Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.03.1933, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 28.03.1933, Blaðsíða 3
graph" lýsir því opinberlega yfir, að það sé sannað mál, að Nassistar hafi sjálfír kveikt í ríkisþinginu — og engum lifandi manni geti dottið í hug að trúa öðru. Öll Norðurlandablöð hafa birt þessa grein „Daily Tele- graph". — Hið heimsviðurkennda enska borgarablað „Manchester Guardian", birtir 17. marz eftir- farandi privatbréf frá Þýzka- landi um ógnarstjórn Nassista: „Stormsveitirnar taka kom- múnista fasta á heimilum þeirra eða á götunum. Þeir fara með þá inn í skála Nassista til a"ð pynda þá, eins og sjónarvottar hafa sagt oss. 1 skálum Nassistanna píska þeir kommúnista og brjóta á þeim fingurna til að pína ut úr þeim játningu og heimilis- föng. I herskálum Nassista í Héde- mannstrasse lágu í einu herbergi um 135 kommúnistar, sem höfðu verið pyndaðir unz þeir voru hálfdauðir. Kommúnisti, sem tek- inn var að heiman á sunnudags- kvöld kl. 11, var líka fluttur í þennan skála. Þar voru margir aðrir, er teknir höfðu verið í öðrum hlut- um borgarinnar. Þeir voru allir afklæddir og þegar þeir voru þannig naktir, voru þeir látnir ganga á milli raða Nassistanna, (löbe Spidsrod) er pískuðu þá, unz þeir hnigu niður. Félagi sá, sem urn getur, liggur hálfdauður á spítalanuni. Stormsveitirnar brutust inn í hús hins þekkta Dr. Ascher og misþyrmdu honum og konu hans. Dr. A. dó af méiðslunUm. Kona hans liggur alvarlega veik. í Spandau við Berlín voru hæstum allir kommúnistar tekn- Verkalýður Reykjavíkur mótmælir ógnarstjórn fasista í Þýzkalandi Stór kröfuganga að bústað þýzka sendiherrans Baráttunefndin gegn stríðs- hættunni, Kommúnistaflokkur- inn og Samband ungra kommún- ista, boðuðu til fundar í Bröttu- götusalnum kl. 4 á sunnudaginn var, til að mótmæla hinum sví- virðilegu ofsóknum og pynding- um og morðum, sem verkalýður Þýzkalands nú er beittur af nas- sistum. Húsið var yfirfullt. Ræður héldu Einar Olgeirsson, Halldór Kiljan Laxness, Erling Ellingsen og Stefán Ögmundsson og söng- kórið söng nokkur lög. Samþykkt var eftirfarandi til- laga með öllum greiddum atkvæð- um: ^ „Opinber fundui haldinn í Bröttit- götu í Reykjavik 26. niarz, aS til- hlutun baráttunefndarinnar gegn stríðshættunni, Kommúnistaflokks ís- lands og Sambands ungra kommún- ista, mótmælir harðlega þcim grimmdaiofsóknum, sem þýzki verka- lýSurinn nú er beittur. Brennimerk- ir fundurinn bannið á bloðum og f undahöldum verkamanna, f angels- anir og pyndingar gagnvart for- ingjum verkamanna, moiS nassista á fjölda verklýðssinna, eyðilegging- ar á eignum þýzka veTkalýðsins (húsum, fánum, blöðum og bóknm) og önnur niðingsverk vopnaðra nas- sistaflokka, sem örþrifaráð hrynj- andi auðvalds til að halda við dauðaiæmdu skipulagi sinu með blóðugri undirokun verkalýðsíns. Stimplar fundurinn Hitlerstjórnina i pýzkalandi sem hvíta ógnarstjórn auðvaldsins, er verðskuldi hatur og vægðailausa baráttn alls veikalýðs gegn henni. Skoiai fundurinn á allan verka- lýð landsins að fylkja sér saman til baráttu gegn fassismanum hér á landi sem annarsstaðai". Ennfremur var samþykkt að fundurinn sendi kveðjur sínar á heimsþingið gegn fassismanum, sem háð verður í Kaupmanna- höfn 14. og 15. apríl og að þeitn Ársæli Sigurðssyni og