Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 24.11.1931, Síða 1

Verklýðsblaðið - 24.11.1931, Síða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík: 24. nóvember 1931 52. tbl. Barátta atvinnuleysin^janna Dagsbrún krefst að bæjarstjórn segi af sér, ef hún ekki verður við kföfum atvinnuleysingja t næstsíðasta Verklýðsblaði var skýrt frá fundi atvinnuleysingjanna 4. nóv. og sem hald- inn var að tilhlutun þeirrar nefndar, er kosin var á fundi er atvinnuleysingjar héldu að til- hlutun Kommúnistaflokksins, 16. júlí í sumar. Þar var einnig skýrt frá þeim tillögum, er þar voru samþykktar og farið var með á bæjar- stjórnarfund samstundis, og forseti bæjar- stjórnar þvingaður til að lesa þær í heyranda hljóði og taka á dagskrá. Var tillögum 136™ vísað til fjárhagsnefndar að umræðum loknum, þar sem kratarnir fundu sig knúða til að taka afstöðu með tillögunum og leggja afrit af þeim fyrir fundinn, sem mega heita hinar fyrstu tillögur þeirra í þessu máli. Menn biðu nú með óþreyju næsta bæjarstjórnarfundar, til að sjá hverja aígreiðslu þessar tillögur fengju þar. Atvinnuleysingjarnir, sem fjöl- menntu nú mjög' á bæjarstjórnarfundinn, væntu þess fastlega, að fulltrúi Alþýðuflokks- ins í fjárhagsnefnd, myndi nú koma með til- lögurnar í því formi, að ekki væri annað fyrir bæjarstjórn að gera, en að ræða þær, sam- þykkja þær síðan eða fella. En þegar á fundinn kom, urðu atvinnu- leysingjarnir fyrir miklum vonbrigðum. Til- lögurnar frá atvinnuleysingj unum komu þar hvergi fram, og fulltrúi Alþýðuflokksins í fjárhagsnefnd hafði sér það eitt til afsökunar, að hann hefði ekki vitað að tillögunum hefði verið vísað til þeirrar nefndar!! En afritin, sem kratarnir höfðu gert af tillögunum komu þó þarna fram og voru lögð fyrir fundinn. Aðeins eitt afritið kom fram sem bein tillaga til afgreiðslu á fundinum. Það var tillaga um sérstaka bjargráðaniðurjöfnun. Sú tillaga fékk þá afgreiðslu, að samþykkt var að fram færi framhaldsniðurjöfnun, er næmi 10 af hundraði. Er það bersýnilegt, að sú niður- jöfnun getur ekki orðið nein bjargráðaniður- jöfnun, þar sem vitanlegt er að fjöldinn af hátekjumönnum þessa bæjar eiga ógreidd út- svör sín frá þessu og síðasta ári, og engin á- stæða til að ætla, að þeir greiði frekar fram- haldsniðurjöfnunina. Og þrátt fyrir það þótt borgarstjóri lofaði því að láta hefja atvinnu- bætur fyrir það fé, er fengist fyrir þessa framhaldsniðurjöfnun, var auðséð á hans há- kristilegu ásjónu, að það loforð var gefið með það fyrir augum að reyna að fá frið fyrir kröfum atvinnuleysingjanna í bili og svíkja það — í skjóli þess friðar. Öll hin afritin komu fram sem tillaga frá fjárhagsnefnd um að vísa þeim til annarar nefndar, sem þá ekki var mynduð. Þetta er sem kallað er á máli kratanna, barátta fyrir' atvinnubótum, að vísa kröfumfl atvinnuleys- ingjanna frá einni nefndinni til annarar. Nauðsyn atvinnubótanna er fyrir löngu orðin svo mikil, að ófyrirgefanlegt er að fulltrúar Alþýðuflokksins skulu ekki hafa fyrir löngu lagt fram tillögur, sem ekki þyrfti að vísa frá einni nefndinni til annarar og dregnar þannig á langinn hverja vikuna eftir aðra meðan hungurvofan læðist kringum kjallaraíbúðir at- vinnuleysingjanna og knýr fastar og fastar á hurðir þeirra. Til þess að gera enda á slíkar bardagaað- ferðir, lagði Guðjón Benediktsson fram á síð- asta Dagsbrúnarfundi, að tilhlutun nefndar þeirrar, sem kosin var á atvinnuleysingjafund- inum 4. nóv., eftirfarandi kröfur og voru þær samþykktar í einu hljóði: „Verkamannafélagið „Dagsbrún“ skorar á fulltrúa Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Reyk- javíkur, að bera fram eftirfarandi kröfur á næsta bæjarstjórnarfundi, og semja áður reglugjörð fyrir framkvæmd þeirra, svo hægt sé að leggja þær fyrir fundinn til fuílnaðar af greiðslu: 1. Að atvinnubætur verði hafnar þegar í stað fyrir alla atvinnulausa verkfæra verka- menn, en óverkfærum verkamönnum verði veittur atvinnuleysisstyrkur, er nemi minnst 5 krónum á dag og 1 króna á dag fyrir hvern skylduómaga. Þangað til atvinnubæturnar verða hafnar, fái allir alvinnulausir verka- menn sama atvinnuleysisstyrk. 2. Að á næstu fjárhagsáætlun verði ætluð nægileg fjárupphæð til að uppfylla kröfur at- vinnuleysingjanna. 