Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.03.1933, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 28.03.1933, Blaðsíða 2
Stérfelldur sjgur verjcamanna á flkureyrj Verkamannafélag Akureyrar er viðurkennt sem eini samningsaðili verkamanna á Akureyri. Taxti þess er viðurkenndur af bæjarstjórninni. Bæjarstjórnin lofar því að engar réttarofsóknir eigi sér stað út af deilunni og enginn gjaldi þátttöku sinnar við út- hlutun vinnunnar. Verkamannafélagið hefir eftirlit með úthlutun vinnunnar. Við tunnusmiðina verður greiddur mánaðarkauptaxti Verkamannafélags Akur- eyrar, sem gildir á tímabilinu frá 1. nóv. til 1. maí , og er 250 kr. á mánuði,. eða 1 kr. á tímann með 10 tíma vinnu á dag.Verði ágóði af tunnusmíðinni fá verkamenn hann allan sem uppbót. Bæjarstjórn skuldbindur sig til að vinna úr öllu efninu. Morðöid Nazista Svohljóðandi skeyti hefir „Verk- lýðsblaðinu" borizt: Akureyri, 25. marz 1933, kl. 10,40. Samningstilboð bæjarstjórnarinnar svohljóðandi: 1. Vinna skal tunnusmíðið í akk- orðsvinnu þannig að verkamennirn- ir beri úr býtum allt það, sem inn kemur íyrir tunnurnar að frádregn- um kostnaði. Samningur bæjarstjórn- ar við verksmiðjustjórann standi óbreyttur. 2. Bærinn annist allt reiknings- hald við vinnuna, sölu tunnanna, innheimtu andvirðisins, allt án end- urgjalds. 3. í lok hverrar vinnuviku skal greiða verkamðnnum minnst eina krónu á klukkustund og er þá mi8- að við að tutniff sé i 10 stunda vöktum. 4. Til að fyrirbyggja misskilning tekur bæjarstjórn það fram, aff þó hér sé samið um kaupgjald fyxir ákveffna vinnu, þá viðurkennir hún að öðru leyti kauptaxta Verkamanna- lélags Akurcyrar, enda stendur onn í gildi samþykkt bæjarstjómar irá 1929 um að greiða skuli kaup bæjar- yinnu samkvæmt kauptaxta þessa verkamann afélags. I 5. Heimilt skal Verkamannafélagi Akureyrar að gera tillögur um ráðn- ingu manna við vinnunna og má það senda fulltrúa sinn á þann fund atvinnubótanefndar, sem endanlega ákvörðun tekur um ráðninguna. 6. Engan kostnað má leggja á tunnugerðina, er á kann að falla í sambandi við afgreiðslutflf s. s. Nóvu. 7. Niður skulu falla allar skaða- bótakröfur 'og málshöfðanir í sam- bandi við undanfarandi deilu. Verklýðsfundur í fyrrakvöld sam- þykkti tilboðið með þessum skilmál- um: 1. Smiðaðar verði tunnur úr ölíu efni, sem bæjarstjórn hefir þegar keypt. 2. Engir verði útilokaðir frá þess- ari vinnu eða nokkurri annari vinnu hjá bænum fyrir það að hann hafi haldið fast við kauptaxta Verka- mannafélags Akureyrar. 3. Útborguð vinnulaun séu ekki afturkræf þó halli verði á rekstrin- um. 4. Atvinnubótanefnd fallist á að tveir tilnefndir menn verði ekki ráðnir við tunnuvinnuna. Bæjarstiórnarfundur í gær sam- þykkti þrjá fyrri liðina, en felldi þann fjórða. Verklýðsfundur í gær- kvöldi samþykkti tilboðið eins og það lá þá fyrir. Fyrsta tilboð bæjarstjórnarinnar i Skelfingar þær, sem þýzki verkalýðurinn verður að þola nú, eru svo, að vart verður þeim með orðum lýst. Afarerfitt er að fá nákvæmar fregnir frá Þýzka- landi. Öll blöð verkamanna eru bönnuð, engin fundahöld leyfð. 