Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 3
Til íslenzkra sjómanna Jesús og Lazarus Eftir Oscar Wilde. Dag nokkum sat Lazarus á bekknum fyrir framan húsið sitt og ornaði sér í sólskininu. Þetta var nokkru eftir það, að Jesús hafði vakið hann upp frá dauða. Lazarus sat með augun aftur, en af svalanum, sem allt í einu brá um hann, finnur hann það, að einhver stendur fyrir framan hann. Hann lýkur upp augunum og sér þá, að þetta er Jesús. Lazar- us ætlar að standa upp, en Jesús leggur hönd- ina mjúklega á öxl honum og gaf honum þann- ig til kynna, að hann skyldi sitja kyrr, svo að Lazarus færði sig því aðeins lítið - eitt til á bekknum, til þess að Jesús gæti fengið sér þar sæti hjá honum. Löng stund líður svo að Jesús þegir og Laz- arus segir heldur ekkert, af því að hann er fullur lotningar fyrir þögn Drottins. Loks snýr Jesús sér að honum, lýtur höfðinu, svo að varir hans næstum snertu eyra Lazarusar, og segir í hálfum hljóðum: „Þú hlýtur að vita það, Lazarus. Er nokkuð .... hinumegin?" Lazarus talaði líka í hálfum hljóðum, er hann svaraði:. „Nei, Drottinn. Ekkert“. Og Jesús hvíslaði meir’ en hann mælti orð- um, er hann þá sagði: „Þú lætur það ekki fara lengra, Lasarus minn!“ Flokkuriim vex 14 nýir flokksmenn bætast við. Útbreiðslufundur kommúmstaflokksins í Keykjavík var ágætlega sóttur, troðfullur sal- urinn allan tímann. Var ræðumönnum tekið á- gætlega. Að loknum ræðunum sóttu 13 verka- menn og sjómenn um upptöku í flokkinn og 1 verkakona, voru þau öll samþykkt. Meðal þeirra, sem gengu í Kommúnista- flokkinn, var Marteinn Björnsson járnsmiður, sem tók þátt í sendinefndinni til Rússlands, kosinn af járnsmiðum í Reykjavík. Var inn- tökubeiðni hans tekið með lófaldappi félags- manna. Fordæmi Marteins, sem var fylgjandi Sjálfstæðisflokknum áður en hann fór, er hið eftirbreytnisverðasta fyrir alla verkamenn. Hann er einn af þeim fáu, sem hefir getað séð árangurinn af pólitík kommúnistaflokks- ins, þar sem hann er við völd, og hefir breytt samkvæmt þessari reynslu sinni. En betur má, ef duga skal. Allir flokksmenn þurfa að leggjast á eitt að fjölga meðlimum flokksins, stækka Kommún- istaflokkinn. Islandsbanicahneykslið Hvað líður sakamálshöfðuninni? Hér um bil hálfur mánuður er liðinn síðan hæstaréttardómurinn í máli Kristjáns Karls- sonar á móti Útvegsbankanum fletti ofan af sukki fyrverandi íslandsbankastjóra, þeirra Eggerts Claessen, Sigurðar Eggerz og Krist- jáns Karlssonar, og fölsunum þeirra á reikn- ingum bankans. Engu að síður ganga þeir allir lausir enn. Og er nú allri alþýðu manna orðið það ljóst, að Framsóknarstjórnin mum gera sitt til að svæfa þetta hneykslismál, enda forsætisráðherrann, Tryggvi Þórhallsson, sem var fprmaður bankaráðsins, of mikið við það riðinn, til þess að hún þori að hreyfa nokkuð við því. I-Iefir „Tíminn“ af þessum ástæðum mjög hægt um sig út af þessu máli og „Al- 1 þýðublaðið“, sem eins og allir vita, er stjórnað af vikadreng Jónasar frá Hriflu, fer í kringum i það eins og köttur í kringum heitt soð. „Verklýðsblaðið“ getur fullvissað þá háu herra, fslandsbankastjórana, bankaráðsmeð- ; limina, bankaeftirlitsmanninn Jakob Möller og Framsóknarstjórnina um það, að verkamenn Nokkur síðustu árin hafa sjómenn í Vest- mannaeyjum átt mjög í vök að verjast í hagsmunabaráttu sinni við samtök útvegs- manna, sem algerlega hafa látið leiðast af banlcavaldinu og hinum stærstu atvinnurek- endum þar. Aðstaða sjómanna í Eyjum hefir verið að ýmsu leyti mjög erfið, fyrst og fremst fyrir þá sök, að mikill meiri hluti þess verkalýðs, sem vinnur þar á vetrarvertíðinni er aðkom- inn víðsvegar utan af landi. Verkalýður þessi er sennilega að mestu leiti ófélagsbundinn, nokkur hluti hans ofan úr sveitum Suður- landsundirlendisins og Mýrdalnum. Þar sem engin verkalýðssamtök eru starfandi, en hinn hlutinn frá ýmsum stöðum, þar sem hinum nauðsynlegu áhrifum þeirra gætir ennþá mjög lítið. Kaupgjaldsbarátta Sjómannafélags Vest- mannaeyja, hefir því jafnan strandað á því að aðkomumenn hafa flykkst í bæinn rétt um byrjun vertíðar, einmitt þegar sízt skyldi, neyðst til að ráða sig upp á taxta bankavalds- ins og orðið þannig, ekki síður sjálfum sér heldur en sjómönnum Eyjanna, að fótakefli í hagsmunalegum skilningi. Þetta hefir hingað til verið einn örðugasti hjallinn fyrir sjó- mannasamtök í Vestmannaeyjum. Eins og gefur að skilja, hefir þetta verið þungbær reynsla fyrir alla baráttufúsa og stéttvísa sjó- menn í Eyjum, en ætti ekki síður að hafa flutt með sér töluverða lærdóma þeim verkalýð, sem hefir þessi ár orðið að snúa til heimila sinna, að vertíðarþrælkuninni lokinni, jafn snauðir og jafnvel snauðari en þegar að heim- an var haldið. Þó mun síðasta vertíð í Vest- mannaeyjum hafa verið sú allra tekjusnauð- asta fyrir verkalýðinn, bæði þann heimilis- fasta í Eyjum og hinn aðkomna. Útibú íslandsbanka, nú Útvegsbankans, hafði þó á síðasta ári tekið upp þá nýbreytni í fjandskap sínum við sjómennina, að berjast fyrir almennum hlutaráðningum á fiskibátum. Þetta voru fyrstu ráðstafanir bankavaldsins í Vestmannaeyjum, sem sá heimskreppuna nálg- ast hreiður sitt og um leið ráð til þess að velta afleiðingum hennar yfir á herðar sjómanna. Sjómannafélag Vestmannaeyja sá þá strax hættuna, sem sjómannastéttinni mundi stafa af ráðum bankavaldsins, ef þau kæmist í fram- kvæmd og hóf þegar öfluga baráttu gegn hlutaráðningunni, en stilltj upp kröfunni um fastakaup og premíu af afla. Barátta þessi kom þó ekki að tilætluðum notum vegna þess, að ennþá skildu ekki aðkomumennirnir vitjun- artíma sinn og þar við bættist, að allmargir sjómenn í Eyjum, sem áður fyr höfðu háð reipdrátt um hlutinn gegn stórútvegsmönnum og bankavaldinu, töldu að nú væri í nánd upp- ■ og bændur þessa lands láta ekki svæfa þetta | mál. Það skal verða rætt úti um allt land á j, þingmálafundum þeim, sem í hönd fara og ekki fyr látið niður falla en hinir seku hafa verið látnir sæta fullri ábyrgð fyrir óstjórn þeirra á bankanum. REKSTUR RÍKISSKIPA 1932. Að því er frétzt hefir, er nú búið að semja áætlun ríkisskipanna fyrir næsta