Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 24.11.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 24.11.1931, Blaðsíða 4
Stoppuð húsgögn Ef yður vantar eitthvað af stoppuðum hús- gögnum þá spyrjist fyrir um verð hjá okkur. 5 vikna áætlun Verklýdshlaðsins Reykjavík: 26 áskrifendur, 8 kr. í blaðsjóð. Sigluf jörður: 3 áskrifendur, 23 kr. í blaðsj. Vestm.eyjar: 10 áskrifendur, 4 kr. í blaðsj. Seyðisfjörður: 1 áskrifandi. Húsgagnaverzlun Erlings Jónssonar Bankastræti 14, Lokasalan Borð-grammofónar Stand-grammofónar Qrammofónar " Ferða-grammofónar og fleiri þúsund grammofónplötur — selst með gjafverði. HXjCTÓÐFÆRAHHJSIÐ Bændahefti Eéttar Ef ni: Barátta bænda á íslandi. Margar greinar eftir ýmsa höfunda. Auk þess smásögur. Fæst í Bókaverzlun fllþýðu hf. og hjá öðrum bóksölum. Kneips Emulsion Ef að þér eruð blóðlítill, lystarlaus eða slappur, þá notið þetta góða meðal, þakkaskrif frá þúsund- um um allan heim. Fæst í öllum lyfjai'úðum. Prá kreppnxmi 4 BANKARNIR HÆTTIR AÐ YFIRFÆRA PENINGA TIL ÞÝZKALANDS. Nú í vikunni hættu bankarnir að yfirfæra peninga til Þýzkalands. Er það ráðstöfun, sem er afleiðing af höftum þeim, sem Þjóðverjar hafa lagt á gjaldeyrisverzlun. „SKALLAGRÍMUR“ SELUR AFLA SINN I ÞÝZKALANDI FYRIR EITT HUNDRAÐ STERLIN GSPUND. Menn höfðu orðið góðar vonir um að mark- aður fyrir ísfisk mundi verða góður í Þýzka- landi eftir þeirri sölu að dæma sem nokkrir togarar náðu þar nú í þessum mánuði. En von- ir þessar brugðust algjörlega þegar fréttist um sölu „Skallagríms“ nú síðast. Seldi hann afla sinn fyrir 2000 mörk. Nú er verið að leggja upp Kveldúlfstogur- unum. FRÁ SIGLUFIRÐI. KOMMÚNISTADEILDIRNAR OG F. U.K. héldu hátíðlegt 14 ára afmæli rússnesku bylt- ingarinnar með opinberri skemmtun í Kven- félagshúsinu. Til skemmtunar var: Ræða: Ang- týr Guðmundsson, leikhópasýning: Verkin tala, upplestur: Aðalbörn Pétursson, leikhóparnir: Borgaraleg góðgerðastarfsemi og A. S. V., ræða: Gunnar Jóh. Leikhóparnir: Svíar, síld og samvizka. Skemmtunin var afar fjölsótt og ui'ðu margir frá að hverfa og munu flestir á einu máli um það, að skemmtunin muni sú bezta, sem hér hefir verið haldin. Um daginn kl. 5 var höfð sérstök barnasýning. 7. nóv. Skemmtunin var endurtekin fyrir troðfullu húsi. G. J. | RÖKÞROTA VESALMENNI. í Síðan „Verklýðsblaðið" hóf göngu sína hef- ; ir Alþýðubl. ekki getað hrakið einn staf sem ; í því hefir staðið, engri ásökun, sem það hefir j borið á krataforingjana hefir það getað i hrundið. Á laugardaginn tók Alþ.bl. upp á alveg nýrri aðferð, til þess að draga athyglina frá pólitískri nekt sinni. — Er þar logið upp sögu, sem einhver ónefndur íhaldsmaður átti að hafa sagt ónefndum kommúnista, í einkasam- tali, en kommúnistinn átti að hafa trúað! Er Áætlun 150 áskrifendur Árangur 125 "áskr. Áætlun 200 krónur Árangur 198 kr. Áætlunin hefir ekki náðst þessa viku hvað biaðsjóðnum viðvíkur. Átti að safna 40 kr. í blaðsjóð, en aðeins 35 kr. náðust. ísafjörður og Akureyri hafa gjörsamlega brugðist þessa viku. Félagarnir þar verða að herða sig. — Reykjavíkurfélagarnir verða að leggja meira kapp á blaðsöluna. Náum áætluninni á 4 vikunni. Utbreidslu- og frædslunefnd K. F. I. ykkur vantar bíl. þá hring-ið i síma 1954 Bíllimi. mammmmmmmmmmmmmmmmmammsmmmasmmasm'&m Húsmæður Kaupið rafmagnsþvottávélina „Autva.sk11 hún þvær fyrir ykkur stórþvottinn á meðan þér sotið. Þarf ekkert eftirlit, ekkert slit. á þvottinum, en vinnur verk sitt með afbrygðum vel. Alexander D. Jónssou Bergstaðastræti 54. ——iHH’iWIHII1’ þetta talin full sönnun þess að allt sé lygi sem stendur í Verklýðsblaðinu(!!!). Vér þekkjum engin önnur dæmi slíkra rök- þrota og vesalmennsku. KONA FYRIRFER SÉR. Á laugardaginn var fannst lík konu nokk- urrar í fjörunni hér í Reykjavík. IJús hennar hafði verið selt á nauðungaruppboði daginn áður. Erlendis er það altítt að alþýðan kemur til hjálpar nauðstöddum stéttarbræðrum sínum og hindrar nauðungaruppboð. Islenzk alþýða fer nú að skilja það, að tími er til kominn að beita samtökunum til að bjarga lífi og velferð fátæks fólks undan ofsóknum bankanna og annara okrara. II'III«■1111111 MIUIHIiIIHlliHDIHHIll 'I* lllllllllii VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðann.: Brynjólfur Bjarnason. ■— Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaöiö, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Actn,

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.