Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 4
Renkjavíkyrdeilti Kommíiistaflokksins heldur fund í Kaupþingssalnum fimmtudaginn 19. nóvember kl. 8V2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 4. „Ágreiningurinn milli Brynjólfs og Stalins“. 2. Skýrt frá flokksráðstefnunni. 5. Starfsreglur. 3. Umræður (um pólitísku ályktunina). 6. Kaupfélagsmálið. Félagar verða allir að mæta og sýna skírteini við innganginn. Þeir félagar, sem enn ekki hafa sótt skírteini sín geta fengið þau á fundinum. Á lítsölunm seljum við meðal annars: Öll karlmannsföt með 20 og 40% afslætti. Talsvert af Vetrar- frökkum, Millifatapeysum, Manchettskyrtum, V etrarliúfum og Höttum, allt með 20% afslætti. Notið nú tækifærið. STJÓRNIN. Marteínn Einarsson & Co. Nýkomid: Hangikjöt af sauðum, 80 aura x/2 kg. Reyktur silungur. Kæfa. afbragðsgóð. Drifandi Laugaveg 63. Sími 2393 Frh. af 1. síðu. heldur engin þægð í því að krataforingjarnir afhjúpi sig svo opinberlega frammi fyrir al- þýðu, að ekki sé hægt að nota þá lengur, — og þessvegna myndu þeir hjálpa þeim í þessu máli. Kröfur alþýðu hljóta hinsvegar að vera þær að krataforingjarnir haldi þessum völdum og noti þau miskunnarlaust móti auðmannastétt- inni, en verkalýðnum til gagns. Verkalýður íslands! Haf gætur á, hvað vald- hafamir í hreyfingu þinni aðhafast í þessu máli og fylgdu kröfum þínum fast fram! Ekki eins eyris launalækkun. Kaupið verður að hækka að sama skapi • og dýrtíðin vex. Afnám hlutaskiptanna. Greiðsla vangoldinna vinnulauna sitji fyrir öllum öðrum greiðslum. Fyrir hönd atvinnuleysingja: Atvinnubætur í þágu verkalýðsins í stórum stíl. Nákvæmlega áætlaðar og rökstuddar á hverjum stað. Atvinnuleysisstyrkur, er nemi minnst 5 krónum á dag og 1 króna með hverjum fram- færsluómaga. Stöðug barátta fyrir bráða- birgða-atvinnuleysisstyrk, eins háum og kraft- ar verkalýðsins megna að knýja fram á hverj- um stað. Stöðug barátta fyrir ýmsum smærri kröfum atvinnuleysingja, svo sem skattfrelsi, ókeypis nauðsynjar þær, sem hið opinbera verzlar með o. s. frv. Ókeypis úthlutun matvæla á kostnað stór- atvinnurekenda og bankanna. Fyrir hönd smáútvegsmanna og fátækra bænda: Uppgjöf skulda, sem fátækir bændur geta ekki risið undir. Ódýr reksturslán. Afnám hafnargjalda fyrir smáútveginn. Hindrun á nauðungaruppboðum. Fyrir hönd allrar alþýðu: Lúxusíbúðaskattur og bygging verkamanna- bústaða, sem hinar fátækustu geta notið góðs af og fengið ódýrar íbúðir í án þess að þurfa að leggja fram fjárupphæðir. Algert skattfrelsi allra lágtekjumanna og afnám allra tolla á neyzluvörum almennings. Afnám innflutningshaftanna. Gengisuppbót handa fátækum sparifjáreig- endum. Sxujör, mjólkurostar, 20—30% feitir, smáir og stórir, mysuostar í 1 kg. stykkjum, einnig skyr frá Mjólkurbúi Ölvesinga, fæst í heild- og smásölu í verzlun Símonar Jónssonar Laugavegi 33. Sími 221. Hefurðu lesið síðasta bækling Kommúnista- flokksins? »Kreppan« 16 síður — 25 aura. Fæst hjá öllum útsölumönnum Verklýðs- blaðsins. lliMllll'IHIIl II.IW tll»' I' " I II 'I ..Illlll VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta. Hér eru aðeins taldar þær kröfur, sem krefj- ast bráðastrar úrlausnar og flokkurinn þarf að leggja alla áherzlu á að safna alþýðunni um. Fylgi það, sem