Sverri Kristjánssyni skuli falið að mæta sem fulltrúar fundarmanna á þingi því. Á eftir var farið í kröfugöngu undir rauðum fánum upp að bú- stað þýzka sendiherrans. Tóku lágt ágizkað minnst 500 manns þátt í kröfugöngunni. Þar töluðu Áki Jakobsson og Einar Olgeirs- son, talkór verkamanna hrópaði „niður með Hitler",- en mann- fjöldinn hrópaði þrefallt húrrá fyrir þýzka kommúnistaflokkn- um og samfylkingarbaráttu verkalýðsins. Síðan hélt kröfu- gangan niður í útvarpshús og flútti kröfu um að tillagan yrði birt í því. Lofaði útvarpsstjóri að mæla með því við útvarpsráð, en svar útvarpsráðs ókomið enn. Síðan var kröfugangan leyst upp. ir fastir og fluttir í herskála Nassista til að kvelja þá. Kona, sem er kommúnisti, segist hafa verið tekin úr_ rúmi að nóttu til, flutt í skálann, pískuð unz hun varð meðvitundarlaus og hent svo niður í kjallara. Þegar hún raknaði við, sá hún að hún var Skemtifundur verður haldinn laugardaginn 1. apríl í fundarhúsinu í Bröttu- götu, kl. 9 e. h. Dagskrá: 1. Erindi: Stefán Pétursson. 2. Spilað á sög. 3. Erlendar fréttir. , 4. Eftirhermur. Félagar, eldri og yngri, munið að mæta stund- víslega. • Skemmtinefndin. 1. a.pi*íl Laugardagskvöldið 1. apríl heldur Sovétvinafélag I s 1 a n d s fjölbreytta kvöldskemtnn í Iðnó. Nanar auglýst síöar. Skemtunin verður haldin til ágóða fyrir verkamannasendi- nefndina til Rússlands. ekki ein, heldur fullt af fólki í, kring, sem ýmist stundi af kvöl- um eða var að deyja. Sumum var sleppt eftir pyndingarnar, aðrir sjá aldrei dagsins ljós fram- ar. Við höfum enga möguleika til að tilkynna ' opinberlega pynd- ingar þessar og skelfingar, af því blöð okkar eru bönnuð. Við biðj- um þig að sjá um að þessar stað- reyndir verði kunnar í útlöndum, því þær eru sannleikur. Við höf- um engan möguleika á að fá hjálp. Eftir nýju lögreglulögun- úm má enginn lögregluþjónn hjálpa okkur. Við erum útlagar utan við lög og rétt". orðið verst fyrir þá sjálfa. | Hvorki þeir verkamenn, sem eru j í „varnarliði verkalýðsfélaganna" né aðrir hefðu yfirleitt veitt þeim lið. Þeir hefðu staðið éin- angraðír, og það hefði ekki tek- ist að æsa verkamenn til að slást innbyrðis. Eftir þetta lýsti Héiðnn því yfir í Alþ.bl., áð verkefni „varn- arliðs verkalýðssamtakanna" ætti að vera að sjá um að unnið yrði ef verkamenn dirfðust að stöðva vinnu, án samþykkis Alþýðusam- bandsbroddanna. — Með öðrum orðum verkefni „varnarliðs verka- lýðsfélaganna" á að vera ná- kvæmlega sama og ríkislögregl- unnar!! Enda varð Morgunblaðið heldur en ekki kampakátt og hrópaði upp yfir sig: „Sjáum til. öðruvísi mér áður brá!" Verkamenn í „varnarliði verka- lýðsfélaganna"! Hvernig líst ykk- ur á, að það skuli eiga að nota ykkur, sem ríkislögreglu gegn stéttabræðrum ykkar? Vitanlega verður þetta til þess, að hinir beztu ykkar ganga úr þessum félagsskap, og ganga í „varnar- lið verkalýðsins", sem sameinar verkamenn af öllum skoðunum. Héðinn og Co. treysta því heldur ekki, að verkamenn fáist til að bera vopn á stéttarbræður sína. Þess vegna eru þeir á móti öllum ráðstöfunum, sem dugatil að hindra lögfestingu ríkislög- reglunnar. — Hugsum okkur til dæmis — að verkamenn hefðu neitað að skipa upp úr Nóvu — og „varnarlið verkalýðsfélag- anna" hefði brugðist Héðni. — Þá hefði Héðinn vafalaust ekki haft á móti