Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 6

Verklýðsblaðið - 15.12.1931, Blaðsíða 6
IX ú s f r e y j n i* Nú eru jölaöskjurnar yðar komnar. Tvær tegundir, skínandi fallegar, kringlóttar og ferhyrndar. Innihald 2‘/3 kg. Veitið því athygli hve jála-smJBrlikið frá Smára er framúrskarandi gott. snnnn SnjSRUKI Kærkomnasta jólagjöfín er PHILIPS víðtæki p Kærkomnasta jólagjöfin er P. H. • I a m p i n n fæst altaf í margbreyttu úrvali hjá undirrituðum. ^ Einnig mikið af skraut- lömpumog Ijósakrónum. Bræðurnir Ormsson Hafnarstræti 11 VERKLYBSBLAÐIÐ. St. Th. Jónsson: Skuldir 2.000.000 kr., sem engar eignir voru til fyrir. Það er því minnst fjárhagslegt gjaldþrot Síldareinkasölunnar — mælt á mælikvafða út- gerðarmanna og flokka þeirra. Hitt er meira um vert að með Síldareinka- sölunni er dauðadómurinn fallinn yfir aðal- fyrirtæki ríkisauðvaldsins íslenzka, sem Jónas frá Hriflu hefir verið aðalforingi fyrir og krat- arnir skipað sér fastast um. Kreppan er byrjuð að brjóta stoðirnar und- an ríkisauðvaldi íslands. Hvenær hún kemur að sterkari stoðunum, bönkunum, fer nú aðeins að verða tímaspursmál. Hvað tekur við í síldarútveginum? En með Síldareinkasölunni hefir einnig sam- takatilraun íslenzku útgerðarmannastéttarinn- ar gegn erlenda síldarauðvaldinu misheppnast. Frjálsa samkeppnin er nú jafn dauðadæmd og 1927, jafn gjaldþrota og Síldareinkasalan. Þótt líklegt sé, að ríkisauðvaldið reyni að endurreisa einkasöluna, þá er samt viðbúið að það strandi á fjárhagslegu getuleysi. Virðist þá ekki annað taka við en leppmennskan, Norðurland verði aftur alger nýlenda sænska síldarauðvaldsins, þegar það vill líta við því. Nú verða norsku tunnusalamir og sænsku síldarkaupendurnir aftur hinir háu lánar- drottnar, sem íslenzku lepparnir knékrjúpa á víxl um lán og fyrirframsölu og undirbjóða livern annan. Nú er brautin rudd af Framsókn- arstjórninni handa Kveldúlfi, Ingvari Guðj. & Co. til að drottna yfir síldarútgerðinni ásamt trlenda auðvaldinu. Kröfur verkalýðsins. En verkalýðurinn gerir kröfur sínar án til- lits til þess hvort einkasala er eða ekki. Kröfur hans í þrotabú Síldareinkasölunnar hljóta að vera þessar: Full greiðsla alls verkakaups í landi og fulls hluts til sjómanna, eins og engin síld hefði skemmst, — minnst samsvarandi 5 kr. á tunnu í viðbót. Er það alls 330.000 kr. til sjó- manna og iíklega ca. 100.000 kr. til landfólks. Þessi greiðsla gangi fyrir öllum öðrum greiðslum úr þrotabúi Síldareinkasölunnar. örugt ætti að vera að minnsta kosti þessi upphæð komi inn enn þá, svo að ef kröfur sjó- manna verða svo háværar og ákveðnar, að valdhafarnir þori ekki annað en verða við þeim, þá er þetta framkvæmanlegt. En kröfur verkalýðsins í síldarútveginum í framtíðinni verða fyrst og fremst að vera þessar: Full taxtagreiðsla við síldarvinnuna. Afnám hlutaskiptanna, en í staðinn komi kaup og prenúa með lágmarkstryggingu. Greiðsla kaupgjalds bæði til landfóiks og sjómanna gangi á undan öllum öðrum greiðsl- um og hafi verkalýðurinn á sjó og landi lög- veð í allri síld fyrir kaupinu. En fari svo, sem líklegt er, að útgerðar- mannastéttin sýni sig nú — í þriðja og síð- asta sinn — ófæra til að stjórna atvinnuvegi þessum og geti ekki frekar en endranær tryggt afkomu þeirra, sem hún nú hefir arðrænt vægðarlaust um áratugi, þá má ekki sjómanna- stéttin og verkalýðurinn í landi láta blekkja sig lengur með hringli fram og aftur milli tveggja auðvaldsforma, frjálsrar samkeppni og einkasölu, — heldur taka nú stefnuna beint að afnámi eignarvalds útgerðarmannastéttar- innar yfir skipunum, að afnámi eignarréttar atvinnurekendanna yfir bryggjum og „plön- um“, að valdanámi verkalýðsins og hagnýtingu ríkisvaldsins í þágu alþýðu. Baráttan stendur nú ekki lengur um frjálsa samkeppni eða einkasölu, — það er nú hvort- tveggja jafngjaldþrota. Nú er baráttan háð um útgerðarmannavöld eða verklýðsvöld, um auðvald eða sósíalisma. Nú er undir því komið hve fljótt og einarð- lega alþýðan fylkir sér um Kommúnistaflokk íslands, eina flokkinn, sem berst gegn auðvald- inu í öllum þess myndum, — hvort íslenzkur verkalýður verður enn þá lengi að þola drottn- un útlenda og innlenda auðvaldsins, óstjórn þess og kúgun. Einar Olgeirsson. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 k.r., 1 lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaös- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.