Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 08.12.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 08.12.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOHKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reykjavík 8. desember 1931 54. tbl. Bæjarsíjóvn in synjar kröf* um aivinnuleysingjanna en hygsi að kaupa sér fvið með því að hefja aivinnubæiur fyvir 45 þús. kvönuv. Kratarnir svíkjast um að flytja kröfur „Dagsbrúnar“ í bæjarstjórn, en benda á leiðir til kauplækkunar. Verkalýðurinn fjölmennti á bæjarstjórnar- fund á fimmtudaginn var. Bjuggust verka- menn við því að þeir menn, sem kalla sig full- trúa þeirra í bæjarstjórninni, myndu fram- kvæma það verk, sem verkamannafél. Dags- brún og’ tveir fjölmennir atvinnuleysingjafund- ir höfðu falið þeim: Að flytja reglugerð um framkvæmd á kröfum þeirra inn atvinnubætur í stórum stíl, atvinnuleysisstyrk er nemi 5 krónum fyrir hvern atvinnulausan verkamann og 1 krónu fyrir hvert barn hans, ókeypis raf- magn, gas og koks og eftirgjöf útsvara. En 'önnur varð raunin á. í stað þess að flytja þessar kröfur, flutti Stefán Jóhann til- lögu um að veittur yrði atvinnuleysisstyrkur er ílæmi sömu upphæð að nafninu til, en 2/3 hans átti að greiða í vörum! Gas, rafmagn og koks átti bærinn að lána atvinnuleysingjunum, og loks átti bærinn samkvæmt tillögunum að hafa heimild til að greiða vinnulaun í atvinnu- bótavinnu með ávísunum, er greiddar yrðu þegar fé væri fyrir hendi! Allar þessar tillögur voru felldar. Hvað fela^nú þessar4 tillögur í sér? I fyrsta lagi: 5 krónu styrkurinn, sem krafist var, er orðinn að kr. 1. 65. Hitt á að greiðast í úldn- um fiski og öðrum matvælum, sem eigendurnir geta ekki komið í verð. Þannig á að hjálpa atvinnurekendum til að koma óseljanlegum og verðlausum afurðum sínum í peninga. Er hér gjörsanrlega snúið við kröfu verkalýðsins um ókeypis úthlutun matvæla á kostnað stórat- vinnurekenda og bankanna. í staðinn fyrir kröfuna um ókeypis rafmagn, gas og koks, leggur Stefán Jóhann til að skuld- ir hlaðist á atvinnuleysingjana fyrir þessar nauðsynjar. Svo kemur silkihúfan á svívirðingarnar, þar sem lagt er til að bærinn greiði kaup í ávísun- um. Víst er um það, að enginn kaupmaður myndi láta vörur gegn slíkum ávísunum nema með miklum afföllum. Ef von væri til að bæj- arsjóður greiddi þær einhverntíma, má búast við, að krónan væri fallin niður úr öllu valdi, og væru þær þá orðnar harla lítils virði. Með tillögum þessum eru kiatarnir því að benda bæjarstjórninni á hentuga leið til stór- kostlegrar launalækkunar. Ofan á allt þetta bætist að slík greiðslu- ! aðferð er brot á lögurmm um greiðslu vinnu- ! launa í peningum vikulega. Vegna þess að verkalýðurinn á engan full- ! trúa í bæjarstjórninni, sem fæst til að flytja ]iær kröfur, er hann liefir samþykkt, afhenti J atvinnuleysingjanefndin (sem kosin var á at- ! vinnuleysingjafundinum 5. nóv.) eftirfarandi | reglugerð um framkvæmdir á kröfum þeim, | sem Dagsbrún og atvinnuleysingjafundurinn j samþykktu: • j „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir, samkvæmt lillögum verkamannaíélagsins „Dagsbrún11 og tveggja fjölmennra funda atvinnulausra verka- manna í Reykjavík, eftirfarandi reglugerð: 1. Atvinnubótavinna sé hafin í stórum stíl nú þegar, svo atvinnulausir verkamenn fái þar vinnu. 2. þeir atvinnulausir v.erkamenn, sem ekki kom- ast að í þá vinnu nú þegar, og eins þeir verka- menn, sem ekki eru færir til atvinnubótavinnunn- ar, skulu fá greiddan frá bænum atvinnuleysis- styrk, er nemi 5 kr. á dag og 1 kr. á dag fyrir livern skylduómaga. Atvinnuleysisstyrkur þessi skal greiddur út vikulega í peningum, sem vinnu- laun væru. 3. Atvinnulausir verkamenn skulu fá gas og raf- magn ókeypis og þeim gefnar upp þær skuldir, sem þeir nú eru í fyrir þetta. •í. Koksi skal úthlutað ókeypis til atvinnulausra vcrkamanna. 