Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KONNÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg, Reykjavík 15. desember 1931 55. tbl. Islandsbankahneykslið aftur á dagskrá. Hæstiréttur staðfestir, að bókhald bankans hafi verið falsað. Hvenær verða bankastjórarnir teknir fastir? 1 vikunni, sem leið, féll dómur í hæstarétti í máli því, sem Kristján Karlsson, einn af fyr-. verandi bankastjórum Islandsbanka, höfðaði gegn Útvegsbankanum, til þess að fá fullnægt kröfu um greiðslu á eins árs bankastjóralaun- um, sem hann samkvæmt ráðningarsamningi sínum frá árinu 1928, þóttist eiga tilkall til. í dóminum sátu allir lagaprófessorar háskól- ans, þeir Einar Arnórsson, Ólafur Lárusson og Magnús Jónsson, en hinir föstu dómarar í réttinum, Eggert Briem og Páll Einarsson viku sæti fyrir skyldleika sakir og venzla við menn, sem málið varðaði. Féll dómurinn þannig, að Útvegsbankinn var sýknaður af kröfu Kristjáns Karlssonar. Eru forsendur dómsins þær, að kröfu banka- stjórans hefði borið að taka til greina, ef fiánn hefði rækt stöðu sína vítalaust. En að svo hafi ekki verið. Og eru fyrir þessari niður- stöðu færðar eftirfylgjandi ástæður: 1. Að hann hafi samþykkt þá ráðstöfun bankans, að tilfæra dönsk lán í dönskum krón- um án þess að reikningarnir bæru það með sér og að reikna ensk pund með lægra gengi en rétt var, þannig að efnahagsreikningur bankans hefði af þessum orsökum sýnt meira en eina miljón króna betri hag en hann var í raun og veru. 2. Að hann hefði þrátt fyrir aðstöðu sína til þess að kynna sér hag stórra skuldunauta bankans, eins og Sæmundar Halldórssonar í Stykkishólmi og Stefáns Th. Jónssonar á Seyðisfirði, samþykkt að lána þeim stórar fjárupphæðir, eftir að það var augljóst orðið, að þeir ekki mundu geta staðið í skilum. Er það tekið fram í forsendum dómsins, að misfellur þessar hafi að vísu átt sér stað áður en Kristján Karlsson tók sæti í stjórn bank- ans. En þar sem hann engar athugasemdir hafi gert við þær, þá hafi hann bakað sér með- ábyrgð um þessar ráðstafanir. Telur dómurinn af þessum ástæðum, að Kristján Karlsson hefði samkvæmt ráðningar- samningi sínum verið rétt rækur úr stöðu sinni í stjórn bankans án fyrirvara og án bóta. Og bæri því ekki að taka kröfu hans til greina. Dómur þessi mun vekja hina stórkostleg- ustu athygli um allt land, og það engu síður, þótt blöð íhaldsflokksins bersýnilega hafi í hyggju að gera sem minnst úr því hneyksli, sem hér endanlega hefir verið flett ofan af. „Vísir" hefir enn ekki minnst á þennan dóm einu orði. Það er skiljanlegt, þegar þess er gætt, að í honum felst einnig vitnisburður lyrir eiganda blaðsins, Jakob Moller alþingis- mann Ihaldsins hér í Rvík, um það, hvers virði það bankaeftirlit hefir verið, sem þjóðin hefir borgað honum 16000 krónur fyrir árlega síðan 1923. „Morgunblaðið" hefir aðeins getið lauslega um dóminn í dagbók sinni. Því ákveðnar munu hiriar vinnandi stéttirí land- inu, verkamenn og bændur, gera kröfu til þess að nú endanlega verði tékið til ítarlegustu rannsóknar það fjárglæfraspil, sem setti ís- iandsbanka á hausinn og hlóð miljónaskuldum á okkar fátæku þjóð. Með dómi hæstaréttar . hefir æðsti dómstóll hins borgaralega ríkisvalds orðið að staðfesta þann dóm, sem öll alþýða þegar hefir fellt yfir stjórn eða réttara sagt óstjórn íslandsbanka. Hann hefir staðfest það, að bankastjórnin lánaði fjárglæframönnum eins og Sæmundi Halldórssyni og Stefáni Th. Jónssyni stórfé, einnig eftir að henni var fullkunnugt um það, að þeir gátu ekki borgað skuldir sínar við bankarm. Það upplýstist fyrir réttinum, að bankinn hefði lánað Sæiuundi Halldórssyni 15000 krónur mánaðarlega allt árið 1929, án allrar tryggingar, enda þótt í byrjnn þess árs tvö ár hefðu verið liðin frá því, að sá skuldu- nautur hætti að framlengja og borga vexti af víxilskuldum sínum við bankann, sem þá námu hálfri miljón króna. Hér á ofan bætist nú sú yfirlýsing í for- sendum hæstaréttardómsins, að bankastj órnin hafi á reikningum bankans látið tilfæra dönsk lán í dönskum krónum, án þess að reikning- arnir bæru það með sér og reiknað ensk pund með lægra gengi en rétt var, þannig að reikn- ingarnir sýndu hag bankans um meira