Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 2
„Ef að þér afkastið helmingi meir en fé- lagar yðar við vinnu í Englandi, þá hefðuð þér ábyggilega ekki verið í heiðri hafður. Maður hefði kallað yður óþokka og þér gsétuð jafn- vel orðið fyrir þeirri hættu að múrsteini yrði kastað í hausinn á yður í einhverju skugga- strætinu. Ef þér ætlið að halda svona áfram, þá ráðlegg ég yður að verða kyr í Rússlandi!!“ Hvað átti Shaw við? Hann átti við það, að vegna þess að framleiðslan er takmörkuð í auðvaldsþj óðskipulaginu, hljóti aukið vinnu- afkast hvers einstaks verkamanns að þýða auk- iö atvinnuleysi fyrir alþýðuna sem heild. Árin eftir stríðið hefir borgarastéttin arð- rænt verkalýðinn meir en nokkru sinni fyr með gjörnýtingunni í framleiðslunni. Það hef- ii því ekki verið nein tilviljun, að hún hefir einmitt á þessum árum lagt svo mikla áherzlu á að innleiða ákvæðisvinnuna. Á árunum 1919—25 jókst framleiðslumagn í Bandaríkjunum um 20% jafnframt því sem verkalýðnum sem að þessari framleiðslu vann lækkaði um 7%. I iðnaðinum voru þessi hlut- föll framleiðslumagns og verkamannafjölda þannig: 1924 1925 1926 1927 1928 Framleiðsla 95 104 108 106 111 V erkamenn 95 95 96 92 89,8 Nú eru 45 miljónir vinnufærra manna at- vinnulausar í heiminum. Á íslandi skiptir þeim orðið þúsundum. Jafnframt ver Ól. Friðriksson það launafyrirkomulag, sem eykur atvinnu- leysið geysilega og þjakar verkalýðinn meira við vinnuna. Þrátt fyrir það, að tekjur verka- mannsins geti orðið meiri — sem er þó ekki alltaf — við ákvæðisvinnuna, fyrir það, að hann leggur meira á sig, — slítur sér fljótar út, — verður heildarafkoma stéttarinnar minni. Þetta er ríkjandi stéttinni ljóst. Þessvegna berst hún fyrir því, að innleiða ákvæðisvinnufyrirkomu- lagið. Auk þess sem ákvæðisvinnan eykur atvinnu- leysið, eyðir hún vinnukrafti verkamannsins á skemmri tíma. Með ákvæðisvinnunni eykst vinnuhraðinn, hinu líkamlega vinnuþreki verkamannsins er slitið fljótt, og loks er hon- um kastað á gaddinn og nýr maður tekinn í hans stað úr hinum stóra hóp atvinnuleysingj- anna. Ákvæðisvinnan er því til bölvunar fyrir verkalýðinn í hagsmunabaráttu hans, hún þýð- ir meira arðrán stéttarinnar og aukna vinnu- þjökun. Verkalýðurinn verður því að berjast á móti ákvæðisvinnu. Akvæðisvinnan I verklýðsríkinu. Hvaða þýðingu helir ákvæðisvinnan fyrir verkalýðinn í verklýðsríkmu rússneska? í fyrsta lagi á enginn verkamaður í Rússlandi það á hættu að verða atvinnulaus. Atvinnu- leysi er þar óþekkt hugtak. I öðru lagi er rétt að taka það fram, sem sprellukarlinn Ólafur I Friðriksson virðist ekki vita, að verkalýður- inn í Rússlandi á sjálfur verðmæti vinnu sinnar — allt það sem hann skapar rennur til hans sjálfs og því meir sem nann fram- leiðir því meira eykst velferð hans á allan ! hátt. Það má kannske segja sem svo, að vinnu- þjökun hljóti að aukast þar. með ákvæðisvinn- unni á sama hátt og í auðvaldsríkjum. En því er til að svara að verkalýðurinn rússneski hef- ir jafnframt skapað sér betri aðbúð við vinn- una, stytt vinnutímann og hækkað laun sín og síðast en ekki sízt þarf hann á eldri árum sínum ekki að eiga það á hættu að verða fluttur sveitarflutningi og missa mannréttindi sín. Enn þá einn munur er á ákvæðisvinnunni í Rússlandi og auðvaldsríkjunum. Ákvæðis- vinnulaunin fara stighækkandi eftir afkasti verkamannsins. Verkefnið, sem tekið er í á- kvæðisvinnu er skift í þrjá þriðjunga og fara launin stighækkandi eftir því hvaða marki verkamaðurinn