Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 2
r Utbreiðsluíundur. Reykjavíkurdeild komtnunistaflokksins boðar til útbreiðslufundar í Kaupþingssalnum fimmtudaginn 17. des. kl. 8V2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Brynj. Bjarnason: Hversvegna var kommúnistaflokkurinn stofnaður ? 2. Stefán Pétursson: Kreppan og orsakir hennar. — Tvö skipulög. j. Guðjón Benidiktsson: Atvinnuleysisbaráttan og kommúnistaflokkurinn. J. Þorsteinn Pétursson: Launadeilurnar og kommúnistaflokkurinn. ;. Haukur Björnsson: Kreppan og ráðstafanir íslenzka auðvaldsins. >. Einar Olgeirsson : Hvernig fær sósíalisminn bjargað afkomu íslenzkrar alþýðu? Öllum þeim sem kynnast vilja kommúnismanum, er boðið á fundinn; sérstaklega skorað á verka- menn að mæta. Stjórnin. 3- 4- 5- 6. Höíum nýjan og saltaðan fisk. Fisksðiusamlag Reykjavíkur. Símar 2266, 1262 og 1443. Kaupið gagnlegar jólagjaflr. Þvottavél, Bónvél, Ryksugu, Straujái'n, Strau- vél, Lampa á borð, Ljósakrónur, Postulíns- eða Marmaraskál, Ofn til að hlýja upp með, Kerti á jólatréð, eða eitthyað til gagns og fegrunar heimilum. — Mjög mikið úrval af öllu þessu hjá Eiríki Hjartarsyni, Laugaveg 20 (gengið inn frá Klapparstíg). Sími 1690. Jólatré afar falleg og þétt, eru seld í Baðhúsportinu. Pantendur eru beðnir að vitja sinna í Amatör- verzlun Þorleifs Þorleifssonar, Kirkjustræti 10. Sími 1683. Ódýrastur og bestur Saltfiskur er í símunum 2098 og 1456. nSvixtid að kaupa frostlöginn ágæta, hjá Agli Viihjálmssyni Grettisgötu 16—18. Sími 1717. Til híns rússneska verkalýðs. (Eftirfarandi ávarp sendi íslenzka sendinefndin rússneska verkalýðnum, áður en hún lagði af stað heim. Er það birt í rússneskum blöðum). Félagar! Samkvæmt boði Alrússneska Verklýðssam- bandsins hefir íslenzkum verkamönnum í fyrsta skipti gefizt kostur á að senda fulltrúa sína í kynnisför til sovétlýðveldanna rúss- nésku. Tíu fulltrúar, kosnir af verklýðsfundum víðs- vegar um landið áttu því láni að fagna að fara þessa för. í nefndinni eru 2 kommúnistar, 2 sósíal- demókratar, 2 Sjálfstæðisflokksmenn, 1 Fram- sóknarflokksmaður og 3 flokksleysingjar. Við höfum ferðast víða um Suður-Rússland og Kaukasus og séð hina stórkostlegu upp- byggingu á sviði iðnaðar og landbúnaðar. Við höfum átt tal við fjölmarga verkamenn og setið fundi með þeim; allar uplýsingar fengið í áheyrn þeirra og af þeim sjálfum. Okkur hefir engu verið leynt, öllum spurningum svar- að hispurslaust og leitast hefir verið við að verða við hverri ósk okkar. Ferðaáætlun okkar höfum við sjálfir gert og ákveðið hvað skoðað yrði. Fullyrðing hinna Rússlandssendinefndin Viðtal við nefndina. Rússlandssendinefndin, sem fór héðan í byrjun októbermánaðar, kom hingað með „Brúarfoss“ þ. 7. þ. m. eftir sex vikna dvöl í Sovét-Rússlandi. Meðan nefndarmennirnir ut- an af landi stóðu við hér í Reykjavík, hélt nefndin tvo opinbera fundi í Iðnó fyrir fullu húsi og sagði frá ferð sinni. Æskulýðsfulltrú- arnir héldu opinberan fund í fyrradag. Einnig sagði formaður nefndarinnar, Jens Hólmgeirs- son, frá förinni í útvarpið tvö kvöld. Verklýðsblaðið hafði tal af nefndarmönnum áður en þeir skildu og fékk hjá þeim eftir- farandi upplýsingar: — Nefndin lagði leið sína yfir Hamborg, Berlín og Pólland til rússnesku landamæranna. Biðu hennar þar hinar stórkostlegu móttökur ungra rússneskra kommúnista með lúðra- blæstri og ræðuhöldum. Síðan var haldið til Moskva, þar sem áætlun var gerð um allt ferðalag nefndarinnar. Frá Moskva var farið suður um allt Rússland yfir Stalingrad við Volgu, þar sem stærsta traktoraverksmiðja í heimi er, Rostov, Kisslowodzk, sem er heilsu- hælisbær uppi í Kákasusfjöllum, en þaðan nið- ur á Svartahafsströnd til 'borgarinnar Tuapse. Eftir það sneri nefndin aftur til Moskva og var þar viðstödd hátíðahöld verkalýðsins og rauða hersins á 14. afmæli byltingarinnar þ. 7. nóvember. — Eru nefndarmenn sammála um borgaralegu blaða um það, að í Sovétlýðveld- unum væri öllu leynt, sem miður væri, en að- eins það bezta sýnt þeim sem þangað kæmu, eru rakalaus ósannindi eins og aðrar óhróðurs- sögur þeirra í þá átt. Rússnesku