Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 18

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 18
16 EINAli II. KVAKAN ANDVAIU Einars hinum lengri eru ekki aðeins ágætir sprettir, heldur vitna þær einnig betur en flest annað um lífsstelnu hans. Hér verður þó því miður ekki unnt að víkja að þeim sérstaklega nema lítið eitt. Nú, þegar Einar hafði að mestu látið af stjórnmálastríði og blaðamennsku, brjótast efnisáhrif hvorstveggja fyrst að ráði fram í skáldskap hans. í Ofurefli og Guhi er háð barátta, veraldleg og andleg. Þjóðfélagsádeilur eru á óheiðar- leik og múgsefjun blaðaáróðurs, aðstöðunrun þegnanna og valdbeitingu í eigin- hagsmunaskyni. En ádeilan er þó fremur einstaklingsbundin en þjóðfélagsleg. Höfuðviðburðir sögunnar stefna ekki að stéttasamtökum eða þjóðfélagsbreyt- ingum, heldur að umhreytingum í trúarefnum og sinnaskiptum einstaklinga. Víða er hér á efni haldið með listilegum og áhrifaríkum hætti, einkunr í Gulli, enda leikast hér á raunsæi Einars og svo hugsæið, sem varð því yfirtaksmeira sem lengra leið. IX Næst semur Einar tvö leikrit, LénharÖ fógeta (1913) og Syndir annarra (1915). Hann var alla tíð mikill áhugamaður um leiklist, vann þegar nokkuð að þeim málum á Vcsturheimsárum sínum og lék þá lítið eitt. Það gerði liann aldrei hérlendis, en varð hér einn af fyrstu leiðbeinendum Leikfélags Reykja- víkur (1898—1900) og las oft og víða upp úr verkum sínum og þótti afburða upplesari.19 Hins vegar hafði hann ekki sarnið leikrit — að frátöldum gaman- leiknum frá skólaárum — fyrr en hann hverfur riú um tveggja ára skeið frá langvinnri skáldsagnaritun til leikritunar, kominn undir hálfsextugt. Það er meira að segja ljóst, að efnið í Lénharð fógeta hefur hann upphaflega hugsað sér í skáldsögu, því að hann hirti kafla úr henni árið áður en leikritið kom út.20 En hvað olli þessum skyndilegu unrskiptum? Svarið fer varla milli mála. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar var nýkominn út, hafði verið frumsýndur af Leikfélagi Reykjavíkur í árslok 1911 og varð á skammri stundu víðtrægur um Evrópu eftir mikinn leiksigur í Kaupmannahöfn vorið 1912. Þetta var íslendingum einstök nýlunda. Sigurlögnuður gagntók þjóðina og ekki sízt skáldin, sem hófust nú handa á þcssu sviði, ýmist að nýju eða í fyrsta sinn. Eftir rúmlega áratugs hlé samdi Jón Trausti annað leikrit sitt (Dóttur Faraós 1914), samtímis gaf Guðmundur Kamban út fyrsta leikrit sitt (Höddu-Pöddu), og síðan ítrekar Indriði Einarsson og ber fram með nýjuni krafti eldri hugmynd sína um stofnun þjóðleikhúss á Islandi.21 En fyrri til en allir þessir menn varð Einar Hjörleifsson að gefa út fyrsta leikrit sitt —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.