Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 24.11.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 24.11.1931, Blaðsíða 2
4. þiug Atvinnuleysísbaráttan á Siglufirði Kratarnir fella atvinnuleysisstyrk og aukaniðurjöfnun (Verkamannabréf). Sambands ungra kommúnista Þingið hófst kl. 2 e. h. 26. okt. Voru þá fyrst kosnir starfsmenn þingsins. Síðan var lögð fram skýrsla stjórnarinnar. Var hún vél- rituð 6 þéttskrifaðar arkir og er hér ekki rúm til þess að fara nánar út í hana. Þegar stjórn- in var búin að gefa skýrslu komu skýrslur deildanna hver af annari, tsafjarðard., Siglu- fjarðard., Akureyrard., Glerárþorpsdeild, Húsa- víkurdeild, Eskifjarðardeild, Vestm.eyjadeild, Hafnarfjarðard. og Reykjavíkurdeild, sem all- ar höfðu sent fulltrúa á þingið. Að því loknu voru umræður um skýrslurnar og starfsemi sambandsstjórnar og hinna einstöku deilda. Stóðu umræður þessar lengi yfir og bar þar eins og gefur að skilja margt á góma. Hefir starfsemi hinna ýmsu deilda verið mjög mis- jöfn, enda afar ólíkar kringumstæður hjá þeim. Andstaða kratanna hefir orðið ýmsum af deildunum erfið, hafa þeir víða, þar sem þeir hafa getað komið því við, útilokað deild- irnar frá fundahúsum nema við okurverði. Á Siglufirði hefir hinn sannkristni jafnaðarmað- ur Guðmundur Skarphéðinsson vaðið á milli atvinnurekendanna og notað sér hvað hann hefir verið þeim handgenginn, til þess að úti- loka ungkommúnistana frá vinnu, hefir þetta vitanlega komið mjög hart niður á deildinni. Ef á allt er litið og tekið er tillit til hinnar erfiðu aðstöðu, þá hefir starfsemi deildanna verið fremur góð, þar eð deildirnar líða ennþá mjög af hinum sósíaldemókratisku skipulags- formum. Næsta mál á dagskrá þingsins voru skipu- lagsmál sambandsins. Skipulagsmálið hlaut að verða eitt af aðalmálum þingsins, því að hin gamla skipulagning hlýtur alltaf að vera svo veik, að sambandið geti ekki með henni orðið hJutverki sínu vaxið. Deildirnar höfðu flestar gert tilraunir til þess að umskipuleggja starf- semina í sellur, en með mjög mismunandi á- rangri. Þingið samdi nákvæmar starfslínur fyrir deildirnar í þessu máli og má búast við að þrátt fyrir hina ýmsu erfiðleika verði mögulegt að starfa með miklum árangri að umskipulagningunni á komandi ári. Næst voru tekin útbreiðslu- og fræðslumálin. Var þar rædd útgáfa „Rauða fánans", hann hefir mjög verið vanræktur af félögunum víðsvegar um landið, ennfremur hafa flokksfélagarnir yfir- leitt álitið hann lítilsvirði og gert lítið sem ekki neitt til þess að útbreiða hann, hefir allt orðið til þess að „Rauða fánanum" hefir ekki tekizt að verða stéttamálgagn verklýðs- æskunnar í landinu eins og honum ber að vera. Gerði þingið víðtækar ráðstafanir til þess að kippa þessu í lag. Var ákveðið enn- fremur að sambandið gæfi út annaðslagið bæklinga um ýmá mál, skulu þeir vera litlir, ekki meira en ein örk eða svo hver. Ennfrem- ur voru faglegu málin mikið rædd og upp úr þeim umræðum, sem fram fóru á þinginu, voru síðan samdar starfslínur fyrir sambandið í hinni faglegu baráttu. Seinast voru rædd póli- tísku málin og var niðurstaðan þar sú að sam- bandið yrði að sprengja af sér þá einangrun sem það hefir verið í og þannig að verða þess megnugt að safna meiri hluta hinnar íslenzku verklýðsæsku undir merki sitt. Hin nýja sambandsstjórn, sem þingið kaus, var þannig skipuð: Áki Jakobsson forseti, Ásgeir Magnússon ritari, Sigurður Sigurbjörnsson gjaldkeri, Eðvarð Sigurðsson, Stefán Ögmundsson, Guðbjörn Ingvarsson, Sigurður Helgason, Skúli Magnússon. Úti um land: Skafti Sigþórsson, Akureyri. Ólafur Aðalsteinsson, Glerárþorpi. Jóhann Klausen, Eskifirði. Bjarni