Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Qupperneq 1
VERKLYÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Með hverju árinu, sem liðið hefir, hafa hags- munaandstæður auðmannastétta í hinum ýmsu löndum verið að skerpast. Verzlunarstyrjöldin með öllum hennar varnar- og sóknaraðferðum (innflutningshöftum og innflutningsbönnum, tollum og verndarráðstöfunum) hefir sífellt harðnað og þó einkum um allan helming síðan heimskreppan skall á. Auðvald stórveldanna beitir þá miskunnarlaust þeim aðferðunum að velta krepunni yfir á alþýðuna innanlands og smáþjóðirnar erlendis. Á undanförnum árum hafa Spánverjar lagt sinn háa toll á fisk- inn, Finnar bannað innflutning síldar með verndartollum og Danir útilokað síldarsölu þar með verndarráðstöfunum. Út yfir tekur þó með ráðstöfunum auðvalds- ins erlendis í ár. ítalska auðvaldið leggur 15% toll á saltfiskinn og rænir þar með íslenzku framieiðendurna 15% af verðinu, sem verður beinn ránsfengur fasistastjórnar Mussolinis. Þýzka auðvaldið bannar að greiða andvirði ís- fiskjarins nema tekið sé út á það í rándýrum, þýzkum vörum. Og nú er hámarkinu náð: Enska auðvaldið ákveður að veita engum ís- fisk móttöku eftir 1. des., fyrr en ríkisstjórnin hafi komið á „fullri vernd“ fyrir þess eigin út- gerð. Með öðrum orðum, auðvaldið ákveður að hindra sjálft sölu ísfiskjar, uns ríkisstjórnin leggi samþykki sitt á að gera það með lögum. Þar með er fullt útlit fyrir að ísfiskútgerð Is- lendinga verði stöðvuð og togararnir verði að halda heim. Er hér að ræða um eina af þeim Hlutaskiíti sjómanna oé samfylking borgara- fiokkanna Undanfarnar vikur hafa „Tíminn“ og „Morg- unblaðið“ flutt hverja greinina á fætur ann- ari um ágæti hlutaskiftafyrirkomulagsins og nauðsyn þess að verkalýðurinn hafi sem mesta hlutdeild í framleiðslunni nú á krepputímun- um. Innan verklýðssamtakanna hafa kratar í þessu máli sem öðrum rekið erindi auðvaldsins og barizt fyrir hlutaskiftunum. Ýmsir sjó- menn héldu allt fram að þessu, að hlutaskift- in væru réttlát og hagkvæm fyrir þá, þar sem þeir í góðærunum stundum hafa borið meir úr býtum með því fyrirkomulagi heldur en fastakaupi. En þegar Alþbl. nú birtir hverja greinina á fætur annari og tekur undir með borgarablöð- unum, jafnframt sem það ræðst á kommúnista sem „sprengingarmenn“, fyrir það að þeir séu á móti allri hlutdeild verkalýðsins í áhættu framleiðslunnar und.ir auðvaldsþjóðskipulagi, afhjúpar það sig algjörlega sem máltól at- vinnurekanda. — Nú þegar sjómannastéttin íslenzka hefir Reykjavík 17. nóvember 1931 ráðstöfunum, sem „þjóðstjórn“ brezka auð- valdsins gerir í krafti kosningasigurs síns. Þetta er einn liður í herferð þeirri, sem hinn sigrandi fasismi í Englandi er að hefja á hendur öllum öðrum þjóðum. Nú getur „Morgunblaðið'* glaðst í hjarta sínu yfir sigrinum í Bretlandi. Hinn margumtalaði „verndari smáþj óðanna“, brezka auðvaldið, kemur nú fram í sinni sönnu mynd — í hungurherferð sinni á hendur íslenzkri al- þýðu. Hernaðarráðstafanir auðvaldsins í alheims- verzlunarstríði þess eru að komast í algleyming og skella nú miskunnarlaust á smáþjóðunum, íslendingum ekki sízt. Á kostnað alþýðunnar, bæði á íslandi og annarsstaðar, ætlar brezka auðvaldið að reyna að halda við völdum sínum. Með yfirgangi við lítilmagnana á nú að velta at- vinnuleysinu og örbirgðinni yfir á þá, svo brezka auðvaldið geti haldið áfram að græða. Af þessu má sjá að fullt öryggi um afkomu sína fær íslenzk alþýða aldrei meðan yfirgangur auðvaldsins, meðan imperialisminn, ríkir í heim- inum. Aðeins í frjálsu samfélagi samstarfandi þjóða, eins og nú er risið upp í ráðstjórnarríkj- unum, geta smáþjóðir sem íslendingar notið sín. Þar búa 60 þjóðir saman að sínu, ekki aðskildar með tollmúrum, né sundraðar í verzlunarstríð- um, heldur skapandi volduga framleiðslu. En hér er verið að drepa niður alla framleiðslu undir „verndarvæng“ og fyrir forgöngu brezka auðvaldsins. fengið reynsluna af hlutaskiítunum á síld- veiðunum í sumar, verður