safnast utan um þessar kröf- ur, þarf síðan að taka á sig skipulagslegt form jafnharðan til þess að leiða baráttuna til sig- ursælla lykta. Til þess að hrinda kröfum verkalýðsins í framkvæmd, þarf að stofna baráttulið á sem breiðustum grundvelli. Til þess að hrinda kröfum atvinnuleysingj- anna í framkvæmd, þarf að mynda atvinnu- leysingjanefndir á sem breiðustum grundvelli. Til ]?ess að hrinda kröfum smáútvegsmanna og bænda í framkvæmd, þarf að mynda bar- áttunefndir á sem breiðustum grundvelli stétta- baráttunnar. Öll þessi samtök þurfa að skapast í sjálfri baráttunni, sem afleiðing hennar. 1 baráttunni verður nauðsyn samtakanna að verða lýðum ljós. Jafnframt verður flokkurinn að snúa sér að því af alefli, að festa dýpri rætur á vinnu- stöðvunum. Sellunum verður að fjölga og um- fram allt gera þær starfshæfar og flytja starf þeirra út á vinnustöðvarnar. Ennfremur verður að leggja áherzlu á að afla flokknum meðlima meðal bænda og smáútvegsmanna og ala upp kommúnistiska foringja meðal þessara stétta. Flokkurinn má aldrei gleyma því að gefa dægurkröfunum pólitískt innihald. Dægurkröf- urnar þurfa að vaxa í baráttunni, verða að byltingarsinnuðum kröfum gegn ríkisvaldinu og drottnandi skipulagi. Dægurkröfurnar og baráttan fyrir þeim þarf að safna allri íslenzkri alþýðu um hina kommúnistisku lausn — hina sósíalistisku úr- lausn kreppunnar — um höfuðkröfuna: Verkamanna- og bændastjórn á íslandi. vikna áiætluxi Verklýðsblaðsms Árangur 2. vikunnar (7. nóv. til 14. nóv.): nóv.) : Reykjavík: 23 áskrifendur, 11 krónur í blað- sjóðinn. Akureyri: 7 áskrifendur, 12 krónur í blað- sjóðinn. Vestmannaeyjar: 4 áskrifendur, 9 krónur í blaðsjóðinn. Siglufjörður: 6 áskrifendur, 30 krónur í blaðsjóðinn. ísafjörður: 1 áskrifandi, 5 krónur í blað- sjóðinn. Patreksfjörður: 10 krónur í blaðsjóðinn. Áætlun 150 áskrifendur Áætlun 200 krónur Árangur 85 áskr. Árangur 163 kr. Áætlun 2. viku: 30 áskrifendur. Árangur 2. viku: 41 áskrifandi. Áætlun 2. viku: 40 kr. í blaðsjóð. Árangur 2. viku: 77 kr. í blaðsjóð. Framkvæmdarst j órar: Reykjavík: Haukur Björnsson. Akureyri: Sverrir Thoroddsen. Siglufirði: Steinþóra Einarsdóttir. Isafirði: Ingólfur Jónsson. Vestm.eyjar: Guðmundur Gíslason. Um framkvæmdastjóra á öðrum stöðum er ennþá ófrétt. Félagar vitji söfnunarlista hjá framkvæmdar- stjórunum. Áfram nú með söfnunina félagar. Árangur lausasölunnar verður ekki birtur fyr.en með úrslitunum. Félagar, náum markinu og förum fram úr því, eins og bolsévikkum sæmir! Utbreiðslu- og fræðslunefnd K. F. I. FÉLAGI BRYNJÓLFUR BJARNASON hefir legið rúmfastur nú síðustu viku vegna meinsemda í hálsi. Var hann fluttur á Lands- spítalann og liggur nú þar. MÁLVERKASÝNINGU hefir Þórvaldur Skúlason opnað í Goodtempl- arahúsinu. Þorvaldur er kornungur maður, en sýning hans ber vott um framúrskarandi lista- mannshæfileika. Ættu þeir sem kost eiga á að skoða sýningu þessa. ÍSFISKSALA togara til Þýzkalands hefir verið heldur góð nú undanfarið, en að því er frétzt hefir, hafa kaupendur eki getað greitt fiskinn út í hönd, en kröfðust þess, að féð yrði lagt í þýzka banka. Er þetta ein af neyðiraráðstöfunum }>ýzku stjórnarinnar til þess að halda gengi marksins uppi.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.