Jónsson, Vestmannaeyjum. Lúter Einarsson, Siglufirði. Jón Helgi Jónsson, Hafnarfirði. Atvinnuleysið hefir verið tilfinnanlegt hér á meðal verkalýðsins og yfir sjálfan sumar- tímann munu hafa verið hér um 60 manns, sem litla eða enga atvinnu höfðu. Snemma í sumar báru kommúnistar í bæjarstjórn að til- hlutun kommúnistadeildarinnar fram tillögur, sem áður hafa verið birtar í Verklýðsblaðinu nema till. um atvinnuleysisstyrk, ókeypis mjólk, kol og rafmagn, til atvinnuleysingj- anna, sem við álitum að ekki væri þá eins og á stóð tímabært, en ákváðum að þær tillögur skyldu verða bornar fram síðar. Andstöðu- flokkar verkalýðsins tóku dauft í málið, vildu álíta að atvinnuleysið væri ekki nema í höfði Bolsanna o. s. frv. Samt sem áður samþykkti bæjarstjórnin tillögur til atvinnubóta, þó með því skilyrði, að fé fengist að láni. Bæjarfógeta var svo falið að fara til Reykjavíkur og út- vega lán og semja við ríkisstjórn og atvinnu- bótanefnd ríkisins um styrk af atvinnubótafé því sem síðasta Alþingi hafði samþykkt að veitt yrði í því skyni. Þegar bæjarfógeti fór suður, sem var í byrjun september, var byrjuð atvinna af bæj- arins hálfu við grjótvinnu og skurðgröft á landi bæjarins, sem látið var út í ákvæðis- vinnu og mun í sumum tilfellym vera vanséð hvort verkamennirnir hafi haldið tímakaupi; er slíkt illa farið ef atvinnubæturnar verða beint eða óbeint til þess að lækka kaup verka- lýðsins. I För bæjarfógeta tók langan tíma og á með- an svaf stjórn verkamannafélagsins eða að minnsta kosti meiri hluti hennar, værum svefni og aðhafðist ekkert í málinu. (Til skýr- ingar er rétt að geta þess, að atvinnuleysis- skráning fór fram dagana áður en fógeti fór suður og létu skrá sig um 130 manns). Enga fundi hélt verkamannafélagið. Öldur óánægj- unnar risu hærra og hærra meðal verkalýðsins út af aðgerðarleysi stjórnarinnar, en fyrst eft- ir að bæjarfógeti kom heim eftir um mánað- ar burtveru, var haldinn fundur í félaginu. Einn stjórnarmeðlimurinn, Kristján Dýrfjörð, hafði tekið þá rögg á sig og haft tal af fó- geta og fengið þær upplýsingar, að engir pen- ingar væru fáanlegir að undanskyldu því, að bærinn mundi seint og síðarmeir kannske fá 10 þúsund af atvinnubótastyrknum, þó aðeins að bærinn legði fram 20 þúsund, en þá pen- inga hafði ekki tekizt að fá að láni, hvorki hjá bönkum, sjóðum eða privatmönnum. Ennfrem- ur hafði Framsóknarhöfðinginn, Þormóður Eyjólfsson, leitast fyrir um lán og hvergi get- að fengié. Verkamönnum leizt nú ekki á blikuna og ræddu málið allítarlega. Kommúnistar báru fram tvær tillögur, aðra þess efnis, að skora, á bæjarstjóm að halda fast við sínar fyrri samþykktir í atvinnuleysismálinu, hina um að verkamannafélagið boðaði ail almenns verk- lýðsfundar til að ræða um atvinnuleysismálið og að skorað væri á bæjarstjóm og bæjarfó- geta að mæta á fundinum. Um þann fund fjöl- yrði ég ekki hér, en vísa til greinar í 50. tbl. Verklýðsblaðsins um þann fund. Aftur á móti vil ég nota tækifærið til að leiðrétta villu, sem var í 49. tbl., þar sem lít- ilsháttar var getið um þennan fund og sem stafaði af því að fregn um fundinn var hringd suður og það er um það, að samþykkt hafi verið að skora á bæjarstjórn að veita ókeypis kol, mjólk og rafmagn til atvinnulausra verka- manna. Tillaga um þetta kom ekki fram, en aðeins lítilsháttar á þetta minnst. Nokkrum dögum síðar hélt bæjarstjórnin fund og var síðasti liður dagskrárinnar sem nokkru máli skifti, um tillögur fundarins og atvinnubætur. Fyrir fundinum lá fundargjörð fjárhagsnefnd- ar, sem hafði tekið tillögurnar til athugunar og öll fjárhagsnefndin hafði einróma sam- þykkt það að vera á móti