5. Atvinnulausum verkamönnum skulu gcfin eft- ii'' útsvör. Til þess að framkvæma þetta kjósi eftiríarandi vciklýðsfélög sinn fulltrúa livert í framkvæmda- nefnd: Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Sjómannáfélag Reykjavíku)', Hið islenzka prent- arafélag og félag járniðnaðarmanna. Nefnd þessi ákveður liverjir fái atvinnubótávinnu, hverjir at- vinnuleysisstyrk, hverjir fái gas og rafmagn ó- kevpis, hverjir skuldir og útsvör eftirgefin. Öil at- vinnubótavinna greiðist í rciðum peningum viku- lega svo sem lög niæla fyrir". Forseti las upp tillögur þessar og síðan ekki söguna meir. Enginn fékkst til að flytja þær. Héðinn Valdimarsson, formaður Dagsbrúnar, sem bar skylda til að sjá um að þær væru fluttar, neitaði nú að kannast við þær. Loks var samþykkt tillaga frá borgarstjóra um að hefja atvinnubætur í desember fyrir 30 þús. krónur úr bæjarsjóði gegn 15 þús. króna framlagi úr ríkissjóði. Verða í þá vinnu teknir 1—2 hundruð manna, ef reiknað er með 6 stunda vinnudegi. I því sambandi er rétt að minnast þess að 60 bæjarvinnumönn- um hefir verið sagt upp. — Ennfremur var samþykkt að Ieggja fram 2/3 hluta gegn at- vinnubótaframlagi ríkissjóðs til Reykjavíkur- j bæjar á fjárhagsáætlun. Þegar hér var komið málum bjuggust verka- ! menn við því að kratarnir myndu bera fram | tillögu um að bæjarstjórnin segði af sér og nýjar kosningar færu fram, eins og Dagsbrún og atvinnuleysingjafundurinn hafði falið þeirn. En þeir minntust ekki á slíkt. Hrópuðu þá verkamenn úr salnum að þeir krefðust þess að bæjarstjórnin leggði niður umboð þegar í stað. Kommúnistaflokknum og atvinnuleysingja- nefndinni hefir tekist að safna atvinnulaus- Framh; á 4. síðu. Stj ómarkosn ing í Sjómannafélagínu. Róttækir sjómenn gera ráðstafanir til að fvlkja sjómönnum um baráttuhæfa stjórn. I tilefni af stjórnarkosningunum, sem nú standa yfir í Sjómannaféláginu hefir „bar- áttunefnd sjómanna“, sem róttækir sjómenn hafa kosið sér, sent út ávarp til meðlima Sjó- mannafélags Reykjavíkur. í ávarpinu er bent á hina hörðu baráttu, sem bíður Sjómannafélagsins nú í vetur til að verjast árásum atvinnurekenda, ríkisstjórnar og banka á kaup þeirra og kjör. Notar auð- valdið aðallega tvær aðferðir til að fá kaupið lækkað. Önnur þeirra er hlutaráðningin, en hin er krónulækkunin. Til þess að verjast þessu, verða sjómenn að búast til baráttu fyr- ir afnámi hlutaráðningarinnar og hækkun kaupsins, að minnsta kosti að sama skapi og krónan fellur. Þess vegna hvetur „baráttunefnd sjómanna" alla sjómenn til að kjósa þá menn í stjórn Sjómannafélagsins, sem hafa lýst sig reiðu- búna til að taka á sig forustuna fyrir afnámi liiutaskiftanna og hækkun kaupsins til and- svara krónulækkuninni. Þessir menn eru: Sveinn Sveinsson í formannssæti, Ásgeir Pét- ursson í varaformannssæti, Rósinkranz ívars- son í ritarasæti, Björn Bjarnason í féhirðis- sæti og Steindór Árnason í varaféhirðissæti. ,,Verklýðsblaðið“ fagnar þessari samfylk- ingu sjómanna af ýmsum pólitískum skoðun- um á grundvelli stéttabaráttunnar, og skorar á alla sjómenn að kjósa þá menn sem stungið er upp á í ávarpinu og enga aðra. Að vísu er ágætur maður í kjöri í varaformannssæti, sem ekki er mælt með í ávarpinu (Eggert Brands- son), en fyrst „baráttunefndin“ hefir mælt með Ásgeiri, er það skylda allra róttæki’a sjó- rnanna að kjósa hann. Dreifing atkvæðanna verður aðeins til að koma hlutaskiftamannin- um Ólafi Friðrikssyni að. Þetta ávarp er sannarlega orð í tíma talað. Það er ekki álitlegt fyrir sjómenn að leggja út í hina hörðu baráttu, sem framundan er, með stjórn, sem hefir hin illræmdu hlutaskifti á samvizkunni og sem hefir lýst því yfir, að gagnvart krónulækkuninni standi verkalýður- inn varnarlaus — þ. e. eigi að taka við kaup- lækkuninni. Verklýðsblaðið tekur undir með niðurlags- orðum ávarpsins: „Dáðríka, sterka sjómannastjórn í Sjó- mannafélaginu!“. HVÍTLIÐAR Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var fjöldi hvítliða sem leigðir voru til að halda vörð um bæjarstjórnina, sem auðsjáanlega hefir haft slæma samvizku. Sagt er að þeir hafi haft 2 krónur um tímann í kaup. — Ekki skortir bæjarstjórnina fé til slíkra útgjalda.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.