Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 12

Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 12
202 STEFÁN PJETURSSON ANDVARI landsréttíndum á grundvelli „gamla sáttmála"; og með aldrinum hneigðist hugur lians æ meir að útgáfu á heimildum þjóðarsögunnar frá þeim afræktu öldum. Þegar „Safn til sögu íslands" byrjaði að koma út árið 1853, tók hann strax að gefa þar út gamlar heimildir um sögu siðaskiptatímans; hélt því og síðar áfram í „Biskupasögum" Bókmenntafélagsins svo til fram í andlátið. Árið 1857 lióf hann útgálu „íslenzks fornbréfasafns (Diplomatarium Islandicum)", sem hann sjálfur fékk að vísu ekki lokið nema til 1264, en ætlað var að ná að minnsta kosti lram yfir siðaskipti, eða til 1600. Og í erindi, sem hann flutti á fimmtíu ára afmæli Bókmenntafélagsins árið 1866 og hirt var í afmælisriti þess árið eftir, benti hann fyrstur allra á vanmetnar bókmenntir íslendinga síðan um 1400. „Vér heyrum oft talað“, sagði „forsetinn" þar, „svo sem fornrit vor og fornkvæði séu að vísu ágæt allt fram að fjórtándu aldar lokum, en þaðan af séu bókmenntir vorar lítt merkilegar og varla gaumur þeim gefandi. Vér höfunr sjálfir ætíð verið hneigðir á að nreta það mest, sem elzt er; og því hafa margir meðal vor tekið í hinn sama streng og látið eins og ekkert væri ritað síðan á ljórtándu öld, sem aðkvæðarit mætti heita . . . En . . . vér getum sýnt frá sérliverri öld fleiri eða færri frumrit, á vora tungu rituð, sem eru ágæt í sinni röð, eða að minnsta kosti sóma sér vel, hvort sem þau eru borin saman við íslenzk rit forn eða ný, eða . . . við samtíða rit samkynja annarsstaðar". — Að þessi orð eða yfirleitt nokkuð það, sem frá Jóni Sigurðssyni kom, hafi farið framhjá Jóni Þorkelssyni, er hann tók að lieyja sér fróðleik, má með ólíkindum teljast; enda vart hugsanlegt annað, en að rit hins fræga stjórnmálaforingja og fræði- manns hafi verið orðin lionum þaulkunnug, er hann kom til Kaupmanna- liafnar; en þá var Jón Sigurðsson látinn fyrir tæpum þremur árurn. Þarf engra frekari vitna við um það, hvern þátt hann hefur átt, bæði lífs og liðinn, í því að móta hinn unga fræðimann, sem nú varð arftaki hans í íslenzkum fræðum. Utgáfustarf Jóns Þorkelssonar og söguskoðun er þess alveg nægileg sönnun. Þegar Jón Þorkelsson lauk meistaraprófi við háskólann í Kaupmannahöfn sumarið 1886, hafði útgáfa „íslenzks fornbréfasafns“ legið niðri um heilan áratug. Aðeins einu bindi þess var lokið, er Jón Sigurðsson lézt; og hafði það tekið hann hartnær tuttugu ár að gefa það út. Kom þar hvorttveggja til, að Jón Sigurðsson hafði lengst af ævinnar í nokkuð mörg liom að líta, og að fræðimannleg nákvænmi hans og vandvirkni var frábær. Skrifaði hann langar sögulegar skýringar við hréfin og hirti hin helztu þeirra í öllum þeim afskrift- um, sem til voru. Sóttist verkið því seint; enda hraus Bókmenntafélaginu, sem kostaði útgáfu þess, hugur við að halda því áfram að Jóni Sigurðssyni látnum. Fannst og enginn til að taka upp fallið merki „forsetans" við Fornhréfasafnið, fyrr en Jón Þorkelsson bauðst, að loknu meistaraprófi, til að taka að sér útgáfu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.