Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 5

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 5
15. des. 55. tbl. VERKTVÐSBIAÐie Rothðgg á ríkisrekstrar kenningar Framsóknar og krata. Framsókn gefst upp við „fðgþvinguðu samvinnuna“. Síldareinkasala Islands er afnumin með bráðabirgðalögum, útgefnum af Framsóknar- stjórninni með samþykki íhaldsins. Bú hennar er tekið til gjaldþrotameðferðar. Skiptaráð- endurnir eru Svavar Guðmundsson og Lárus Fjeldsted, báðir úr bankaráði Útvegsbankans. Hvort þar með eigi að búa þá undir þeim skyldari búaskifti, skal ósagt látið. Síldareinkasalan var gjaldþrota. Þar með íékk ríkisauðvaldið í síldarútveginum rothögg sitt. Áður, 1927, hafði einkaauðvaldið í útvegi þessum farið á hausinn. Nú bíður því ekkert annað en hrein yfirdrottnun útlenda síldar- auðvaldsins með leppmennskunni, sem forðum daga, eða tilraunir ríkisvaldsins til að endur- reisa einkasöluna. En hvorttveggja þýðir, að hjakka I sama farinu, sama gjaldþrotinu. Skal nú litið hratt yfir sögu síldarmálanna. Tímabil einkaauðvaldsins og frjálsu samkeppninnar. Fram að 1922 var síldarútvegurinn mest- megnis rekinn af norsku og sænsku útgerðar- auðvaldi, unz íslenzku síldarútgerðamennirnir með fiskveiðalöggjöfinni 1922 knúðu fram úti- lokun Norðmannanna og ráku þá til samkeppni í söltun út á hafi. Sviftu þeir verkaiýðinn vinnu og ríkið tekjum með framferði þessu. Þetta var tilraun útgerðarmannastéttarinnar til þjóðlegs sjálfstæðis. Hún viidi sjálf sitja ein að arðráni íslenzka verkalýðsins og aðstöð- unni til landsöltunar. En íslenzka útgerðarmannastéttin gat ekki stjórnað síldarútveginum sjálf. Hún sökk dýpra og dýpra í leppmennsku við sænska síld- arauðvaldið. Óskilvísi og sviksemi um kaup- greiðslu jukust um allan helming. Síldarútveg- urinn komst í öngþveiti. Að lokum urðu sjálf- ir útgerðarmennirnir að viðurkenna að frjálsa samkeppnin var dauðadæmd. Aðalforsprakki þeirra, Björn Líndal, bar í samráði við „Kveld- úlf“ fram frumvarp á Alþi.ngi 1926 um einka- sölu á síld. 20 útgerðarmenn áttu að fá ein- veldi yfir síldarútveginum. Einn Thorsanna átti að vera forstjóri einkasölunnar utanlands. Einkasölulög Kveldúlfs komust í gegn með at- kvæði Jónasar frá Hriflu í e. d. — En útgerð- armenn höfðu ekki samtök né manndáð til að framkvæma þau. Það fór sem oftast hjá þeim herrum. Enginn þeirra trúði neinum hinna fyr- ir eyrisvirði. Síldarvertíðin 1927 var rothöggið á frjálsu samkeppnina — og á Alþingi 1928 komst Síldareinkasala Islands á stofn. Tímabil ríkisauðvaldsins 1927—1931. Frumvarp það, sem að lögum varð, byggðist á sambræðslu milli Fi'amsóknar og krata. Eftir frumvarpi J. Bald vilau kratarnir láta ríkis- stjórnina algerlega sjá um söluna, en hinsveg- ar átti ríkið ekki að kaupa síldina, heldur að- eins skila andvirðinu smásaman til síldareig- enda. En að samkomulagi varð skipulagið eins og það er kunnugt orðið. Það varð mitt hlut- skipti að verða einn af framkvæmdarstjórum Síldareinkasölunnar. Ég áleit að nú væri tími til kominn að láta reynsluna skera úr, hvort ríkisrekin fyrirtæki og einkasölur innan auð- valdsskipulagsins gætu orðið verkalýðnum til hagsbóta eða ekki. Teningunum var kastað. Stéttabarátta