nær. Náist mark annars þriðj- ungsins, eru ákvæðisvinnulaunin 20% hærri en fyrir þann fyrsta, náist þriðji þriðjungur eru launin 50% hærri en fyrir annan, en fari af- kastið fram úr því, hækka launin hlutfallslega um 100% fyrir hvert prócent í auknu af- kasti. r Akvæðisvinnan f Alþýðublaðinu á laugardaginn birtist enn ein grein eftir Ólaf Friðriksson um ákvæðis- vinnuna, stráksleg og kjánaleg að vanda. Við skulum hér ekki eyða rúmi til þess að svara hinu ólafsfriðrikssonarlega þvaðri um skoðanarnun meðal kommúnista um afstöðuna til ákvæðisvinnunnar. Við getum rólega slegið því föstu, að bæði Stalin og Brynjólfur eru með ákvæðisvinnu í verklýðsríkinu rússneska, en á móti ákvæðisvinnu í auðvaldsríkjum. Ólafur Friðriksson þóttist einu sinni sjá tölu- verðan mun á skipulagi sósíalismans og auð- valdsins, en líklegast hafa síðustu bitarnir, sem kastað var til hans af bitlingaborði yfirstéttar- innar, — síðustu nefndarlaunin, einnig kostað honum þá skoðun. Allir borgaraflokkar, íhaldsmenn, framsókn- armenn og kratar — allir eru þeir á einu máli um það, að ákvæðisvinnan sé réttmæt launa- aðferð í arðránsskipulagi auðvaldsins. Gegn þeim berjast kommúnistar fyrir afnámi ákvæð- isvinnunnar. Afstaðan til ákvæðisvinnunnar er alvarlegt mál fyrir verkalýðinn í hagsmunabaráttu hans. Hvað er þá ákvæðisvinnan í auðvaldsþjóð- skipulagi og hvað er ákvæðisvinnan í sósíalist- isku skipulagi? Ákvæðisvinnan í auðvaldsríkjum. Yfirstéttin reynir að fá sem mest framleiðslu- magn og þarmeð gróða úr vinnu verkamannsins. Með ýmsum nýtízku vinnuaðferðum, fljótvirk- ari vélaútbúnaði og ákvæðisvinnu hefir hún hækkað framleiðslumagn hvers einstaks verka- manns. Sökum hinna innri mótsetninga auð- valdsþjóðskipulagsins, sem takmarkar fram- leiðslu þess á krepputímum, hefir þessi gjör- nýting vinnuaflsins haft þær afleiðingar, að stór hluti verkalýðsins hefir orðið atvinnulaus. Ákvæðisvinnan hefir því í fyrsta lagi þær af- leiðingar að atvinnuleysið eykst. Enski rithöfundurinn Bernard Shaw, sem nýlega ferðaðist til Rússlands, sagði við ung- an verkamann þar, sem hafði skarað fram úr í dugnaði í verksmiðjunni þar sem hann vann: Ályktun ráðstefnu K. F. I. um stjórnmálin og kröfur alþýðu Afleiðingar heimskreppunnar hafa orðið mjög áþreifanlegar á fslandi 1931. Útflutning- ur hefir lækkað að krónutali um 25%, þrátt fyrir það, þó hann hafi aukizt að magni. Flest- ar útflutningsafurðir hafa aukizt að magni, en fallið í verði um 25% og allt upp í 75%. Al- mennt hrun grípur um sig hjá bændum og smáútvegsmönnum. Hlutamenn af skipum koma slippir og snauðir af síldarvertíð. At- vinnuleysi meðal byggingarverkamanna hefir verið alemnnt, einnig mikið hjá daglauna- mönnum og grípur nú um sig hjá fagverka- mönnum, járnsmiðum, prenturum og verzlun- armönnum. Almenn neyð færist í vöxt. f ríkisbúskap auðvaldsins er hrun yfirvof- andi. Skellur það harðast á verkalýðnum með niðurskurði launa, fækkun starfsmanna, sparn- aði á styrkjum og stöðvun opinberra fram- kvæmda, ennfremur með hækkun tolla og skatta á lífsnauðsynjum. Bankamir eru búnir að eyða öllu, sem þeir hafa átt inni og skulda nú 8—9 miljónir króna erlendis, sem gerir þá miklu háðari brezka auðvaldinu en fyrr. Ríkistekjurnar minnka stórkostlega. Nýtt gengishrun virðist yfirvofandi og gripið er til eindæma réttindaskerðingar og jafn- vel að nokkru leyti gagnvart burgeisastéttinni sjálfri, svo sem innflutningshaftanna — til að verjast því. En allt lendir þetta þó á alþýðu að lokum. í