjast þess að verzlanir seldu nauðsynjavöru ódýrari en verið hefði og minnkuðu álagningu sína. Virtist þetta full sanngix-niskrafa, eftir að samþykkt hafði verið að lækka laun verkalýðs og fátækra bænda við opinbera vinnu. Jafnframt var þetta í sam- ræmi við það sem samvinnuhreyfingin hefir talizt berjast fyrir. En samvinnuforkólfunum og kaupfélagsstjóranum fannst tilgangur sam- vinnunnar enganveginn vera þessi, — heldur hinn að lyfta nokkrum kúgurum á við Hannes á Hvammstanga upp á herðar bænda og verka- manna, svo þeir geti pínt þá með skuldaklafa og launalækkun til að þræla eins og þessum herrum og herrum þeirra í Lundúnum þókn- ast. Hannes bar þá fram rökstudda dagskrá um að vísa tillögunni frá. Voru þeir einokunar- kaupmennirnir, Hannes og Sigurður, auðvitað hjartanlega sammála að vöruverð til bænda og verkamaima mætti ekki lækka. Var hin rök- studda dagskrá Hannesar samþykkt — og til- lagan um að lækka dýrtíðina þar með felld! Var það eftirminnileg afhjúpun á blekkingum Framsóknar um að lækka dýrtíðina og sýnir hverskonar lið það er, sem Framsókn og íhald- ið hafa ráðið yfir á fundinum, — þegar það ekki einu sinni hikar við að afhjúpa sig svona fjandsamlegt allri alþýðu, jafnt til sjávar og sveita. Af hálfu vei’kanianna töluðu á fundinunx Magnús Þoi'leifssson, Björn Sigvaldason og fleiri. Tókst þeim ágætlega og einkum þó Magnúsi. Flettu þeir ofan af sparnaðarblekk- ingum auðvaldsins og sambandi kreppunnar við auðvaldsskipulagið,en sönnuðu hinsvegar hvern- ig kreppunni væri útrýmt með sósíalismanum, eins og nú sannast í Rússlandi. Varð mörgum bændum ljóst af ræðum þeirra, að hið eina, sem forðað getur þeim frá tox'týmingu, er sam- vinna verkalýðs og bænda um að yfirvinna auðvaldið og koma sósíalismanum á. Telja kunnugir að frekar hafa þeir Lappo-dýrkend- urnir spillt fyrir sér á fundinum, en hinsvegar afhjúpað sig sem beina erindreka verzlunar-, atvinnurekenda- og bankaauðmagns og and- stæða fátækum bændum í hvívetna. Heill og hamingja allrar íslenzkrar alþýðu er undir því komin, að flugumönnum auðvalds- ins takist nú ekki að kljúfa alþýðuna í tvennt, lieldur að vei'kalýður og fátækir bændur sam- einast undir forustu Kommúnistaflokks Islands til baráttu gegn auðvaldinu og hörmungum þess. Kommúnistaflokkurinn eflist. 18 nýir verkamenn ganga í flokkinn I Vest- mannaeyjum. Flokkurinn í Vestmannaeyjum hefir verið of fámennur til þessa, bæði miðað við þau miklu áhi'if, sem hann hefir í Eyjunum, og eins mið- að við það geysilega hlutverk, sem hans bíður ]?ar í kreppunni og launadeilunum í vetur. Að tilhlutun fræðslu- og' útbreiðslunefndar flokksins var haldinn fundur þar í síðustu viku til að útbreiða kenningar flokksins og ræða við verkalýðinn um kreppuna. Á fundunum mætti Einar Olgeirsson og hafði þar framsögu. Voru nú haldnir fundir ‘þrjá daga í röð og síðasta daginn teknir inn 18 nýir félagar í Kommún- istaflokkinn, 3 í F. U. K, allmargir í Verka- mannafélagið, og fjölmargir gerðust áskrif- endur að Vei'klýsblaðinu, Rétti og Rauða fán- anum. Smáútvegsmenn töluðu einnig á fundum þessum og var auðheyrt, að áhugi þeirra er rnjög að vakna fyrir kommúnismanum og sam- tökum á móti banka- og hringavaldinu, nú þeg- ar að herðir, eins og þegar er orðið í Vest- mannaeyjum, því þar er fjöldi smáútvegs- manna þegar kominn á vonarvöl. Stórkostleg launahækkun í Sovét'Rússlandi. Nýlega hafa laun verkamanna í málmiðnaði og námuiðnaði Ráðstjórnarríkjanna hækkað um 30—100%. Til dæmis verða laun þeirra verkamanna, sem áður unnu sér inn 6V2—7^2 rúblur á dag, 13 rúblur nú eftir nýja launa- kerfinu. (13 rúblur munu samsvara tæplega 40 íslenzkum krónum). í efnaiðnaðinum og fleiri iðnaðargreinum, hafa launin einnig hækkað um allt að 100%. 1 öllum auðvaldslöndum lækka launin að sama skapi, sem þau hækka í landi verkalýðs- ins. I launalækkunarárásunum standa sósíal- demókratar fremstir í flokki. Hér á landi lækka launin um ca. 30% vegna gengislækkun- ar og innflutningshafta. Kratarnir viðurkenna þessar ráðstafanir með því að berja sér á brjóst og segja: Við getum eklvert gert! SKRÁNING ATVINNULAUSRA MANNA í Reykjavík hófst í gær og heldur áfram í dag (þriðjudag). Allir atvinnulausir verkamenn verða að fara til skráningar, sem fer fram í Góðtemplarahúsinu í Vonarstæti.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.