Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 40

Andvari - 01.04.1960, Page 40
38 TRYGGVE ANDERSEN ANDVARI sig jörðinni fyrir lítið verð. Þau heyrðu til þeirri tegund manna, sem beita lymsku og undirferli og eru alltaf með hugann bundinn við einhvers konar ráðahrugg, einkum þau, sem geta valdið náunganum tjóni. Bóndinn, krangalegur, fölleitur og rauðskeggjaður náungi, geldc framhjá og teymdi hjöllukúna. Konan, hávaxin og svarthærð dyrgja, stikaði á eftir og teymdi tvær kýr. „Gott kvöld,“ sagði hún stuttaralega og nam staðar. „Er Bertel kominn heim, Margrét?" Unga konan rétti hvatlega úr sér og tók undir kveðjuna. Nei, ekki var því að heilsa. Eða höfðu þau ef til vill fengið einhverjar fregnir af honum? Þóra glápti stórum, brúnurn, tómlegum augum út í loftið. Hinrik sneri sér við og svaraði. „Nei, ekki er nú svo ve],“ sagði hann hóglátlega, og bros lék um þunnar varir lians. En hins vegar voru háðir hafnsögumennirnir komnir heim til Leyni- víkur: Ámi kom á miðvikudaginn og Jónas kom í dag, — hafði siglt harkskipi til Moss — og hann spurði, hvar hafnsögubáturinn væri. Margrét laut niður og færði grenikvistina nær þröskuklinum. „Vissi Jónas ekkert um það, hvenær búast mætti við hafnsögubátnum?" „Nei, ekki var það að heyra. Hann vonaði, að báturinn hefði haldið kyrru fyrir einhvers staðar við vesturströndina meðan versta óveðrið geisaði,“ Að svo mæltu kinkaði bóndinn kolli í kveðjuskyni og hélt áfram. „Svona nú, Rósalind!" Kerlingin kippti í bandið og togaði kýrnar frá hlómabeðinu við pílviðarrunnann. „Það verður ekki mikið úr þeirri sælunni, að Bertel setjist að lieima," tautaði hún og drap tittlinga og setti stút á munninn. „Þú hefðir ekki þurft að hafa áhyggjur út af honum, ef hann hefði verið á traustbyggðri skútu, en ekki þessu bátskrifli. Svona nú, Rósalind! Ætlarðu ekki að koma, Gullbrá!" Þannig hottaði hún á kýrnar og flýtti sér á eftir manni sínum. Llnga konan vildi ekki munnhöggvast við hana og sat á sér. Elún geklc út í fjósið til þess að líta eftir einu kúnni, sem þau áttu, og því næst gáði hún aftur til veðurs. Bjarta röndin náði hærra upp á himininn og var ekki eins fagurgul og áður. Það var dálítið skýjafar, og þokurmi var létt af fjallinu. Sennilega kæmi kul eða hægviðri, ekki rigning. Annars spáði Júpiter ekki góðu samkvæmt almanakinu, liann var háskasamlega nálægt tunglinu. Hún fór inn og mataðist. Því næst tók hún til hrein föt handa Bertel og hengdi þau á snúru hjá reykháfnum. Hún þurfti að tylla bót á buxur, og hún sat lengi við það. Það var orðið þreifandi dimmt, þegar hún lokaði húsinu og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.