því að ríkislögregla væri til taks. Hyersvegna var Héðni og Al- þýðusambandsbroddunum svona mikið áhugamál að vörunum væri skipað upp úr Nóvu? Vegna þess að þeir vissu, að ef skipið færi með vörurnar óafgreiddar, 3á ekki annað fyrir en ganga að kröfum Verkamannafélags Akur- eyrar. Þeir áttu aðeins eitt hjartans mál: Að verkamenn á Akureyri biðu ósigur. Ríkisvaldinu var það engu síð- ur ljóst en Alþýðusambands- broddunum, hvers virði það væri fyrir verkalýðshreyfinguna, ef Verkamannafélag Akureyrar sigr- aði í þessu máli. Þess vegna var það reiðubúið til þess að beita öllum þeim kúg- unarmeðölum, sem það hefir yfir að ráða. A Akureyri var borgur- um boðið út, eins og stríð stæði fyrir dyrum. Og varðskipið „Ægi" átti að senda til Akureyr- ar með hvítt lið úr Reykjavík. Þessi sigur þarf að verða upp- haf nýrrar sóknar, nýrra tíma, nýrra baráttuforma í íslenzkri verkalýðshreyfingu. Betur en allt annað hefir hann opinberað styrk hins byltingasinnaða yerkalýðs. Hann hefir sýnt hvernig hinn byltingasinnaði armúr í íslenzkri verkalýðshreyf- ingu er þess megnugur að sigra gegn sameinaðri fylkingu auö- valdsins, gegn sameinuðum öfl- um atvinnurekenda, ríkisvalds og kratabrodda. Síðustu tvö ár- in hefir pólitík Alþýðusam- bandsins verið sú, að kúga verkalýðsfélög undir yfirráð sín með hótunum. Alþýðusambánds- broddarnir hafa sagt við verka- lýðsfélögin: Þið verðið að beygja ykkur undir einræði okkar, því annars göngum við á «moti ykk- ur í öllum kaupdeilum og þið er- ,uð máttlausir. Það er auðvitað hinn mesti misskilningur, að félögin séu betur sett, þó þau , beygi sig fyrir Alþ.samb., því þegar Alþýðusamb. tekur að sér stjórn deilanna leiðir það þær til eins mikils ósigurs og unnt er, án þess að tapa yfirráðunum yf- ir viðkomandi verkalýðsfélagL En hinsvegar hafa verklýðsfélög- in oft talið sig máttvana gegn slíku ofurefli sem sameinaðri fylkingu atvinnurekenda og Al- þýðusambandsforingj a. Með sigrinum á Akureyri hefir verið stigið stærsta sporið til þess að brjóta þetta kúgunarvald Alþýðusambandsins á bak aftur. Jafnvel í Reykjavík, þar sem vald Alþ.samb.-broddanna er mest, sýndi það sig að verkalýð- urinn var þess megnugur að framkvæmá vinnustöðvun, þrátt fyrir fjandskap kratabroddanna. Nú ríður á að hagnýta sér lærdómana pg festa sigurinn. 1 því sambandi liggja fyrir þessi brýnustu verkefni: 1. Að treysta hin byltinga- sinnuðu verkalýðsfélög skipu- lagslega. Safna öllum verkalýð inn í þau. Skapa verkfallssijóði. Skapa vinnustöðvasamtök eða trúnaðarmannakerfi á vinnu- stöðvunum. ¦:, 2. Treysta Verkalýðssamband Norðurlands skipulagslega. Safna öllum verkalýðsfélögum norðan- lands inn í það, og stofna ný félög. V. S. N. skipuleggi á grundvelli sigursins baráttuna fyrir komandi sumarvertíð um allt Norðurland, gegn nýjuxri á- rásum og fyrir bættum kjörum. Liggja sérstaklega mikil verk- efni fyrir, að bæta kjör sjómanna og kvenna, bæði í fiskvinnu og síldarvinnu. 3. Skapa samfylkingarlið á þeim stöðum þar, sem krata- broddarnir eru ráðandi í verka- lýðshreyfingunni, til þess að hafa forustu í hinni faglegu bar- áttu. 4. Mynda nánara vináttusam- band — milli hinna byltingar- sinnuðu verkalýðsfélaga. Hagnýtum lærdómana. Hagnýtum sigurinn. Brynjóifur Bjarnason.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.