Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 20

Andvari - 01.10.1960, Page 20
210 STEFÁN l’JETURSSON ANDVAIU Gazt honum og lítið að þeim eftir að hinir gömlu flokkar sjálfstæðisbaráttunnar tóku að riðlast á öðrum áratup aldarinnar og stéttaflokkar nútímans að risa í O O þeirra stað. Árin 1909—1911 urðu Jóni Þorkelssyni að vonum ódrjúg lil útgáfustarfs; enda fátt, sem eftir hann liggur frá þeim árum, annað en „Ævisaga Jóns Þor- kelssonar skólameistara í Skálholti", að vísu ítarlegt safn heimilda, sem hann gaf út á vegum Thorkilliisjóðs, með aðstoð Klemenz Jónssonar, árið 1910. En er stuttum þætti hans í stjórnmálasögu landsins var lokið haustið 1911, var þess ekki langt að bíða, að bækur tækju að streyma frá honum á ný. Árið 1912 byrjaði hann að gefa út „Alþingisbækur íslands" á vegum Sögufélagsins; vann og síðan að útgáfu þeirra til æviloka. Voru þá komin fjögur bindi af þeim, frá árunum 1570—1620, en safnað hafði hann efni í þær til ársins 1630, er hinar reglulegu alþingisbækur hófust. Var þetta langstærsta og merkasta heimilda- ritið um sögu þjóðarinnar á síðari öldum, sem Jón Þorkelsson gaf út, og tók nánast við þar, sem „Islenzku fornbréfasafni“ átti að ljúka. En þótt hann hefði þá bæði þessi stórvirki undir í einu, annað fyrir Sögulélagið, hitt fyrir Bók- menntafélagið, lét hann sig ekki um það muna, að grípa á næstu árum í önnur útgáfustörf, svo sem þegar hann gaf út „Ævisögu Jóns prófasts Steingrímssonar eftir sjálfan hann“, fyrir Sögufélagið, á árunurn 1913—1916, „Ljóðmæli“ Bólu- Hjálmars, með ævisögu skáldsins eftir sig, á árunum 1915—1919 og „Jón Þor- láksson, dánarminning" — úrval af ljóðum langafa hans á Bægisá — árið 1919, er öld var liðin frá dauða hans. í tómstundum byrjaði hann jafnvel að skrifa „minningar" sínar árið 1917, og ætlaði að grípa í þær sér til gamans þau ár, sem hann ætti eftir. Ekki lauk hann þeim þó nema fram á sjötta aldursár sitt, og var það brot birt að honum látnum í „Blöndu“, fræðiriti Sögufélagsins, sem hann átti meginþátt í að stofna, árið 1918, og gera að því fróðlega og læsilega riti, sem það varð. En það var fleira en ritstörf og útgáfustörf, sem Jón Þorkelsson þurfti að sinna á þessunr árum, enda hlóðust þá ýms félagsstörf á hann. Formaður Sögu- félagsins hafði hann að vísu verið frá stofnun þess, árið 1902, og var það allt til æviloka; en nú varð hann forseti Þjóðvinafélagsins, að vísu ekki nema eitt ár, 1912—1913, varaforseti Bókmenntafélagsins árin 1916—1918 — var og kjör- inn heiðursfélagi Bókmenntafélagsins árið 1916 — og forseti þess frá 1918 til æviloka. Má því segja, að stjórn Sögufélagsins og Bókmenntafélagsins vaet' sameinuð í höndum hans fimm síðustu árin, sem hann lifði. Lét hann og þá, sem ávallt fyrr, hendur standa fram úr ermum, þótt farinn væri að eldast, og gerði talsverðar breytingar á bókaútgáfu Bókmenntafélagsins, — allar í þa átt að efla þjóðlegt og fræðimannlegt útgáfustarf þess. Var Skímir þá dreginn

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.