Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 2
Nýja stjarnan. Jólasöngur öreigans. Við kertaljós borðar burgeisinn, 'hann bergir sitt dýra vín, en presturinn ber oss boðskapinn: „Sjá Betlehemsstjarnan skín“. Því burgeisinn angrar ekkert nú og eftir kristnum sið með sveittan skalla og sæll í trú hann syngur með fullan kvið: „Heims um ból, helg eru jól“. Hann situr nú bljúgur burgeisinn við blaktandi kertisskar og harmar, að fátæki frelsarinn fæddur í jötu var. Úr öllum fylgsnum flæðir heit hin falda trúarglóð, með kærleikshuga ’in kristna sveit skal kyrja þakkaróð: „Hin íegursta rósin er fundin“. En uppi í geimnum á ískaldri nótt allt er nú hljótt; ný stjarna þar ljómar og le;ftrar svo rótt. 1 fátækra hreysi birtu hún ber og blóðrauð hún er, og oddamir fimm þeir lýsa leið frá löstum, myrkri og hungursneyð. Fátækum, hrjáðum skín himinljós bjart, — hinir ríku eru blindir, þeir eygja það vart —. Hjá öreigans vöggu þess leiftur Ijóma, þar sem lífið er glíma við örbyrgð tóma, því einn er ei fæddur frelsari manna, nei, fjöldi — miljónir öreiganna. Því loks út úr rökkrunum ryðst þessi fjöldi, rauða stjaman á undan fer. Að ormétins þjóðfélags æfikvöldi óðum líður, þú sveltandi her! Úr völdunum hrapa hræsnarar þá, sem hyggjast enn múginn að blekkja. Þá heyrist glymja um hauður og sjá það heróp, sem allir þekkja: „Bræður til ljóss og til lausnar laðar oss heillandi sýn. Fögur mót fortíðarmyrkrum framtíðin ljómandi skín“. (Lauslega þýtt úr þýzku). H. K. Klofníngstílraunir kratanna Einari Olgeirssyni neitað um yfirfærzlu úr Verkamannafélagi Akureyrar í verka- mannafélagið Dagsbrún. Á síðasta fundi Dagsbrúnar sótti Einar 01- geirsson um að hann yrði yfirfærður úr verka- mannafélagi Akureyrar í Dagsbrún. Kratarnir lögðu á móti þessu vegna þess að Einar er kommúnisti. Köstuðu þeir þar með grímunni og lýstu því yfir, að tilgangur þeirra sé að kljúfa verklýðsfélögin, til þess að halda pólitískum yfirráðum. Kratarnir helltu sér nú yfir Einar Olgeirs- son og létu dynja á hann öll verstu skammar- yrði, sem íslenzkt mál á til. Einar stóð fyrir utan dyrnar og bað um að mega koma inn og verja sig, en var neitað um það. Var þá lögð \ fram tillaga um að Einari væri leyft að sitja 1 fundinn meðan rætt væri um mál hans. Héð- inn neitaði að bera tillöguna upp. Síðan var inntökubeiðni Einars borin undir atkvæði og felld með 75 atkvæðum gegn 62. Mönnum þessum, sem greiddu atkvæði móti Einari, var flestum smalað til þess að útiloka frá verklýðsstarfseminni þann mann, sem drýgstan þátt hefir átt í því, að skapa verk- lýðshreyfinguna á Norðurlandi. Kirkjan og atvinnuleysið Kirkjan á Isafirði neitar að ávaxta sjóð sinn Jiannig, að hann geti komið atvinnuleysingj- unum að gagni. Isafjarðarbæ hefir verið neitað um lán til atvinnubóta vegna þess að hann stendur í á- byrgð fyrir samvinnufélag ísfirðinga, sem er á barmi gjaldþrotsins. En á Isafirði hefir kirkjan yfir að ráða sjóð sem kallaður er kirk j uby ggingas j óður. Fór nú bæjarstjóri þess á leit við sóknamefnd, að hún lánaði 16000 krónur úr sjóðnum til atvinnubóta