Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 58

Andvari - 01.04.1960, Síða 58
56 l’iiór. im. CARLO SCHMID ANDVARI málaleiðtoginn að gera sér vel Ijós áhrif þeirra ráða, sem hann grípur til. Ef hann sér leið, sem er óaðfinnanleg siðgæðis- lega og leiðir einnig að markinu, þá her honum að velja hana. En ef honum sýn- ist hagkvæmara og vænlegra til sigurs að grípa til ósiðlegra ráða, þá ber honum að beita þeim, þótt hann brjóti með því í bága við siðgæðislögmálið. Þetta felst í kröfunni að stjórnmála- leiðtoginn verði að vera við því húinn að frcmja illvirki. Menn hafa tekið hana óstinnt upp fyrir Macchiavelli og skilið hana sem hvöt, að fremja afbrot eftir lijartans lyst. En um leið hafa gleymzt eftirminnileg orð þessa sama manns. Eng- inn er neyddur til þess að gerast stjórn- málaleiðtogi, en sá, sem velur þá leið, verður að taka afleiðingunum. Því skal hver, sem mætir freistingu stjórnmálanna, hugleiða vandlega, hvort hann vilji ekki fremur hjarga sálu sinni en hljóta mikil völd. Þegar hann hefir einu sinni fleygt sér út í valdabaráttuna, kemst hann ekki hjá því að fórna sál sinni, ef hann vill ekki frá byrjun hrjóta gegn lögmáli þess starfssviðs, sem hann valdi sér, og bíða þannig lægra hlut. Eyrir þann, sem hefir undirgengizt hið pólitíska grundvallar- lögmál, er aðeins eitt, sem getur réttlætt þau tæki, sem hann bcitir: tilgangurinn, sigurinn. I þessu felst þó engin siðferðileg rétt- læting. Macchiavelli þreytist ekki á því að nefna það illt, sem er illt samkvæmt ríkjancli siðgæði. En þegar hann dæmir sem sagnfræðingur, þá lokar hann sið- fræðinginn úti og segir: Hér hefir maður ætlað að framkvæma pólitískt áform. Ég dæmi þess vegna vcrknað hans aðeins út frá pólitísku tæknilögmáli. Frá því sjónar- miði hefir maðurinn áforinað og fram- kvæmt rétt, því að hann hefir náð þeim árangri, sem fyrir honum vakti. Þá rétt- Jætjr árangurinn Hka þau tæki, sem hann beitti. Spurningin, hvort aðferð hans var góð cða ill frá siðgæðissjónarmiði, skiptir hér cngu máli. Hið sama má segja um afstöðu Macchiavellis til trúarinnar. Ef sagn- fræðingur sér ekkert annað í sögu mann- kynsins en baráttu vilja gegn vilja og duttlunga skapanornarinnar, þá ber hann alls ekki fram spurninguna um sann- leika, gildi eða æðsta takmark trúarinnar. Trúin er, eins og öll önnur samfélags- fyrirbæri, aðeins vopn í valdabaráttunni; hún er snar þáttur þess raunveruleika, sem eykur eða rýrir, allt eftir ytri að- stæðum, sigurvonir andstæðinga í har- áttunni um völdin. í þessum skilningi er trúin honum mikilvæg. En ef hún á að gagna til lengdar, þá verður hún að vera verald- leg, eins og trú Rómverja hinna fornu. Kristin trú virðist honum hættuleg, af því að hún ali manninn upp til þess að þola í stað þess að berjast. — En gætum þess vel, að Macchiavelli segir ekki: „Trúarvitund mín hatar kristindómimT. Idann segir aðeins: „Sagan sýnir, að kristin trú gerir ríkjum erfiðara fvrir að vera eingöngu veldi, þ. e. að vera ein- göngu kerfi einbeitts, afreksmagnaðs vilja". Þessi mynd er ófullkomin og mörgu þyrfti við að bæta, einkum dómi Macchia- vellis um hin ýmsu samfélagsform, eins og þau birtast í sögunni. En rúmið leyfir mér ekki að fjalla nánar um þetta. En snúum oss nú aftur að manninum, eins og hann blasir við Macchiavelli úr spegli sögunnar. Enginn hefir dregið hann skýrar fram en Marlowe í Tamerlan. Tcimerlcin leggur heiminn undir sig- Hann þekkir engin takmörk, óseðjandi valdagræðgi knýr hann áfram. Vald hlítir aðeins einu lögmáli: að aukast. Tamerlan cr lítillar ættar, cn hefir klifið hátind
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.