ár. Sam- kvæmt áætlun þessari á „Súðin“ ekki að fara nema 7 ferðir á árinu og er ætlunin að af- skrá hásetana eftir hverja ferð. fylling óskanna og nýr áfangi unninn. Mis- skilningur þessi orsakaði aftur það, að sjó- menn Eyjanna voru ekki sjálfir nógu einhuga í þessari baráttu, að allmargir þeirra létu véla sig inn á hlutaráðninguna og kröfur Sjó- mannafélagsins náðu ekki almennt fram að ganga. Bankavaldið stóð því aftur að þessu sinni með sigurpálmann og þungi kreppunnar lenti á sjómönnunum, sem margir gengu sama sem kauplausir frá vetrarstríðinu. Þetta er sú reynsla, sem fengin er í Vest- mannaeyjum fyrir hlutaráðningunni. Sama reynsla hefir endurtekið sig mjög átakanlega um land allt síðastliðið sumar. Verður verka- lýðurinn um allt landið að láta sér þetta að kenningu verða í yfirstandandi baráttu og berjast einhuga gegn hlutaráðningunni. Kröfur þær sem sjómenn hljóta alstaðar að berjast fyrir, eru því: Fastakaup í peningum og ef um premíu yrði að ræða jafnframt, þá fullkomin trygging fyrir lágmarkskaupi yfir tímann. Jafnframt verða samtök verkalýðsins að berjast fyrir því sem höfuðatriði, að engin raunveruleg kauplækkun komist á, miðað við kaupgjald síðasta árs og að það fáist fullkom- lega tryggt í öllum kaupgjaldssamningum, að kaup fari að krónutali stighækkandi í hlutfalli við lækkun krónunnar. Þetta er óumflýjanleg varnarráðstöfun gegn því, að stóratvinnurek- endur landsins ræni verkalýðinn kaupi sínu með krónulækkuninni, eftir að samningar eru gerðir. Framangreindar kröfur mun Sjómannafélag Vestmannaeyja fylkja sér fast um á þessum vetri og berjast fyrir þeim þar til yfir lýkur. En jafnframt er félaginu ljóst, að verkalýður- inn út um landið verður að lieyja sinn hluta þessarar baráttu, ef fullkominn sigur á að nást. Þess vegna skorar það á öll verkalýðsfélög landsins, að taka nú þegar upp baráttu þess, hvert í sínu bygðarlagi í fullum skilningi á því að kröfur þess hljóta að verða kröfur verka- íýðsins um allt landið og barátta sjómanna í Eyjum, er einnig barátta allrar sjómanna- stéttarinnar. Sjómannafélag Vestmannaeyja skorar enn- fremur á öll málgögn verkalýðsins, að birta kröfur þess. Kjörorð allra verklýðsfélaga og blaða verða því að vera: Enginn sjómaður eða verkamaður utan af landi komi til Vestmannaeyja eða ráði sig þangað, fyr en Sjómannafélag Vestmannaeyja hefir fengið allar kröfur sínar uppfyltar og kaupgjaldssamningar hafa náðst. RÉTTUR 4. hefti, er nýkomið. Er í því ágæt saga eftir Halldór Stefánsson, sem nú mun vera efnilegasta smásagnaskáld íslands, grein eftir Halldór Kiljan Laxness, ennfremur frásagnir um menningarbyltinguna í Rússlandi og fyrir- komulagið í Sovét-Kína og fleiri greinar. Er heftið hið læsilegasta. Athygli skal vakin á augl. Alþýðubrauð- gerðarinnar. Hefir hún ekki hækkað brauð- verðið og er það nú 12—15% lægra en ann- arsstaðar. Með stéttarkveðju. Stjórn Sjómannafél. Vestmannaeyja. Jón á Klapparstígnum hefir leyft að hafa eftir sér, að beztir séu viodlar í

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.