20000 verklýðssinnar sitja í fang- elsum. Mörg hundruð manna hafa verið myrtir. Bréf eru rit- skoðuð, svo erfitt er að koma fregnum út. Og alstaðar reynir þýzka ríkisstjórnin og útsend- arar hennar að neita staðreynd- unum og ljúga'sig út úr svívirð- ingunum, sem hún lætur fremja. Foringjar þýzka kommúnista- flokksins eru pyndaðir í fang- elsum. Torgler, forseti þing- mannaflokks kommúnista, var barinn með járnstöngum varn- arlaus í fangaklefanum, svo ó- víst er hvort hann er á lífi. Um haust um tunnusmíðið í akkorði: öll áhætta rekstursins á herðum verka- manna. Verkamannafélag Akureyr- ar neitaði. Næsta tilboð bæjarstjórn- ar: útborgun 70 aurar á tunnu. Jafnaðarmannafélagið „Akur" lýsti sig samþykkt tilboðinu, þó tímakaup væri tæplega meira en 73 aurar á tímann samkvæmt áðurfenginni reynslu. Útborgun hækkuð upp í 75 aura á tunnu. Sprengifélag Er- lings stofnað, samþykkti kauplækk- unina. Verkamannafélag Akureyrar og verkakvennafélagið Eining hófu baráttu gegn kauplækkuninni. Sam- kvæmt samningnum mikið áunnið. Verkamaðurinn. í allri annari bæjarvinnu en við umrædda tunnusmíði er kauptaxti Verkamannafélags Ak- ureyrar greiddur og þar með Thalmann, foringja flokksins, vitnast ekkert hvort hann er enn lifandi eða myrtur. Ókunn- ugt er um örlög fjölda kommún- ista, en fleiri og fleiri lík finn- ast í kringum Berlín. Sósíaldemókrataforingjar, eins og Sollmann, eru kvaldir alveg miskunnarlaust af þessum nas- sistabandíttum. En á sama tíma skríða aðrir leiðandi sósíaldemó- kratar, eins og Leipart, fyrir Hindenburg, hinni gráhærðu gólf- þurku junkaranna, og býður Hitl- er voldin yfir þýzku verklýðsfé- lögunum, Hitler, sem lætur ræn- ingjaflokka sína drepa verka- menn og kvelja unnvörpum og taka hús verkalýðsins eignar- námi. tJt um heim vekur grimmdar- æði nassista hrylling. Hið þekkta enska íhaldsblað „Daily Tele- brotin á bak aftur tilraun klofn- ingsfélags Alþýðusambandsins til að lækka mánaðarkaup verka- manna úr 250 kr. niður í 220, eins og sprengifélagið hefir aug- lýst í „taxta" sínum. Frásagnir „Alþýðubl." 24. marz og „Morgunbl." 25. marz eru svo gjörsamlega gripnar úr lausu lofti, að þar er enginn stafur sannur, nema að því er snertir útilokun verkfallsbrjótanna Hall- dórs Friðjónssonar og Jens Pyj- ólfssonar, sem er algjört auka- atriði, enda lögðu kommúnistar til í Verkamannafél., að samn- ingar yrðu ekki látnir strarida^ á því, þar sem verkalýðurinn Hef- ir önnur ráð til að koma véttýísi sinni fram gagnyart þeim. . ' Signrinn á Akureyri Verkamannafélag Akureyrar hefir unnið hinn glæsilegasta sígur, enda eru borgarablö'Sin, en þó einkum.Alþýðubl, úrill og ljúga gífurlegar en dæmi eru til um langt skeið um svo nærliggj- andi stáðreyndir. Verkamannafélagið hefir fengið kauptaxta sinn að fullu viður- kenndan. I stað akkorðs, sem jafngilti 80 aura tímakaupi, er nú greitt 1 króna um tímann, eða 250 kr. á mánuði, sem lág- markslaun, sem er fastavinnu- taxti verkamannafélagsins, en í tunnugerðinni eru menn ráðnir sem fastamenn fyrir allan tím- ann. Þar með er flugumennska Er- lings Friðjónssonar og Alþýðu- sambandsins, sem stofnuðu sprengifélag til að lækka kaupið, kveðin niður. Auk lækkunarinn- ar í tunnugerðinni höfðu þeir auglýst kauptaxta, þar sem fasta- vinnukaupið er lækkað um 30 kr. á mánuði á tímabilinu frá 1. nóv. til 1. maí, og helgidaga- kaupið lækkaði um 50 aura á klst. — Þessi tilraun hefir nú mistekizt að því er snertir bæj- arvinnuna, og eftir þennan sigur er Verkamannafélag Akureyrar nógu sterkt til að halda taxta sínum uppi alstaðar annarsstaðar, þrátt fyrir áframhaldandi taxta- brotatilraunir Alþýðuflokksbrodd- anna. Verkamannafél. Akureyrar hef- ir fengið allar aðalkröfur sínar uppfylltar. Eina tilslökunin, sem gerð hefir verið, er sú, að vetrar- taxti