hún að taka af- stöðu og það nú þegar: Með eða á móti hlutáskiftum. HÓTEL BORG. Nú er loks lokið rannsókn á Hótel Borg og íéll dómur undirréttar þannig að Jóhannes var dæmdur í 5000 króna fésekt og kona hans í 1500 króna sekt. Ennfremur voru þau svift veitingaleyfi um 6 mánaða skeið. Er dómurinn vægur og eru menn almennt þeirrar skoðunar, að Jóhannes hafi grætt drjúgan skilding á lögbrotinu á sama hátt og nafni hans bæjarfó- getinn síðast. Svifting veitingaleyfísins er auðvitað skrípa- leikur einn og hefir Jóhannes nú þegar feng- ið lepp til þess að reka hótelið þessa 6 mán- BRÆÐINGSSTJÓRNIN brezka MYNDUÐ Þann 6. nóv. var lokið við stjórnarmyndunina í Bretlandi. í nýju stjórninni eiga 20 ráðherr- ar sæti. Eru 11 úr íhaldsflokknum, 2 frá frjáls- lynda flokknum (Simon), 3 frá frjálslynda flokknum (Samuel), en frá verkamannaflokkn- um 4 kratar. — Samkvæmt þessari samsetn- ingu stjórnarinnar er verndartollspólitíkin í miklum meirihluta. 51. tbl. Hvað verður um Síldareinkasöluna? Sósíaldemókratar ná meirihlutanum í Einkasölunni. Hvað gera þeir nú? Þau tíðindi hafa gerzt nú við kosningar í fulltrúaráð Síldareinkasölunnar, að auk þeirra 7 manna, sem Alþýðusambandsstjórnin hefir skipað, hafa krataforingjarnir náð tveim af þeim, sem útgerðarmenn kjósa. Þeir hafa nú 9 atkvæði af 14 í fulltrúaráðinu og geta þar með náð 3 í útflutningsnefnd, en útgerðarmenn fá aðeins 1 og ríkisstjórnin skipar 1. Þar með hafa krataforingjarnir fengið meiri- hlutann í útflutningsnefnd, náð algerlega völd- unum yfir Síldareinltasölunni. Menn þessir, sem krataforingj arnir hafa valið, eru mest forstjór- ar og skipstjórar, en varla nokkur vinnandi sjó- maður. Það er því alls ekki um það að ræða, að verkalýðurinn á sjó eða landi hafi fengið nein völd, heldur aðeins „foringjarnir“, núverandi valdhafar verklýðshreyfingarinnar. En það eru \ erklýðssamtökin, sem lyft hafa þessum mönn- uni upp og krefjast þess nú að völdin verði not-' uð þeim til hags. Nú er eidraunin komin. Nú geta foringjarnir sýnt til hvers þeir hafa seilst til valda. Eitt aðalframleiðslusvið Islands, síld- arframleiðslan, er þeim undirgefin. Nú hafa þeir fengið völdin, sem þá hefir dreymt um, á frið- samlegan, þingræðislegan hátt. Hvað gera þeir nú? Verkalýðurinn krefst af þeim eftirfarandi að- gerða, að minnsta kosti: 1) Útborgun á minnst 2 kr. á tunnu í viðbót til sjómanna, sem svarar síldartollunum. 2) Framleiðslu á öllum síldartunnunum inn- anlands og full taxtaborgun til verkalýðsins við þá vinnu. 3) Fullan kraft á framleiðslunni næsta ár og hæstu taxtagreiðslu til verkalýðsins við síldar- vinnuna. 4) Lágmarkslaun handa hverjum sjómanni á síld, er tryggi honum sæmilega afkomu (minnst 640 kr. yfir sumarið). 5) Byggingu góðra verkamannabústaða við síldarvinnuna í stað hinna heilsuspillandi „brakka“. 6) Útborgun vinnulauna til sjómanna og verkalýðs í landi sitji fyrir öllum öðrum greiðslum. Allar þessar kröfur hefir verkalýðurinn gert fyrr til Síldareinkasölunnar og honum mun finn- ast sjálfsagt nú að þær verði framkvæmdar og fleirum bætt við. Því nú verður meirihluti út- flutningsnefndar skipaður af krataforingjum og allir framkvæmdarstjórarnir kosnir af þeim, svo ekki ætti að verða illa stjórnað. Hvað gera nú krataforingjarnir, þegar þeir ekki lengur komast hjá því að sýna sig í reynd- inni með verkalýðnum eða móti og geta ekki lengur borið valdaleysi sínu við? Spá vor er sú, að þeir muni flýja af hólmi. Þeir munu hafa til þess þá aðferð að láta ein- hvern þeirra fulltrúa svíkja við kosningu út- flutningsnefndar, svo þeir ekki fái meirihluta. Þori þeir þetta ekki, þá munu þeir bak við tjöldin fá lögunum breytt á næsta Alþingi til að losna við ábyrgðina. Auðvaldsflokkunum er Frh. á 4. síðu. Imperialisminn að drepa framleiðslu Ísíendinga Breska auðvaldið bannar ísfiskssöluna, þýska auðvaldið neiiar að gre'iða ísfiskinn nema i vörum og iíalska auðvaldið leggur háan ioll á salifiskinn

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.