og bauð 6i/2% í vexti af láninu, en nú er sjóður- inn ávaxtaður með 61/2%. Sóknarnefnd svaraði fyrst að leyta yrði til hærri staða. Var þá kirkjumálaráðuneytinu skriíað og gaf það sóknarnefnd algerlega á vald hvað hún gerði í þessu máli. Sendi þá sóknarnefnd bæjarstjóra svar sitt og neitaði algerlega um lánið. Hér rekur kirkjan svo opinberlega erindi Frá Hafnarfirði Kratarnir í Hafnarfirði, sem eru í hreinum meirihluta í bæjarstjórninni þar, þvinga verka- menn til að falla frá kröfunni um einfaldasta rétt til lífsins. Eins og getið var um í síðasta blaði var hald- inn fundur í „V-erkamannafélaginu Hlíf“ í Hafnarfirði 4. des. eftir áskorun kommúnista til að ræða atvinnuleysið. Voru þar bornar fram tillögur af kommúnistum í Hafnarfirði og skorað á bæjarstjórnina að koma á atvinnu- bótum og atvinnuleysisstyrk og gefa atvinnu- lausum verkalýð eftir útsvör. Þessar kröfur voru allar samþykktar með öllum greiddum at- kvæðum. 11. des. vor svo aftur haldinn fundur í félag- inu „Hlíf“ eftir áskorun bæjarstjóra og þeirra kratafulltrúa í bæjarstjórninni, sem ekki eru í stjórn „Hlífar“. En þeir tveir bæjarfulltrúar, sem voru í stjórn „Hlífar“, sendu bréf á fund- inn þess efnis að þeir segðu af sér störfum í bæjarstjórninni vegna þess að þeir treystu sér ekki til að framkvæma þær kröfur, sem verka- menn samþykktu á siðasta fundi sínum. Stóðu þeir nú upp hver á fætur öðrum, kratafulltrú- arnir, og lýstu ástandi bæjarstjóðsins og hversu kröfur þessar væru óframkvæmanleg- ar eins og nú stæði á og töldu kröfur þessar slíka móðgun við sig, að þeir yrðu nú að segja af sér, þar sem kröfur verkalýðsins væru nú að vaxa þeim yfir höfuð. Þó gat einn þeirra þess, að vænlegra myndi fyrir verkalýðinn, að falla frá kröfum þessum og þeir sætu áfram í bæjarstjórninni, því þeir myndu hér eftir sem hingað til „gera eitthvað“ fyrir verkalýðinn. Friðjón A. Jóhannsson og Magnús Kjartansson bentu þeim á, að væru þessar kröfur ófram- kvæmanlegar nú, hefðu þær eins verið það á síðasta fundi, hefðu þá þrír bæjarfulltrúar kratanna setið fundinn og ekki hreyft mót- mælum gegn kröfunum og ekki greitt atkvæði gegn þeim. Nú kæmu þeir og þættust ekki geta framkvæmt þessar kröfur og vildu segja af sér. Þetta væru þó kröfur sem flokksbræð- ur þeirra í Reykjavík hefðu séð sér fært að bera fram í bæjarstjórn Reykjavíkur. Bæjar- stjórnin svaraði því til að ástandið væri öðru- vísi í Reykjavík en í Hafnarfirði (sbr. bylt- ing ekki heppileg á íslandi, þótt hún hafi ver- ið heppileg í Rússlandi). Flutti bæjarstjóri að síðustu tillögu þess efnis að fundurinn aftur- kallaði þær kröfur er samþykktar voru á síð- asta fundi, en fundurmn treysti bæjarfulltrú- unum hinsvegar til þess að setja einhverjar atvinnubætur sem fyrst af stað og ætlaði svo stóra fjárupphæð á næstu fjárhagsáætlun sem unnt væri. Þessi tillaga bæjarstjórans var samþykkt með yfirgnæfandi atkvæðum. Þá tóku kratarnir aftur orð sín um að segja af sér störfum bæjarstjórnar og Kjartan Ól- afsson þakkaði verkamönnum fyrir að hafa auðvaldsins, að ekki verður um villst. Auð- valdið