Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KONNÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 22. desember 1931 56. tbl. Næstu skrefin í baráttu atvinnuleysingjanna Krefjist bráðabirgðaratvínnuleysisstyrks fyrir jólin! Rúmlega 200 menn hafa verið teknir í at- vinnubótavirinu hjá bænum. Eru þessar lítil- fjörlegu atvinnubætur eingöngu að þakka sam- fylkingu verkalýðsins í Reykjavík í atvinnu- leysisbaráttunni undir forystu Kommúnista- flokksins. Og miklu meira mundi hafa áunn- ist ef kratarnir hefðu ekki hlaupið undan merkjum og snúizt gegn kröfum atvinnuleys- ingjanna, eins og þeir gerðu á næstsíðasta bæ j arst j órnarf undi. Samkvæmt frumvarpi því til fjárhagsáætl- unar bæjarins, sem lagt var fram á síðasta bæjarstjórnarfundi, er gert ráð fyrir að 270 þús. kr. verði lagðar til „atvinnubóta". En það er fjarri því að hér sé um nokkrar at- vinnubætur að ræða, því frv. ætlast til að all- ar verklegar framkvæmdir í bænum skuli heita „atvinnubætur". Er með frv. þessu gert ráð fyrir að minna fé verði lagt til atvinnu í bæn- um en undanfarin ár. Hér er því um hreina blekkingu að ræða. Verkamenn verða því að herða mjög bar- áttu sína fyrir atvinnubótum og atvinnuleys- isstyrk, ef þeir vilja verjast sultinum það sem eftir er vetrarins. Dagsbrún samþykkti á síðasta fundi kröfu til bæjarstjórnar um að bæta eftir nýár 500 mönnum í atvinnubóta- vinnuna. En þetta er ekki nóg. Hér ganga vafalaust ekki færri en 1000 manns atvinnu- lausir. Bæjarstjórn hefir enn synjað kröfunum um atvinnuleysisstyrk, enda hafa kratabrodd- arnir snúist gegn þeim kröfum. En þrátt fyrir það verður að halda þeirri baráttu á- fram og herða hana, þar til árangurinn næst. Nú má ekki minna vera, en atvinnuleysingj- um, sem ekki hafa til hnífs og skeiðar séu veittar brýnustu nauðsynjar yfir jólin til bráðabirgða. — Þess vegna hefir atvinnu- leysingjanefndin sent borgarstjóra kröfu um að öllum atvinnulausum verkamönnum, sem ekki hafa orðið atvinnubótanna aðnjótandi, verði veittur atvinnuleysisstyrkur fyrir jólin, er nemi minnst fullum vikulaunum. Allir atvinnulausir verkamenn verða að taka undir þessa kröfu. Farið til borgarstjóra í hópum og kref jist þessa styrks. AtvinnuleysismáliS á Dagsbrúnarfundi. Á síðasta Dagsbrúnarfundi voru krata- broddarnir harðlega víttir af verkamönnum fyrir hina sviksamlegu framkomu sína í at- vinnuleysismálunum í bæjarstjórn. 1 sambandi við það bar Guðjón Ben. fram eftirfarandi tillögu: Verkamannafélagið „Dagsbrún" heldur fast við fyrri kröfur sínar til bæjarstjórnar Reykjavíkur í atvinnuleysismálunum og felur fulltrúum Alþýðu- flokksins í bæjarstjórninni að bera þær fram 6- breyttar á næsta bæjarstjórnarfundi. Ennfremur lagði Guðjón fram fyrir hönd atvinuleysingjanefndar tillöguna um að krefj- ast bráðabirgðar atvinnuleysisstyrks fyrir jólin — og loks tillögu um að: engum starfsmanni bæjarins sé útborguð hærri laun en 500 kr. á mánuði, fyrst um sínn, meðan verið er að koma atvinnubótunum í viðunandi horf. Borgarstjóri hefir t. d. 1500 kr. á mánuði. Héðinn bar þá fram tillögu um að vísa þessu frá með rökstuddri dagskrá og var til- lagan jafnframt traustsyfirlýsing til krata- brod^anna í bæjarstjórninni. Tillaga þessi var felld með nokkurra at- kvæða mun. Þar með lýsti meirihluti fundarins van- trausti sínu á framkomu kratabroddanna, og fylgi sínu við kröfur atvinnuleysingjanefndar- innar. En Héðinn og Co. gerðu sér lítið fyrir og iölsuðu atkvæðatalninguna. Verður því bókað að tillaga Héðins hafi verið samþykkt. Með þessu hafa kratabroddarnir lýst sig andvíga því: 1. Að Dagsbrún haldi fast við fyrri sam- þyktir sínar í atvnnuleysismálunum. 2. Að verkamenn fái bráðabirgðaatvinnu- leysisstyrk fyrir jólin. 