Andvari - 01.05.1961, Side 23
andvaw
,AÐ FORTÍÐ SKAL IIYGGJA"
21
ÞjóðminjasafniS í Reykjavík.
ég geymi þá“. Og hún bætir við: „Efnið
í þeim skiptir ekki máli“.
Ahugi fyrir söfnun forngripa vaknaði
1 Svíþjóð fyrir alvöru um miðja 19. öld,
°g var Arthur Hazelius forvígismaður
þeirrar hreyfingar, en síðar komu afkasta-
miklir sjálfboðaliðar, svo sem hinn frægi
málari Zorn í Mora og málarinn Anker-
krona í Tállberg. Við íslendingar höfum
eignazt vökula áhugamenn í söfnun
fornminja, en skriður hefur þó ekki kom-
izt á þessi mál með þjóðinni fyrr en á
allra síðustu árum. Nokkuð af því helzta,
sem gerzt hefur í þessum málum, er þetta:
Vegleg bygging hefur verið reist fyrir
þjóðminjasafn. Norðanlands á ríkið
Glaumbæ í Skagafirði, þar sem komiö er
upp ágætt byggðasafn, og bærinn sjálfur
er þar aðalforngripurinn. Austanlands
hefur ríkið keypt bæjarhúsin að Burstar-
felli, sem haldiÖ hefur verið við af mik-
illi rausn þeirra, sem þar hafa búið, en
aÖalbyggÖasafn Austfirðinga er nú í
Skriðuklaustri. Sunnanlands hefur ríkið
keypt Keldur á Rangárvöllum, en þar er
skáli með helluþaki undir torfi. Einstök
liéröð og félög hafa sýnt mikinn áhuga
á því að vernda frá glötun minjar bundnar
atvinnulífi staðarins og sögulegum minj-
um. Fyrir framtak og elju nokkurra at-
orkusamra manna cru nú komin myndar-
leg byggðasöfn í Skógum undir Eyjafjöll-
um, Akranesi og Árbæ við Reykjavík.
Sami áhugi hefur vaknað á fleiri stöðum.
Líka hefur Stokkseyringafélagið í
Reykjavík látið byggja myndarlega sjó-
búð á Stokkseyri á þeim stað, sem Þuríð-
ur formaður hafði sjóbúð sína.
Reykjavík sem höfuðstaður á ekki
margt sögulegra minja eða mcrkra húsa,
samanboriÖ við höfuðborgir ýmissa ann-
arra landa. Þó eru nokkur hús, sem eiga
allmerka sögu. Eitt þeirra húsa, líkhúsið
í gamla kirkjugarðinum við SuÖurgötu,
var rifið fyrir fám árum. Það hafði verið
notað sem kirkja, meðan viðgerðin á