félagar! Við komum utan úr auð- valdsheiminum, þar sem nú ríkir hin geigvæn- legasta viðskiptakreppa, framkomin vegna ósamrýmanlegra mótsetninga auðvaldsskipu- lagsins. Við Islendingar höfum ekki farið var- hluta af faraldri þessum. Aðalframleiðsla okk- ar, sjávarútvegurinn, er að mestu leyti stöðv- uð og þúsundum verkamanna varpað út í at- vinnuleysið. Framundan bíður hin óumflýjan- lega vöntun allra lífsnauðsynja, þó vöru- geymsluhús braskaranna séu hvervetna full af óseljanlegum vörum. — Og enn á íslenzk verklýðsstétt yfir höfði nýja og harðvítuga sókn frá hendi fjandmanna sinna. En hjá ykkur, félagar, er engin kreppa, Framleiðslan vex örara en nokkurntíman hefir áður þekkst. Þjóðartekjurnar vaxa að sama skapi, síðan 1921 hafa þær fimmfaldast og eru nú 1931 49 miljarðar rúbla. Samyrkjuhreyf- ingin hefir vaxið svo hratt að nú eru um 70% allra bænda í samvinnubúum og yrkja þeir 90% af öllum sáðfletinum. — Hið mikla böl auðvaldsskipulagsins, atvinnuleysið, er nú með öllu upprætt og á þessu ári hefir iðnaðurinn aukið mannafla sinn um tvær miljónir. Þrátt fyrir það nægir það ekki hinni sívaxandi eftir- spurn eftir vinnuafli. Á íslandi er vinnudagurinn 9—16 stundir og jafnvel ótakmarkaður, en hjá ykkur aðeins það, að þeim muni sú sjón seint úr minni líða. Á heimleiðinni var staðið við í Leningrad, og þaðan haldið með skipi til Stettin og síðan til Kaupmannahafnar. Hvar sem nefndin kom á leið sinni um Sovét-Rússland, var henni tekið opnum örmum og allt gert til þess að greiða för hennar og gera henni hana sem lærdóms- ríkasta. fekoðaði hún fjölda af verksmiðjum, verkamannabústöðum, verkamannaklúbbum og barnaheimilum, sem eru í sambandi við verk- smiðjurnar, skólum og heilsuhælum. Vöktu all- ar þessar stofnanir almenna hrifningu nefnd- arinnar. Hefir hún í hyggju að gera allítar- lega grein fyrir þeim og öllu ferðalagi sínu í Sovét-Rússlandi í prentaðri skýrslu, sem vænt- anlega kemur út í næsta mánuði. ÍSLANDSBANKAHNEYKSLIÐ Frh. af 1. síðu. iiöggva of nærri forsætisráðherranum, sem eins og allir vita var formaður í bankaráði Islands- banka ? „Verklýðsblaðið“ er sér þess meðvitandi, að tala fyrir munn allrar alþýðu, verkamanna og bænda, í þessu máli. Það krefst þess af dóms- málastjórninni, að fyrverandi bankastjórar íslandsbanka, þeir Eggert Claessen, Sigurður Eggerz og Kristján Karlsson verði tafarlaust teknir fastir, að þeir verði settir undir saka- málarannsókn og látnir sæta fullri ábyrgð fyr- ir stjórn sína á íslandsbanka og allt það tjón, sem þeir með henni hafa bakað þjóðinni. 7—8 stundir. Þið hafið fimmta hvern dag frían, en við sjöunda hvern, er það þó eins al- gengt, að atvinnurekendur svifti okkur einnig þeirri hvíld. Rússneski verkalýðurinn hefir 2—6 vikna sumarfrí með fullum launum og auk þess ókeypis dvöl á hvíldarheimilum og baðstöðum og báðar ferðir fríar. Auk þess hefir hann full- komnar sjúkra-, elli- og slysatryggingar, sér að öllu kostnaðarlausu. Verkamenn sem verða fyrir slysum eða veikindum, halda fullum laun- um auk þess sem þeir fá ókeypis lyf og læknis- hjálp á sjúkrahúsi. Á Islandi eru tryggingar sumpart engar eða sáralitlar. Sumarfrí fær að- eins lítill hluti verkalýðsins, enda er það sjald- gæft að nokkur hafi efni á að veita sér slíkt. Konan í Sovétlýðveldunum fær sömu laun fyrir sömu vinnu og karlmenn og vinnur hún oft aðeins 6 stundir á dag. Auk þess hefir hún frí 2 mán. fyrir og 2 mán. eftir barnsburð með fullum launum. Til þess að gera henni kleift að taka þátt í framleiðslunni jafnt og karl- mönnum, eru byggð stórfengleg almennings- eldhús, þar sem verkalýðurinn getur fengið ódýran, ljúffengan og næringarmikinn mat. Þar er og einnig byggðir barnagarðar og iag- heimili fyrir börn verkakvenna. Þannig eru konunni fengin skilyrði til þess loks að verða alfrjáls. Sendinefndin hefir jafnan á ferð sinni etið í matskálum verkalýðsins, skoðað bústaði !ians og kynnt sér vöruverð og getur því hrakið að fullu hinar svívirðilegu lygar borgarablaðanna um lífskjör verkalýðsins í Sovétríkjunum. Við

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.