verkamannafélagsins, sem er lægri en sá taxti, sem gildir í mánaðarvinnu eftir 1. maí — gild- ir fyrir alla tunnusmíðina — einn- ig þann hluta hennar, sem ekki verður lokið 1. maí. Það þarf brjóstheilindi til að ljúga því upp á félag, sem hefir unnið slíkan sigur eftir hetjulega baráttu gegn gífurlegu ofurefli, að það hafi hlaupið frá öllum sín- um kröfum!! En það gerir Al- þýðubl. í öllum sínum lítilmót- leik. Alþýðubl. hefir tekið ósigri auðvaldsins og Alþýðuflokks- broddanna ennþá ókarlmannlegar heldur en hin borgarablöðin. Það sem gerir þennan sigur Verkamannafélags Akúreyrar al- veg sérstaklega þýðingarmikinn fyrir verkalýðshreyfinguna í heild sinni, er að hann er unn- inn gegn sameinaðri fylkingu auðvaldsins — gegn atvinnurek- endum, gegn ríkisvaldinu og Al- þýðusambandsbroddunum. Hann er sigur yfir atvinnurekendum, sigur yfir ríkisvaldinu og sigur yfir Alþýðusambandinu. Þessi sigur er fyrst og fremst því að þakka, að Alþýðuflokks- broddunum hefir ekki tekist að sundra samfylkingu verkalyðsins. Á Akureyri stóðu allir beztu mennirnir úr sprengifélagi Er- lings með Verkamannafélagi Ak- ureyrar og'nú þegar kúgunarvald Erlings er að miklu leyti brotið á bak aftur munu þeir margir yfir- gefa hann fyrir fullt og allt. Hvaðanæfa af landinu barst Verkamannafélagi Akureyrar samúðarskeyti. — Þrátt fyrir fyrirskipanir og hótanir Alþýðu- sambandsbroddanna, voru verka- menn allsstaðar — einnig hér í Reykjavík — reiðubúnir að skipa Akureyrarvörunum hvergi á land, — En það sem þó reið baggamun- inn, var hin drengilega hjálp, sem verkamenn á Siglufirði veittu, er þeir knúðu Bergenska félagið til að gera samninga um að skipa Akureyrarvörunum hvergi á land, nema með leyfi verklýðsfélaganna nyrðra. — Með þessu var þegar unninn fullur sigur í deilunni og ekki annað fyrir bæjarstjórnina á Akureyri að gera en að ganga að samningum. Þetta sáu kratabroddarnir og ætluðu alveg af göflunum að ganga þegar þeir fréttu þetta. Héðinn Valdimarsson var sendur niður á hafnarbakka til þess að ljúga því að verkamönnum að Siglufjarðarsamningurinn væri ekki til, og verkamenn væru skyldir til þess, sem Dagsbrúnar- félagar, að vega aftan að félög- unum fyrrr norðan og skipa ypr- unum upp. Hann simaði til Berg- enska félagsins og sagði að þeir skyldu rólegir skipa vörunum upp, „og ef kommúnistar ætluðir að hindra það, þá skyldi hann sjá um að tekið væri í lurginn á þeim". Hann krafðist þess af „varnarliði verkalýðsfélaganna" að það berðist við verkamenn, ef þeir vildu ekki hlýða þvíað skipa Akureyrarvörunum upp úr Nóvu. Og um morguninn, þegar Nóva kom, kom hann niður á hafnar- bakka, ásamt nokkrum broddum, sem eru reiðubúnir til hvaða sví- virðinga, sem er. Til hvers kom Héðinn? I fyrsta lagi kom hann til þess að leita hófanna um það, hvort ekki væri mögulegt að fá Berg- enska félagið til að rifta samn- ingnum og skipa upp Akureyrar- vörunum. 1 öðru lagi kom hann til að neyða verkamenn með ofbeldi til þess að skipa upp Akureyrarvör- unum, ef afgreiðslan leyfði, og vega þannig aftan að verkamönn- um á Akureyri. í þriðja lagi kom hann til að safna verkfallsbrjót- um ef á þyrfti að halda. En vörunum var ekki skipað upp. Og þó engir samningar hefðu verið gerðir, hefði þeim samt ekki verið skipað upp — um það voru nærri allir verkamenn á einu máli. Og hefði Héðinn og Co. ætl- að að fara að slást, þá hefði það

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.