atvinnuleysisstyrkn- um. I fjárhagsnefnd eiga sæti Guðm. Skarp- héðinsson sósíaldemókrati, Þormóður Eyjólfs- son Framsóknarm. og bæjarfógeti. Á þessum fundi kom það greinilega í Ijós, að allir borg- araflokkarnir, tveir kratar, framsókn og sjálfstæði, áttu samleið á móti kommúnistum. Munu fáir tilheyrendur hafa getað skilið eða séð að þar bæri neitt á milli. Tillaga fjárhags- nefndar um að veita engan atvinnuleysisstyrk, var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli og sögðu já allir fulltrúar flokkanna þriggja, 7 að tölu, á móti atkvæðum kommúnistanna þriggja. Ennfremur var fellt að láta aukaniðurjöfnun fara fram. Er þetta mjög svo athyglisverð framkoma af kratanna hálfu, að á sama tíma sem kratarnir í Reykjavík bera fram einmitt þessar kröfur um atvinnuleysisstyrk og auka- niðurjöfnun, fella kratarnir á Siglufirði þess- ar kröfur. Ætti verkalýðurinn að athuga þennan skrípaleik. En til skýringar skal það tekið fram, að hér gátu kratar með tilstyrk kommúnista komið þessum tillögum fram, en í Reykjavík er það vonlaust. Á þessum fundi upplýstist það, að bærinn mundi geta og væri búinn að útvega efni í 25 þúsund síldartunnur til að smíða úr í vetur. Var einhver hulins- blæja sett yfir það mál á þeim fundi og’ vissu menn ekki hverju sætti. En brátt kom í ljós ástæðan og hún var sú, að meiri hluti at- vinnubótanefndar hafði samþykkt að afhenda tunnuefni þetta nokkrum mönnum, sem unnu við samskonar vinnu í fyrra og þeir áttu að smíða tunnurnar upp á eigin reikning og eiga á hættu hvort nokkur tunna seldist eður ekki. Reyndar fylgdi með skeyti frá Síldareinkasölu Islands um að hún mundi kaupa tunnurnar. Hvorki vinnulaun eða annað átti að greiðast fyr en í október 1932. Aftur á móti áttu þeir að útvega eða að leggja fram fé til þess að koma þessu á fót og einnig leigja vélar og húspláss og annað sem til þurfti. Mörgum fannst þetta hálf skrítnar atvinnubætur og nefnd manna var falið að semja tilboð um það að verkamenn vildu taka þessa vinnu að sér fyrir kr. 1.15 per tunnu og að vinnulaunin væru greidd jafnóðum og verkið væri unnið. Sömuleiðis að verktakar hefðu engan veg eða vanda af efni, vélum eða húsplássi. Tilboði þessu var neitað af meiri hluta atvinnubóta- nefndar gegn atkvæðum kommúnista, og mun form. nefndarinnar, Guðmundur Skarphéðins- son, hafa gengið harðast fram í því að fá til- boðið fellt, enda hafði hann hjálparmennina við hendina, þar sem voru Framsóknanulltrú- arnir Andrés Hafl. og Ole Hertervig. Jörgen- sen og Fanndal kröfðust að tilboði tunnu- gerðarmanna væri tekið. Þegar hér var komið málinu var kosin samn- inganefnd til að gera tilraun með að semja við atvinnubótanefndina. Hafði það litla þýð- ingu aðra en þá, að atvinnubótanefndin fékkst til að ganga inn á lágmarkstryggingu, og að nefndin yrði þeim mönnum, sem þarna kæmu tii með að vinna, hjálpleg með útvegun á lífs- nauðsynjum, bæði sem bærinn og verzlanir hefðu. Tilboð þetta var svo samþykkt á mjög fá- mennum. fundi, sem tunnugerðarmenn héldu, með 8 atkvæðum gegn 7 og þar með felld til- laga kommúnistanna um hærri tryggingu sem var 0,90 á hvei^ju tunnu, og sem Ottó Jörgens- son stakk upp á á hinum sameiginlega fundi. Framkoma meirihluta atvinnubótatnefndar í þessu tunnugerðarmáli hefir verið lýst hjer að framan, þó er mörgu úr sleppt, til dæmis því, að meirihluta nefndarinnar hótaði að láta efnið fara annað ef verkamenn ekki vildu beygja sig fyrir ákvörðun þeirra. Að svo komnu máli mun ég ekki skrifa meira um þetta mál, en þegar fram í sækir mun ég skrifa framhald af sögu þess, lesendum blaðs- ins til athugunar.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.