verka- lýðsins var flutt inn fyrir vébönd einkasölunnar. Fyrsta árið sýndi yfirburði Einkasöluskipu- lagsins verzlunarlega yfir frjálsu samkeppnina. Þó spilltu íslenzkir síldarbraskarar fyrir söl- unni eftir mætti, — buðu t. d. Svíum að borga nokkuð af síldarandvirðinu, sem Einkasalan léti þá hafa, til baka til síldarkaupendanna, til að koma sér í mjúkinn hjá þeim. Svo var lepp- mennskan þeim í merg runnin. Síldarhöfðingjarnir norðanlands græddu 1928 yíir J/á miljón króna. Ég áleit að verkalýður- inn ætti ekki að skipta sér af síldarmálunum til þess að auka gróða fjandmanna sinna, held- ur til að taka yfirráðin og hagnaðinn sjálfur. Afskipti verklýðshreyfingarinnar af Síldar- einkasölunni gátu ekki grundvallast á öðru en reyna að tryggja verkalýðnum liagsbætur og yfirráð yfir Einkasölunni. En hinsvegar var ]jað frá upphafi tilgangur útgerðarmanna- stéttarinnar — og fulltrúa þeirra í öllum þing- íiokkum — að festa auðvaldsskipulagið og gróða sinn með þessu nýja fyrirkomulagi. Þessvegna hélt ég því fram, að það gæti þá ekki frá sjónarmiði verkalýðsins verið „til- gangur einkasölunnar að reisa þá stétt fjár- hagslega við, sem komin var með útveginn á glötunarbarminn, en láta höfuðáhættuna hvíla á fiskimönnum og sjómönnum“ (Réttur 1928, bls. 136). Krafðist ég þess þá, að valið yrði um hvort einkasalan ætti að verða atvinnurekendum ei'n- um til hagsmuna — og þá yrðu jafnaðarmenn að berjast gegn henni, — eða hvort „ágóði síldarútvegsins rynni til verkamanna, fiski- manna og ríkisins og yrði notaður til að bæta afstöðu hinna vinnandi stétta í atvinnuvegin- um“. (Réttur, sarna stað). Baráttan hófst vorið 1929 með verkfalli og kauphækkun sjómanna á Akureyri og hélt áfram 1930 með Krossanesverkfallinu og kaup- hækkun verkalýðs á Siglufirði. Að sama skapi harðnaði baráttan milli útgerðarmanna og mín innan Einkasölunnar. Ing-var Guðjónsson og 8 aðrir „þeir helztu“ heimtuðu mig settan frá 1929, Jónas frá Hriflu krafðist þess sama og loks 29. des. 1930 komu Ihalds- og Framsókn- armenn sér saman um að segja mér upp, enda var jeg þá sjálfur orðinn ákveðinn í að fara, þar sem mér duldist ekki lengur að Síldareinka- salan var orðið algert verkfæri í höndum út- gerðarmanna, sem verkalýðurinn fengi ekki notað sér til hagsbóta. Tilraunirnar 1929 og 1930 til að'bæta kjör verkalýðsins í síldaratvinnunni sýndu það áþreifanlega, að aðeins með harðvítugustu stéttabaráttu verkalýðsins vanst nokkuð á. Dómurinn var fallinn yfir ríkisrekstrarhug- myndunum í síldarútveginum sem hagsbótum fyrir verkalýð. Ríkisauðvaldið átti aðeins að festa auðvaldið í sessi, svo að það gæti trygg- ar arðrænt verkalýð á sjó og landi. Dauðadóm- urinn yfir ríkisrekstri sem endurbót fyrir verkalýðinn var upp kveðinn. Síldareinkasal- an stimpluð sem einokunarhringur útgerðar- manna, sem verkalýðurinn aðeins getur bar- izt á móti. 1931: Útgerðarmannavöld: Óstjórn — kúgun — skemmdir. Saga síldarmálanna 1931 er einhver sú ófagr- asta, sem getur. Útgerðarstórlaxamii' beita nú hinum óskertu völdum sínum til að sölsa undir sig alla sölt- unina, gera það að einkasamningum milli sín og saltenda hvernig henni væri ráðstafað. Var þar með tilgangurinn að hafa frjálsari hend- ur um kaupkúgun