Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 9

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 9
ANDVARI ÞORKELL JÓHANNESSON HÁSKÓLAREKTOR 7 Böm þeirra Svöfu og Jóhannesar voru fjögur. Elzt var Ása, fædd 1893 (d. 1931), er giftist Oddi Ólafssyni framkvæmdastjóra í Reykjavík, liin mæt- asta kona og stórvel gefin, og Þorkell næstur. Þá Signý, nú húsfreyja á AÓal- bóli, gift Þrándi Indriðasyni, og Helga, nú húsfreyja á Syðra-Fjalli, gift Högna Indriðasyni. Mér er sagt, að Jóhannes hafi valið dætrum þeirra hjóna þjóð- sögunöfnin, og Þorkell að sjálfsögðu heitinn eftir afa sínum. Skammt var milli þeirra hræðra, Jóhannesar á Syðra-Fjalli og Indriða á Ytra-Fjalli, og á Syðra-Fjalli bjó með Jóhannesi mágur þeirra með fjölskyldu sína. Með þeim bræðrum var góð frændsemi. Þeir fylgdust að í landsmálum, báðir áhugasamir félagshyggju- og samvinnumenn, báðir mjög unnandi þjóð- legum fræðum, skáldskap og íslenzkri tungu. Börnum varð, þegar er þau komust á legg, tíðförult milli bæjanna. Af börnum Indriða, sem urðu mörg, var elztur Ketill, nú bóndi á Ytra-Fjalli, jafnaldri Þorkels, þá Þrándur, sem fyrr var nelndur. Uppeldi þessara frændsystkina og nágranna og mcnntun þeirra heima gat víst ekki talizt til einsdæma um aldamótin, en var þó með þeim hætti, að vel má þykja frásagnarverður nú á tímum. Á heimilunum var þeim innrætt vinnusemi og haldið til starfa, þegar er kraftar leyfðu. Þeir jafnaldrar, Þorkell og Ketill, voru tvo vetur í harnaskóla sveitarinnar fyrir fermingu, tvo mánuði í hvort sinn. Fræðslu sína hlutu þcssi böm fyrst og fremst með því að hlýða á tal hinna fullorðnu og með lestri bóka, en bókasöfn voru talsverð á heimilunum o 7 Og gott sveitarbókasafn auk sýslubókasafns, sem var einstakt í sinni röð. A 10—14 ára aldri lásu þessi börn — auk léttari bókmennta — t. d. bækur eins °g íslendingasögur og Noregskonungasögur, Árbækur Espólíns, ævisögur í And- vara, ferðabækur Þorvalds Thoroddsen, Ármann á Alþingi, Klausturpóstinn, ritgerðir í Safni til sögu íslands, jafnvel ritgerðir í Landshagsskýrslum, Þúsund og eina nótt, tímarit ýmis, er þá vom til, þjóðsögur, leikrit Shakespeares og Byrons í þýðingu Matthíasar, kviður Hómers í þýðingu Sveinbjarnar, — og réðust jafnvel í að lesa biblíuna spjaldanna á milli, er lítið var um annað lestrarefni, þó ekki væri beint af trúarlegum ástæðum. Enn er þess minnzt, með hvílíkri lotningu þeir frændur og jafnaldrar, Þorkell og Ketill, þá 11 — 12 ára, tóku á móti Flateyjarbók úr höndum Baldvins í Nesi, er þá var safnvörður í sveitinni. Ljóðasöfn margra helztu skálda íslenzkra lásu þau og lærðu utan að meira og minna. Llnt þetta veit ég með sanni og eins það, að á 14. ári var Þorkell farinn að lesa og brjóta til mergjar Ijóð Einars Benediktssonar og sér- staklega Stephans G. Stephanssonar, sem hann jafnan síðan lagði mikla alúð við, eins og síðar verður sagt. Gaman þessara bama var m. a. að leika sögu- hetjur Hómers úr Trójustríði og frá ferðum Odysseifs. Það sem þau lásu, ræddu þau sín á milli eða sögðu hvert öðru. — Árið 1908 var stofnað ungmennafélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.