3. Að bærinn láti nú þegar atvinnulausum verkamönnum í té ókeypis gas, rafmagn og koks. 4. Að atvinnuleysingjar verði undanþegnir útsvörum. Treysti bæjarstjórn sér ekki til þess að verða við þessum kröfum, eða vilji ekki sam- þykkja þær til framkvæmda, krefst Verka- mannafélagið „Dagsbrún“ þess að bæjarstjórq- in segi tafarlaust af sér og nýjar bæjarstjórn- arkosningar fari fram“. Kröfur þessar eru þær sömu og þær er voru samþykktar á atvimiuleysingjafundinum 4. nóv. og síðan lagðar fyrir bæjarstjórn, aðeins hafa verið gerðar viðeigandi orðabreytingar og svo bætt við kröfunni síðustu, að bæjar- stjórnin segði af sér, ef hún treystist ekkert að gera fyrir atvinnuleysingjana og r, nýjar bæjarstjórnarkosningar fari fram. Og í upp- hafi er skorað á fulltrúa Alþýðuflokksins að bera þessar kröfur fram á næsta bæjarstjórn- arfundi til fullnaðar afgreiðslu. Allar þessar kröfur áttu óskipt fylgi allra verkamanna er fundinn sátu. Sá eini fundar- maður, er hreyfði andmælum gegn þeim var Ólafur Friðriksson. Framkoma hans í atvinnu- leysisbaráttunni sýnir æ betur og betur að aðaláhugamál hans nú, er að berja niður og lama þann baráttuhug, sem er nú óðum að vakna meðal verkalýðsins vegna vaxandi örð- leika og vaxandi baráttuþörf. Verkamenn skilja líka alltaf betur og betur þessa „stefnu“ Ólafs. Sást það bezt á síðasta Dagsbrúnar- fundi, þegar hann stóð einn á móti þessum kröfum, og þorði þó ekki að greiða atkvæði gegn þeim, þegar hann sá að enginn vildi fylgja honum. Kröfur þær, sem lagðar voru fyrir síðasta Dagsbrúnarfund og samþykktar þar með öll- um atkvæðum, verða því lagðar fyrir næsta bæjarstjórnarfund í því formi að hægt sé að samþykkja þær til fullnaðar afgreiðslu. Full- trúum Alþýðuflokksins hefir verið falið þetta, og bregðast þeir því trausti, bera atvinnu- leysingjarnir þær fram sjálfir. Dómur reynslunnar um hlutaskiftí sjémanna Ýms deilumál milli einstaklinga og flokka, eru oft þess eðlis, að dómur reynzlunnar birt- ist ekki fyr en eftir langan tíma. En dómur- inn um hlutaskiftin er nú uppkveðinn með reynzlu síðastliðins sumars. Mörg hundruð sjó- manna víðsvegar um land allt, kom heim að síldveiðinni lokinni, með tvær hendur tómar, eða sárlitla þénustu. Ekki var það sökum aflaleysis eða ógæfta, síður en svo. Orsökin var sú, að verðfall síld- arinnar féll í þeii'ra hlut, af því þeir voru, samkvæmt samningum sjómannafélaganna, ráðnir upp á hlut úr aflanum. Því var ver. Á þetta aðeins við þá sjómenn, sem veiðina stunduðu með herpinót á línuveiðurum og mót- orbátum. Annar flokkur sjómanna, sem einnig stundaði síldveiði, og var ráðinn samkvæmt samningum sjómannafélaganna, voru togara- mennirnir. Sumarið reyndist þeim með allra bezta móti. Þeir þénuðu nú á síldinni með allra bezta móti, verðfall síldarinnar náði þeim ekki, af því samningamir voru þeim hag- kvæmari. Þeir voru ráðnir upp á fast mánað- arkaup og hækkandi „premiu“ eftir afla, — sem betur fór. Enn er þriðji og minnsti flokkurinn ótal- mn, en það eru mótorbátarnir sunnlenzku, sem veiddu með reknet við norðurland. Veiði þeirra verður að jafnaði lítil, borin saman við hina tvo flokkana. Afli þeirra í sumar var um og yfir 1000 tunnur, samt sem áður varð þén- usta manna á þessum bátmn dágóð. En þeir voru, eftir því sem ég bezt veit, ráðnir upp á mánaðarkaup, og „premíu“ af tunnu. Þetta var einmitt á bátum úr héruðum, Þar sem hlutaráðningin er í hávegum höfð. Menn sem stunduðu atvinnu á þessum bátum, lentu ekki í kreppunni, sem betur fór. Ég vil í sambandi við þetta minnast á sjó- mennina á ísafirði. Þeir eru sem kunnugt er, svo að segja uppaldir við hlutaráðninguna. lægar til síldveiðanná kom, vildu þeir fá fasta kauptryggingu yfir tímann. í þess stað bauð Samvinnufélagið þeim, að hækka hlutinn upp í 38% af afla. Sjómennirnir höfnuðu því, en kusu í þess stað frítt fæði, sem er sama og 60 kr. fast mánaðarkaup, umfram hlut. Þegar upplýst varð í vor um hið afarlága verð á bræðslusíldinni, hættu margir fjöl- skyldufeður við að fara á síldveiðar, sem ekki gátu komist að á togurunum. Alþekktir dugn- aðarmenn tóku heldur þann kostinn, annars- vegar að verða atvinnulausir, eða að stunda eitthvað annað, sem til kynni að falla. Sjómenn hafa á undanförnum árum óspart látið það í ljós, að samtök þeirra væru einung- is miðuð við botnvörpunga og milliferðaskip. Ef þetta er rétt skoðun þeirra, verða þeir um leið að athuga hvort þeir sjálfir hafa gert skyldu sína, og náð þeim áhrifum í félags- skapnum, sem þeir óskuðu, í gegn um félags- fundi, ráðstefnur, samninganefndir og stjórnir. [í grein minni: Hlutaskifti sjómanna, átti að standa: mánaðamótin sept.—okt.]. Sjómaður.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.