telur það í ósamræmi við skipulag sitt að veita atvinnubætur og atvinnuleysisstyrki og kirkjan notar afstöðu sína til þess að koma í veg fyrir að bætt verði úr brýnustu neyð atvinnuleysingjanna. Jafnframt predika þjón- ár kirkjunnar fyrir verkalýðnum, að hann eigi að svelta möglunarlaust, í voninni um ei- lífa sælu á himnum. Samanber: Bíttu gras, blessuð stund bráðum nálgast og sæl er þín bið. Þú færð kjöt, þú færð föt, þegar upp Ijúkast himinsins hlið. Ef biskupinn, sem æðsti stjórnandi kirkj- unnar, lætur þetta hneyksli viðgangast, fellur ábyrgðin á íslenzku þjóðkirkjuna sem. heild. Kröfur smáútvegsmanna Eins og getið var um í síðasta blaði, hafa smáútvegsmenn í Vestmannaeyjum stofnað hagsmunafélag á grundvelli samfylkingar verkalýðs og vinnandi útvegsbænda, fyrir for- göngu Kommúnistaflokksins. Telur félagið nú 47. Félagið hefir gert eftirfarandi samþykkt: „Félag smáútvegsmanna í Vestmannaeyj- um gerir eftirfarandi kröfur til Útvegsbanka íslands h.f. og Landsbanka íslands í Reykja- vík: 1. Gjaldfrest á skuldum smáútvegsmanna og eftirgjöf vaxta um næstu 2 ár, hvort heldur skuldirnar eru við bankana sjálfa eða aðrar stofnanir og verzlanir, sem bankarnir hafa á- hrif á. 2. Útgerðarlán í peningum úr bönkunum til smáútvegsmanna sjálfra án milligöngu kaup- manna og kaupfélaga, til þess að smáútvegs- menn nái sem hagkvæmustum viðskiftum. Út- gerðarlánin séu með sem vægustum vaxta- kjörum og séu lánin miðuð við afla, þá sé lánað minnst 60 krónur út á hvert skippund fiskjar, en þó aldrei minna, en þarfir útvegs- manna yfir alla vertíðina. 3. Að smáútvegsmenn verði fyrst og fremst látnir sitja fyrir öllum þeim lánum, sem bank- arnir geta annars veitt til útgerðar í landinu. Með því að vetrarvertíðin nálgast nú óð- fluga og allur dráttur í þessu efni getur haft örlagaþrungnar afleiðingar fyrir alla alþýðu manna í þessu bygðarlagi, væntum vér að bankarnir bregðist fljótt við þessum kröfum vorum.“ Kröfur þessar eru í fullu samræmi við á- lyktun 1. ráðstefnu K. F. í. í málefnum smá- útvegsmanna. Þó viljum við benda á að gjald- frestur er aðeins gálgafrestur. Nauðsynleg't að knýja bankavaldið til að afskrifa sl^uldir smá- útvegsmanna að nokkru eða öllu leyti, eftir því sem þörf krefur. Hinsvegar hefir stórt spor verið stigið, ef tekst að neyða bankavald- ið til að uppfylla þessar kröfur. Þess vegna þurfa allir smáútvegsmenn að fylkja sér þétt um þær. EKKI ODDFELLOWAR. Að gefau tilefni skal það tekið fram, að menn þeir, sem getið er í 53. tbl. blaðs þessa, að séu riðnir við fölsun og vínsmyglun eru ekki Oddfellowar. — Allt eru þetta samt fínir menn, og höfuðpersónan konunglegur hirðbakari, officeri af franska aka- demíinu og sæmdur orðu af forsota Frakklands og hefir ríkisstjórnin leyft honum að bcra hana. Nú eru flostir fínir menn annaðhvort Oddfellowar eða frimúrarar. Iíannske þessir séu frímúrarar? fallið frá kröfum sínum. Þakkaði verkamönn- um fyrir það, að þeir vildu lofa krötunum enn um tíma að starfa ótruflaðir í þjónustu auð- valdsins.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.