Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 4
BeiljmíliBíleilil KiHBÉiistillakkslES heldur fund í Kaupþingssalnum fimmtudaginn 3. desember kl. 8V2 e. h. DAGSKRA: 1. Félagsmál. 2. Aukning flokksins. 3. Atvinnuleysið. 4. Kaupfélagsmálið. 5. Síldareinkasalan. 6. Valgoldið kaup. 7. Flökkumenn. 8. Útlendar fréttir. Áríðandi að allir félagar mæti! wh——g—bmbw t maMjmMtBMemŒZMmuhwwaBumBm Svarta hatrið. (Verkamannabréf). Aðventistar leggja mikið kapp á að troða inn á alþýðu, sína „kristilega“ blaði, sem heit- ir „Geislinn“. Munu þeir sendir með hann af atvinnuprédikaranum Olsen. Fáir munu þeir vera, sem lesa blaðsnepil þennan, sem betur fer, þó eru það nokkrir sem neyðast til að kaupa hann til að losna við hina áfjáðu selj- endur. Nýlega kom til mín maður með hefti nr. 9 frá í september þ. á Kápa heftisins lítur ein- feldnislega sakleysislega út. Þar er mynd af tveimur börnum að ganga yfir brú, og á eftir þeim kemur maður með vængi upp úr herða- blöðunum. Sumir halda að þetta eigi að tákna engil, aðrir halda að þetta sé táknmynd af Olsen þeim, sem stúlkurnar tvær a Siglufirði ekki vildu leyfa að framkvæma smásynd í sam- bandi við sig. Á fjórðu síðu er grein, sem heitir „Rauða hatrið“, er hún í sjálfu sér ekki svara verð, en þeim, sem ekki lesa „Geislann“ vil ég gefa lítið sýnishorn af því, sem hann býður upp á, en gera um leið nokkrar athugasemdir við hana. „Meðan þjóðir heimsins tala um frið, eyksL rauði herinn dag frá degi“. Á meðan ekkert er gert annað en talað um frið, þá er von að rauði herinn aukizt og er það mikið gleðiefni hverjum hugsandi verkamanni að vita til þess, að Rússland getur veitt viðnám, þegar hatur burgeisanna í Vestur-Evrópu er orðið svo svart, að þeir leggja út í ófrið við það. — Á svokallaðri afvopnunarráðstefnu, sem hald- in var í Genf 1927 lögðu fulltrúar Rússa til, að alger afvopnun skyldi vera komin 1 fram- kvæmd eftir fjögur ár, en þá hlógu þeir „frið- arvinir“, sem ekkert vilja gera annað en „tala um frið“, en undirbúa ófrið. Blaðið talar um „hið hatursfullla Rússland“. Rússneskd verkalýðurinn hatar ekki öreiga Vestur-Evrópu, heldur gengur hann á unaau og vísar leiðina, sem þeir eiga að fara, en ég gæti trúað að til væru menn sem Rússland hatar, en það eru þeir menn, sem standa í vegi fyrir því að ölllum geti liðið vel, en það eru burgeisar, prestar og trúboðar af svipuðu tagi og þeir, sem að „Geislanum“ standa, menn ■ sem selt hafa djöflinum sálu sína fyrir ver- aldleg gæði, og hræða ístöðulausar sálir með spádómum um heimsendi nokkrum sinnum á ári. í greininni stendur: að þýzkir efnafræðing- ar, verkfræðingar, liðsforingjar og flugmenn stai'fi kappsamlega í þjónustu Sovét. Er nú að furða þótt menn flýi eymdina í Þýzkalandi og starfi fyrir það eina land í veröldinni, sem getur látið öllum íbúum líða vel, þar sem hvorki þekkist skortur né atvinnuleysi, enda geta eða vilja menn almennt ekki hafa sitt lifibrauð af því að vera trúboðar. Enn segir höfundur: að Frakkland hafi bjargað Evrópu, jú, það bjargaði Evrópu und- an oki aðalsskipulagsins, og var þá vargur í véum alls heimsins, eins og Rússlands er í dag vargur í véum heimsauðvaldsins, þá var aðallinn studdur af prestum og trúboðum, eins og auðvaldið er nú. Hann heldur áfram og talar um stríðsundir- búninginn. „Komdu til landamæranna til Pól- lands, Lettlands, Eistlands, Finnlands eða Rúmeníu, þar mun afvopnunarvinurinn fá aðra hugmynd um málin“. Móti hverjum undirbúa þessi ríki stríð? Auðvitað Rússlandi. Nú ætti mönnum að vera skiljanleg aukning rauða hersins. Þarna kem- ur höfundur sjálfur með skýringuna á aukn- ingu þeirri, sem hann er að skammast út af. Höfundur segir: „Hefðu ekki Frakkar stöðv- að rauða herinn fyrir rúmum tíu árum, er hann var kominn að borgarhliðum Varsjá, þá væri nú komið bolsévikkaríki þar“. Höf. gleymir því að Rússar voru að reka Pólverja heim til sín eftir að þeir höfðu ráðizt með ógurlegri grimmd inn í Rússland. Höf. gefur í skyn, að það sé mesta guðs mildi, að menn „sleppi lifandi“ úr Rússlandi. Hann talar einnig um hersýningarnar 1. maí í ár í Moskva, þar sem