Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 3
Sveinn Sigurjónsson & Co. Sími 554. Vesturgötu 18. Sími 554. Allskonar málningarvarur hvergi betri né ódýrari. — „Relieffarvi11, „silkistövu, „glasdemantinu o. fl. þessháttar. Einnig fæst öll vinna á sama stað. — Síðasta tækifæri að fá málaðar mublur fyrir jól. kl. 10—111/2 og 41/2—6. HÖFUM FENGIÐ: Norskar kartöflur, úrvals vara (nokkra poka). Heill og malaður Maís (la Flata). Strau- sykur og Molasykur (Prager). Beztu kaup við skipshlið í dag. Selt aðeins til verzlimarrekenda. Verðið lágt! Bílstöðin „Bíllinn11 Laugaveg 26 hefir ávalt til leigu ódýrasta bíla, og áreiðanlega bílstjóra. Sími 1954. •*<••••••••••••••••• Húsgagnavinnustofan Valíapsfpaeii 4 (Bjöpnsbakapi) býr til allskonar stoppuð húsgögn með mjög sanngjörnu verði, Tekur einnig stoppuð húsgögn til aðgerðar Vönduð vinna! - Fljói afgpeiðsla! Meyvanf Jónsson húsgagnasmiðup. ••••■••••■•••••••••••••• I Jóla-útsalan heldur áfram. Ódýrustu kápur í bænum, svartar, bláar, brúnar, grænar og rauðar. — Loðkápur og , peysufatakápur. — Allir kjólar eiga að seljast, verð frá 10—50 kr. — Ávalt fyrirliggjandi ein- lit itápuefni og skinn á kápur. — Nýkomin skinn á bílstjórajakka. Notið tækifærið fyrir jólin. Sig. Guðmundsson Þingholtsstræti 1. fullyrðum að lífskjör hans séu mörgum sinnum betri en þekkist meðal íslenzkrar alþýðu. í Sovétríkjunum er framleiðslan bundin íöstu skipulagi. Hin risavaxna fimmáraáætlun, sem borgararnir og sósíaldemókratarnir töldu firru eina og spáðu að yrði sovétfyrirkomulag- inu að falli, verður nú áreiðanlega framkvæmd að fullu á fjórum árum og er þegar fram- kvæmd í mikilvægustu greinum framleiðslunn- ar á þremur árum og jafnvel á enn skemmri tíma. Nú er svo komið að mörg auðvaldsríki eru að reyna að skipuleggja framleiðslu sína á líkan hátt að ráði sósíaldemókrata. En slík áætlun er ekki framkvæmanleg þar sem auð- valdið ríkir, og verður jafnvel til þess að auka enn meir andsæður þess skipulags. Menningarframfarir í Sovétríkjunum eru stórkostlegar á öllum sviðum. Nú eru fáir, jafnvei meðal gamalmenna, sem ekki eru læsir og skrifandi. Almennri sjö ára skólaskyldn verður að fullu koniið á í lok þessa árs. Auk þess er hverjum verkamanni gefinn kostur á æðri verklegri og bóklegri menntun. Nem- endur fá alla kennslu ókeypis og fá námsstyrk svo háan, að fullkomlega nægir til lífsviður- væris. Við allar verksmiðjur eru byggð funda- og samkomuhús, og í sambandi við þau kvik- mynda- og leikhús. Bókasöfn og lessalir eru í öllum þessum húsum. Hér dvelja verkamenn í frístundum sínum og er félagslíf þeirra öll- um til fyrirmyndar. Ríkið ver stórfé árlega til slíkra bygginga víðsvegar um landið. Á íslandi er fræðslumálakerfinu mjög svo ábótavant, lítið sem ekkert gert til þess að veita alþýð- unni nauðsynlega menntun, og nám við æðri skóla ókleift fyrir fátækari stétt verkamanna. Alþýðan í Sovétlýðveldunum hefir ekki að- eins losað sig undan arðráni hinnar innlendii borgarastéttar, heldur hefir henni einnig tek- izt að gera land sitt óháð arðráni hins alþjóð- lega auðmagns meðan íslenzk alþýða enn styn- ur undir tvöföldu oki hins innlenda og er- lenda auðmagns. Félagar! Alt þetta hefir ykkur tekist vegna þess að þið hafið undir forustu Kommúnista- flokksins sigrað borgarana með byltingu og tekið völdin í ykkar hendur. Við höfum kom- izt að raun um að alræði öreiganna er ekkí orðin tóm, heldur veruleiki, að hér ríkir verka- lýðurinn og fátækir bændui-, undir forustu Kommúnistaflokksins, sem framkvæmir vilja alþýðunnar. Verkalýðurinn veit, að hann vinn- ur fyrir sjálfan sig, skipar sér í áhugalið, sem myndar hið frumlega kerfi sósíalistiskrar sam- keppni um land allt. Félagar! Við erum sannfærðir um að þið hafið nú þegar lagt traustan grundvöll að sós- íalismanum, sem er leiðin að lokatakmarki baráttu okkar kommúnismanum. Þetta veit alheimsauðvaldið og reynir þessvegna á allan hátt að leyna sanrdeikanum um yfirburði hins nýja skipulags, fyrir verkalýðnum. Breiðir út hinar svívirðilegustu lygar og .hervæðist af al- efli geg-n hinu unga verklýðsríki. Lygarnar um Sovétríkin eru sagðar í þeim tilgangi að tæla verkalýðinn til þátttöku í hinni fyrirhuguðu innrás auðvaldsherjanna í Sovét-Rússland. Sósíaldemókratar styðja auðvaldið í þessum stríðsundirbúningi, bæði beinlínis eins og menséwikka réttarhöldin í vor afhjúpuðu og á- beinlínis með því að taka þátt í rógburðinum og blaðalygunum um Sovétríkin. íslenzku sósíaldemókratamir eiga sinn þátt í þessu. Sum blöð þeirra hafa flutt óhróðurs- sögur um þau og önnur hafa samþykkt lyg- arnar með þögn sinni. Félagar! Við munum er heim kemur gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að út- breiða sannleikann um Sovétríkin og hnekkja öllum lygum um þau. Við vitum að eining verkalýðsins undir forustu Kommúnistaflokks- ins, er skilyrði fyrir sigri sósíalismans, og að stríð gegn Sovétríkj unum er stríð gegn ör- eigalýð alheimsins. Lifi Sovétlýðveldin rússnesku. Lifi alræði öreiganna. Lifi heimsbyltingin. Gísli Sigurðsson, Siglufirði. Jón Jónsson, Bjarnastöðum, Mývatnssveit. Kristján Júlíusson, Húsavík. Baldvin Björnsson, Vestmannaeyjum. Elín Guðmundsdóttir, Reykjavík. Þórður Benediktsson, Vestmannaeyjum. ísleifur Sigurjónsson, Reykjavík. Kjartan Jóhannsson, Reykjavík. Jens Hólmgeirsson, Tungu, ísafirði. Marteinn Björnsson, Reykjavík.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.