Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 89

Andvari - 01.10.1960, Síða 89
HELGI SÆMUNDSSON: íslenzk ljóðagerð 1959. Árið, sem leið, urðu naumast regintíð- indi í íslenzkri ljóðagerð. Frægustu og viðurkenndustu skáld eldri kynslóðarinn- ar gáfu ekki út bækur, en samt er upp- skeran af akri ársins álitleg, þó að drjúg- ur hluti hennar eigi of lítið skylt við skáldskap. Hér skal rætt um fjórtán ljóðabækur ársins 1959, en vitaskuld verð- ur stiklað á stóru. Eigi að síður fer því fjarri, að allt muni talið, þó að vonandi hafi ekkert stórskáldið gleymzt. Ljóðasafn vestur-íslenzka skáldsins Þor- steins Þ. Þorsteinssonar er í tveimur bind- um og þó fremur úrval en heildarútgáfa. Kvæðin sverja sig í ætt við nítjándu öld- ina og eru auk þess einhæfur og tilvilj- anakenndur skáldskapur. Ljóðstíll Þor- steins er hins vegar persónulegur, en kvæðagerðinni helzt til ábótavant. Bezt tekst honum að túlka þrá sína til Islands og ræktarsemina við ættjörðina austan hafsins. Þær tilfinningar gera hann stund- um að skáldi. Ljóðasafnið er samt minnsta kosti þremur áratugum á eftir áætlun til að komast á framfæri við það fólk, sem helzt kunni að meta kvæði eins og þessi. Gísli Jónsson menntaskólakennari á Akur- eyri hefur húið Ijóð Þorsteins Þ. Þor- steinssonar undir prentun og vafalaust unnið verk sitt af alúð. Búningur bók- anna er vandaður og prófarkalestur góður. „Vísnakver Fornólfs" kom út 1923 skömmu fvrir andlát höfundarins, dr. Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, og vakti þegar verðskuldaða athygli. Nú er það komið öðru sinni í aldarminningu skálds- ins, og sá Þorkell Jóhannesson um út- gáfuna. Kallast bókin í endurprentun- inni „Fornólfskver", enda fylgja hér „Vísnakverinu" greinargóð formálsorð Þorkels Jóhannessonar, æskuminningar Jóns Þorkelssonar, ævisöguþáttur hans eftir Hannes Þorsteinsson og ritgerð um skáldið og manninn eftir Pál Sveinsson, svo og ljóð og stökur, sem ekki voru í fyrri útgáfunni. Langmesta fagnaðarefnið er þó endurprentun „Vísnakversins“. Fornólfur var engum líkur á skáldaþingi samtíðarinnar, og ljóð hans eru ríkur og fagur skáldskapur, hvað sem líður aug- ljósri og merkilegri sérstöðu þeirra. Sögu- kvæðin eru dálítið misjöfn og sums staðar hrjóstrug, en alltaf glyttir í gull, ef les- andinn hvggur að fleira en skoða grjótið. Snjallasti og samfelldasti skáldskapur „Vísnakversins" mun þó Ijóðin Hér á landi, Minna og Ólafur Davíðsson. Höf- undi þeirra ber sannarlega virðingarsæti í íslenzkri bókmenntasögu. „Fornólfskver" er prýtt myndum og teikningum eftir Björn Björnsson og Halldór Pétursson og mætavel úr garði gert af hendi útgefanda og prentsmiðju. Bókin hregður upp stórri og skýrri mynd af skáldinu og manninum Jóni Þorkels- syni, sem þakkaði fóstrunní sögur hennar þessum snilldarorðum;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.