við verkalýð og drepa Sölt- unarfélag Verkalýðsins. Léði Erlingur Frið- jónsson þeim lið til þessa verks. Afleiðingarn- ar sýndu sig brátt. Útgerðarmenn ráðstöfuðu síldinni til söltun- ar hjá vildarvinum sínum, án þess að kveðja sjómenn ráða í nokkru. Síldin og meðferð hennar var gersamlega á ábyrgð útgerðar- mannanna. Sjómennirnir létu sortera úr síld- inni eftir vild, þeir báru enga ábyrgð. En hvað kemur á daginn? Útgerðarmennirnir og vinir þeirra, saltendur í landi, skemma yfir 40,000 tunnur af síld, eyðileggja um einnar mil- jón krónu virði af síld, vinnu og um- búðum. Sérþekkingin á síldinni, sem íhalds- blöðin guma mest af, sýndi sig- nú í algleym- ingi. En miljónatapið af skemmdu síldinni er látið skella á sjómönnunum, í stað þess að út- gerðarmenn og síldarsaltendur eiga að bera það einir. Fleiri hundruðum þúsunda króna er stolið af sjóniönnunum með þessari aðferð, borgarablöðin og kratarnir hjálpast að við að þegja það í hel. Á eftir ráninu á sjómönnum kemur kaup- kúgunin í landi. Þar þurftu íhaldsatvinnurekendurnir ekki að hafa sig í frammi. Kratabroddarnir unnu verk- ið fyrir þá. Á Siglufirði sprengdu þeir Verka- kvennafélagið til að geta knúið fram lækkun á taxtanum og rænt nokkrum tugum þúsunda króna frá verkakonum. Á Akureyri var einn helzti kratinn í framkvæmdanefnd atvinnurek- enda til að knýja fram atvinnurekendataxt- ann. Að launum kaus Alþýðusambandsstjórn- in þennan atvinnurekenda til að stjórna Síldar- einkasölunni. Það verður ekki annað sagt en þeir stór- laxarnir hafi nú ætlað sér að maka krókinn svo um munaði. En þó þeim heppnaðist með dyggilegri að- stoð kratanna að ræna sjómenn og kúga verka- lýð til kauplækkunar, þá voru þeir né þeirra skipulag samt enganveginn fært um að koma síldinni í verð. Kreppan og heimsverðfallið gerði sitt og óstjórn og sundurlyndi útgerðarmanna sjálfra rak rothöggið á altsaman. Ofan á máttleysi í sölunni erlendis bættist afskiptasemi og ringul- reið útflutningsnefndar. Um hreinsuðu síldina var þráttað fram og aftur unz allt var of seint. Og meðan Líndal var að bjóða hreinsaða síld á 23 kr„ sem var í rauninni fyrirframseld á 37 kr„ bauð I. G. liana út fyrir 12 kr.! Þetta voru aðferðirnar! Síðan var Líndal sendur út til Sví- þjóðar — en hans afrek við Svíann voru þau, að setja tugi þúsunda tunna í umboðssölu til sænska síldarauðvaldsins, — svo það gæti ger- samlega ráðið verðinu sjálft. Svo djúpt hafði einkasalan aldrei sokkið áður. Kaupandinn var látinn skammta sér verðið. Gjaldþrot Sí 1 dareinkasöíunnar. Eftir einnar vertíðar sameiginlega óstjórn útgerðarmanna, með íhald og Framsókn sem fulltrúa sína í útílutningsnefnd, c Sil.aroinka- salan orðin gjaldþrota. Skuldir 1.700.000 kr. Eignir 109.000 af síld, þriðjungur þar af talinn skemmdur. Það verður ekki sagt, að gjaldþrot, þetta sé reitt sérstaklega stórt rriælt á mælikvarða út- gerðarbraskaranna. Fylgifiskar og skjólstæð- ingar Ihalds og Framsóknar eru vanir hver fyrir sig að taka dýpra í árinni með gjaldþrot- in: — Sbr.: Gísli Johnsen: Skuldir 1.500.000 kr„ sem engar eignir voru til fyrir. Kárafélagið: Skuldir 1.600.000 kr„ sem eng- ar eignir eru til fyrir.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.