þúsundir heræfðra verkamanna og ungra kommúnista gengu í fylkingum. Loftið var þrungið af haturshugs- unum, segir hann. Það hefir verið líkt á kom- ið fyrir honum eins og manhinum, sem stal frakkanum, og talaði um það, að allir gæfu sér svo illt auga, og það áður en þjófnaður- ínn varð uppvís. „Sök bítur sekan“. Hér hafa menn nú lítið sýnishorn af því, sem „boðberar sannleikans, mannkærleikans og kristindómsins“ bjóða upp á. Það er líkast því og þegar „Bjarmi“ sagði frá prestamorðum í Rússlandi, og tók dæmi af því: „Prestur var tekinn og látinn standa úti heila nótt eftir að hann hafði verið ausinn utan með köldu vatni, þar til hann fraus í hel“. Þetta var í borginni Reval, sem er höfuðborg fasistaríkis- ins Eistland(!!). Hámarkinu náði þó Morgunblaðið í Reykja- vík þegar það þýddi grein úr sænsku blaði, þar sem sagt var frá því, að Rússar hefðu brent á Rauðatorgi nokkur þúsund Ikona, sem þýð- ir helgimyndir, en í þýðingu Morgunblaðsins var það orðið að prestum(!!). Að síðustu vil ég segja þeim Ólsen, Ást- valdi og Valtý: Vei yður, þér hræsnarar. Iðnaðarverkamaður. Kristniboð á Islandi árið 1931. (Úr verkamannabréfi frá Stykkishólmi). .... Hér hefir verið gestur, maöur að nafni Steingrímur Benediktsson, ví-1 frá Vestmanna- eyjum. Mun hann vera sehdur frá Kristniboðs- félagi íslands eða einliverjum þessháttar lelage skap. Hann hefir haldið hér • kirkjunni 3 sam- komur fyrir fullorðna og börn. Ilefir hann'sem aðrir trúboðar rekið vel erindi auðvaldsins hér. Hann fór vítt og þreitt um al!a lieima og geyma og get ég ekki skýrt frá því öilu. En þar sem hann á síðustu sarnkornunni gerði mikið veður útaf ofsóknum kommúnÍHÍa gegn trúarbrögðun- um, verð ég að skýra dálítið ii því. I Rússlandi kvað hann ofsókróruar vera mikl- ar og kvaðst nýlega hafa lesið þar af frásagnir og þar á meðal eftirfarandi: í skóla í Rússlandi þai sem verið var að kenna 36 börnum eða svo, kom flokkur komm- unista eða rauðliða og krafðist þess að kennari og börnin afneituðu guði, en hvorki kennari né börnin fengust til þess, Þeir g -rðu sér þá 5 irikita áætlia m Verklýðsbladsius 4. vika. Reykjavík ............24 áskr. 11 kr. í blaðsj. Siglufjörður.......... 6 — 27 — - — ísaf jörður.......... 2 — 5 — - — Akurevri.............. 5 — 6 — - — 37. áskr. 49 kr. í blaðsj. Markinu 150 ÁSKRIFENDUR 200 KR, I BLAÐSJÖÐ hefir nú verið náð og meira til. — Á 4 vik- um hafa safnast: 162 áskriiendnr 247 krónwr i bladsjóðinn. Nú hefst 5. vikan. Herðið ykkur nú félagar! Förum langt fram úr áætlun. Utbreiðslu- og frædsltinefnd K. F. I. „Taki þeir sneið, sem eiga“. Þið hófust upp á höndum vorum í hærri stöðu og mýlcri sess ; á ykkar sæmd við sífelt skorum, að sýna í verki. ávöxt þess, að leggja ei falskri Framsókn lið sem fjandans gamla íhaldið. Við eigum nýja og foma fjendur, sem fullar hlöður eru hjá, þó upp við réttum ótal hendur, sem enga björg né vinnu fá, þeir líta á okkar líf svo smátt, þeir lofa mörgu, en efna fátt. Að ósanngjörn sé okkar krafa, það eitt er beggja hjartans mál. Að þrællinn! skuli heimta að hafa til hnífs og skeiðar, þvílíkt prjál. í hnapp um fornan sómasið þá safnast allt hið dreifða lið. Við fáum alltaf sömu svörin, hið sama falska bros og skjall. Þeir spá, að betur kreppist kjörin við kulda, sult og gengisfall. Þeim stóru á bærinn stórfé hjá hvert stykki af okkur taka má. Við eigum enn í bili að bíða; — þeir bráðum halda næsta fund — á hoknum beinum skjálfa og skríða við skyn af hlýrri líknarmund. — En samtök, samtök, sterk og stór! Til stríðs og dáða — hyllum Þór! Gamall verkamaður. lítið fyrir og tóku kemtitrntm og bundu í sætið sitt, hjuggu síðan hötuðið af öllum börnumim og röðttðu þeim á horðið l.vrir framaii kenn- arami og fóru svo leiðar siihmr. .... (Þettá er gott sýnishorn af frásögnum sann- leikspostulánna, se.m ganga hér uvn sníkjaudi og betl.indi, alveg í sanm anda, og frásagnir fuðsmannsins frá Asi um Rú'ssland í lygasnepl- inuni „Bjarmii“,) VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýð.sláaðið, P. O. Box 761, Reykjavik. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.