en eina miljón króna betri en hann í raun og veru var. Hæstiréttur hefir þar með slegið því föstu, að bankastjórnin hafi vísvitandi fært rangt bókhald, að hún hafi falsað reikninga bankans. Minni sakir hafa nægt til þess, að óbreyttir verkamenn væru dregnir fyrir lög og dóm. Og það eru ekki nema nokkrar vikur síðan að „Morgunblaðið" flutti fregn af enskum lávarði, sem dæmdur var í.tólf mánaða fangelsi fyrir það, að hann hafði gert 'sig sekan um að fegra efnhagsreikning atvinnufyrirtækis, .sem hann sjálfur átti. Hér, í íslandsbankahneykslinu, er um menn að ræða, sem stóðu í opinberum trún- aðarstöðum og voru meðal hæstlaunuðu ínanna á landinu. Kristján Karlsson hafði 20 þús. kr. árslaun, Sigurður Eggerz 24 þús. kr., Egg- ert Claessen meir að segja 32 þús. kr. Það getur ekki orkað tvímælis, að þessir menn hafa með stjórn sinni á Islandsbanka ekki einasta gert sig skaðabótaskylda, heldur og hreint og beint brotlega við hegningarlögin. Jónas Jónsson dómsmálaráðherra hefir ekk- ert tækifæri látið ónotað til þess að stæra sig af því, að hann hafi fyrsf.ur allra dómsmála- ráðherra hér á landi látið lög og rétt ganga jafnt yfir alla, jafnt æðri sem lægri. Svo mikið er víst að hann hefir ekki vantað einurð til þess að láta taka verkamenn hér í Reykjavík fasta fyrir að tala máli hinna atvinnulausu við bæjarstjórn. Hitt er eftir að sjá, hvort dóms- málaráðherrann álítur það varða við lög, ef stórlaxar borgarastéttarinnar ausa út í ábyrgð- arleysi bankafé og falsa bankareikninga. Eða er dómsmálaráðherranum nokkuð að vanbún- aði í þessu máli? Þykir honum það ef til vill Framh. á 2. síðu. Smáútvegsmenift binda&t samf ökum á grund- velli stéttabaráttunnar Smáútvegsmenn í Vestmannaeyjum fylkja sér um kröfur Kommúnistaflokksins. Frá Vestmannaeyjum er blaðinu símað: Vestmannaeyjum 10. des. Félag smáútvegsmanna stofnað af 40 í gær- kvöldi, á grundvelli samfylkingar verkalýðs og smábænda í stéttabaráttunni. Kröfur smáút- vegsbænda til ríkis og banka um greiðslufrest skulda og ódýr útgerðarlán í peningum sam- þykkt í fyrrakvöld á 400 manna landsmála- fundi í Alþýðuhúsinu. Verklýðsstéttin samein- ast nú óðum um kröfur Kommúnistaflokksins. Kratarnir boðuðu til landsmálafundar þessa, en stefna þeirra hefir auðsjáanlega ekki feng- ið áheyrn. Hin vinnandi alþýða í Eyjum fylkir sér stöðugt þéttar um hina kommúnistisku úr- lausn málanna. IIIIIB l—IMHIim il1Hil1HI|i|i|IWIllllllHnil''iHilll'IIIBIIIIIH—mH Barátta j ár niðnaðar m aona Samfylking um kröfur kommúnista í atvinnu- leysismálunum. Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík hélt fund síðastl. föstudag. Var fundurinn mjög fjölsóttur. I atvinnuleysismálunum voru allar þær kröfur til ríkis- og bæjarstjórnar, sem Kommúnistaflokkurinn hefir barizt fyrir, svo sem atvinnuleysisstyrkur er nemi 5 kr. á dag og 1 kr. fyrir hvert barn, úthlutun matvæla á kostnað stórútgerðarmanna og banka o. s. frv., samþykktar. Ennfremur var samþykkt að skora á bæjar- stjórn að krefjast þess af B. P., að það hefji þegar undirbúning undir byggingu olíugeyma þeirra, er bæjarstjórnin hefír veitt leyfi til að byggja, eða að öðrum kosti verði leyfið aftur- kallað. Einnig var skorað á bæjarstjórnina að hefja þegar undirbúning að byggingu hinnar væntanlegu dráttarbrautar í Reykjavík. Ef bæjarstjórnin verður ekki við þessum kröfum var þess krafizt að bæjarstjórnin segði af sér þegar í stað og nýjar bæjarstjórnarkosningar fari fram. Kröfur þessar voru samþykktar með öllum atkvæðum. Er gott til þéss að vita, að iðnaðarmenn skuli taka svona eindregið og einhuga undir kröfur þær í atvinnuleysismálunum, sem verka- lýðurinn hefir fylkt sér um undir forustu Kommúnistaflokksins. Ætti nú bæjarstjórninni að fara að verða það ljóst, að verklýðsstéttin í Reykjavík stendur einhiiga um kröfuna um, að hún leggi niður umboð sitt, ef hún ætlar að halda áfram að hundsa atvinnukröfur þær, sem verkamenn hafa fylkt sér um. TILKYNNIÐ BÚSTAÐASKIPTI! Áskrifendur, sem hafa haft bústaðaskipti, og ekki hafa fengið blaðið með skilum þess vegna eru alvarlega áminntir um að tilkynna strax heimilisfang sitt á afgreiðslu blaðsins.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.