vændum virðist vera geysileg framleiðslu- stöðvun hjá öllum aðalatvinnurekendum lands- ins. Samfara því harðvítugar tilraunir til launalækkunar. Er viðbúið að framleiðslan á næsta ári minnki stórkostlega, sumir fulltrúar hins opinbera spá jafnvel 40%. Hinsvegar gæt- ir um þetta mál andstæðra hagsmuna hjá auð- mannastéttinni sjálfri, þar sem fiskhringarnir h.afa hagsmuni af að velta miklu af ódýrum fiski á markaðinn til að leggja hann undir sig og herða samkeppnina við útflytjendur annara landa (Noregs, Newfoundland, Færeyja). Ilafa smáútvegsmenn að nokkru leyti sameigin- lega hagsmuni með fiskhringunum í þessu efni, þar sem þeir verða gjaldþrota ef fram- leiðsla þeirra stöðvast verulega. En að öðru leyti eru hinar skörpustu hagsmunaandstæður milli fiskhringanna og smáútvegsmanna, því einokun Kveldúlfs og Alliance, sem hafa nú um 70% af fiskútflutningnum í sínum höndum, hefir skapað þeim miljónagróða á meðan smá- útvegsmenn, sem hafa verið ofurseldir þeim, hafa stórtapað á úreltri smáútgerð sinni, arð- rændir af öllum söluhringunum, er selja þeim afurðirnar til útgerðar. í gengismálinu eru hinsvegar skarpar hags- munaandstæður milli fiskhringanna annars- vegar, sem vilja fella krónuna, hafa til þess mikla möguleika, sökum útlenda gjaldeyrisins, sem þeir fá fyrir fiskinn, og hafa reynt það með auðflótta til útlanda á undanförnum ár- um, — og bankanna hinsvegar, sem hafa kaup- menn með sér, er vilja halda krónunni, sökum erlendu skuldanna. Auðflóttinn kemur m. a. í Ijós í því, að þrátt fyrir hagstæðan verzlunar- jöfnuð undanfarin ár, hefir hagur bankanna gagnvart erlendum viðskiptamönnum versnað um 20 miljónir króna síðan 1928, og hlýtur það meðal annars að stafa af því, að íslenzkir og erlendir auðhringar eigi fjárfúlgu, sem er arður af framleiðslunni, geymda í erlendum bönkum og annarsstaðar. Hvor hluti auðvaldsins, sem ofan á verður, hver aðferðin, sem ræður, gengishrunið eða framleiðslustöðvunin, þá verður það jafn illt fyrir verkalýðinn. Með gengisfallinu er hann sviftur launum sínum að miklu leyti, kaupgeta hans minnkuð stórkostlega. Með framleiðslu- stöðvuninni er hinsvegar afleiðingum krepp- unnar velt yfir á herðar hans með atvinnu- leysinu og síðan með beinni og opinskárri kauplækkun. Hvernig svo sem auðvaldið fer að, reynir það að auka neyð verkalýðsins með áframhaldandi drottnun sinn. Auk þess er liugsanlegt að auðvaldið íslenzka alls ekki ráði neitt við kreppuna og að saman fari fram- leiðslustöðvun og óviðráðanlegt gengishrun. Afleiðingar þess verða ennþá harðvítugri árás- ir á lífskjör verkalýðsins og millistéttarinnar undir beinni og óbeinni forustu brezku lána- drottna íslenzka ríkisvaldsins. Neyðin kemur til með að aukast geysilega samfara hugsanlegu ríkisgjaldþroti og fyrirsjáanlegu gjaldþroti sumra bæja og sveita, svo flest sund verði lokuð atvinnuleysingjum og að hreinasta neyðarástand komizt á. Horfurnar t. d. á Norð- urlandi eru ógurlegar, á ísafirði. Vestmanna- eyjum og Austurlandi einnig afarslæmar. Pólitískar afleiðingar kreppunnar eru þegar að nokkru leyti farnar að koma í ljós hjá að- alflokkunum, en hafa enganveginn tekið á sig ákveðnar myndir hjá fjöldanum, heldur skap- að þar glundroða. Á flokkana hefir kreppan haft þau áhrif, að fhaldsflokkurinn hefir tekið upp þá tví- skiftingu, að styðja með gætni alla stjórn Framsóknar á þingi og í ábyrgðarmiklum á- kvörðunum, en láta blöð sín halda uppi — oft

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.