3. Að laun borgarstjóra og annara hálauna- manna bæjarins verði lækkuð. Nú á að láta kné fylgja kviði og bæla nið- ur kröfur atvinnuleysingjanna. En það skal ekki takast. Engar atkvæða- falsanir skulu megna neitt að kljúfa sam- fylkingu verkalýðsins. Nú ríður á að treysta fylkingarnar. Á fundi Dagsbrúnar á laugardag, tilkynnti stjórnin, að atvinnurekendur hefðu farið þess á leit, að Dagsbrún kysi nefnd til þess að ræða við þá um kaupgjaldið á næsta ári. Líklegt er að atvinnurekendur fari fram á kauplækkun. Verkamenn verða að krefjast þess, að stjórnin svari því einu, að stórkostleg kauplækkun hafi þegar átt sér stað með geng- isfallinu, og að Dagsbrún sé albúin til að verj- ast þeirri kauplækkun, með því að beita sam- tökunum til þess að fá kaupið hækkað að sama skapi og dýrtíðin hefir vaxið. Til þess að fá kaupið hækkað svo að það jafngildi kaupinu í fyrra í gullkrónum, þarf það að hækka um ca. 50%, þ. e. 68 aura á klukkustund. Krafan verður að vera: Hækkun kaupsins, svo að það jafngildi því, sem það var í fyrra. Starfsemi Kaupfélags Alþýðu strandar á því að Jón Baldvinsson svíkur gefið loforð um að veita félaginu nauðsynlegt lán. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu, hefir verið stofnað kaupfélag verkamanna hér. Undirbúningur undir stofnun félagsins vók langan tíma, sem aðallega fór í makk kratarma við Framsókn um rekstur sameiginlegs kaup- félags og hinsvegar í bænarferðir undirbún- ingsnefndarinnar milli bankanna til þess að heyra undirtektir þeirra um lánveitingar til félagsins. Árangur þess varð sá, að á fyrri stofnfundi íélagsins gat undirbúningsnefndin skýrt frá því að Jón Baldvinsson hefði lofað að veita félaginu 10 þúsund króna lán úr Útvegsbank- anum. Þar sem álitið var að félagið mundi geta komist af með þessa upphæð auk stofngjalds íélagsmanna var endanlega ákveðin stofnunin. Kratarnir gortuðu nú heldur en ekki af þeim miklu hagsmunum sem fylgdu því fyrir ís- lenzka alþýðu að hafa fulltrúa í bankastjófn- inni „sem brosandi mundi rétta þeim féð" eins og Sigurður Einarsson komst að orði á stofn- fundi félagsins. Þegar kosning félagsstjórnar átti að fara fram var látið í veðri vaka að betra mundi vera að hafa einhvern í henni, sem hefði dá- litla ístru til að auka virðingu hennar gagn- vart bankanum og féll það í hlut Héðins Valdimarssonar að prýða stjórn verkamanna- kaupfélagsins með þvr tryggingarmerki. Nú var gengið fram í því að innheimta stofngjald félagsmanna og lagði margur verka- maður hart að sér að borga þær krónur. En hvað kemur svo á daginn þegar félagið á að taka til starfa? Þegar kaupfélagsstjórnin gengur eftir lán- inu til bankans neitar „fulltrúi alþýðunnar" í bankanum, Jón Baldvinsson, að veita félaginu lán það, sem gengið hafði verið út frá að fengist. Afleiðingin var sú, að félagið gat ekki tekið til starfa. Félagsstjórnin hefir engan fund kallað sarnan til þess að skýra félagsmönnum frá þessu, en hyggst að draga dul yfir fram- ferði Jóns Baldvinssonar með því að reka fé- lagið sem pöntunarfélag, en slíkt fyrirkomu- lag getur auðvitað ekki orðið öðrurri en þeim til hagnaðar, sem hafa fé milli handa til þess að kaupa fyrirfram vörur til lengri tíma. Jafnframt því sem Útvegsbankinn hefir fleygt hundruðum þúsunda króna í hina og aðra spekúlanta, miljónir sem síðar munu verða velt yfir á herðar alþýðu eins og tapi íslandsbanka í fyrra, er kaupfélagi verka- manna neitað um nokkrar þúsundir til þess að skipuleggja neytendasamtök verka- lýðsins hér í bæ og halda í vöruverðið. Krafa kaupfélagsmeðlima verður að vera sú, að kallað verði til fundar nú þegar, svo félags- menn geti tekið ákvörðun um ráðstöfun stofn- gjalds síns. Kaupféiagsmeðlimur.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.