Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 49

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 49
BJARNI EINARSSON: „Að ósi skal á stemma" Grímsá í Borgarfirði syðra kemur upp i Reyðarvatni á norðvesturmörkum þess fjalllendis sem að fornu nefndist Blá- skógaheiði, og fellur áin fyrstu 13—14 km um óbyggðan afdal úr Lundarreykja- dal. Skömmu eftir að hún fellur fram úr afdahmm rennur hún um eyrar fyrir sunnan Oddsstaði í Lundarreykjadal niiðjum eða því sem næst og sameinast þar I unguá, sem fellur um ofanverðan Lundarreykjadal. Eftir sameininguna heldur áin Grímsárnafninu þar sem hún rennur Lundarreykjadal á enda og síðan um Andakílshrepp (á mótum Andakíls og Bæjarsveitar), unz hún fellur í Hvítá á mots við Skeiðvöllinn fyrir austan Þjóð- ólfsholt. Grímsá var áður fyrr talin ein helzta laxveiðiá á landinu. Þeir Eggert Ólafsson °g Bjarni Pálsson komu á þessar slóðir á rannsóknarferð sinni fyrir rúmum tveim öldum og í ferðabókinni taka þeir mjög ójupt í árinni um laxagöngur og veiði í Grímsá. „Bezta veiðistöð hennar heyrir dl staðnum i Reykholti og er talin mestu gæði hans. Laxinn er veiddur í net . . . T veir menn stunda hér veiðina, og geta ^—600 fullorðnir laxar komið í hvorn hlut. Á haustin er stundum svo mikil laxagengd á vaðinu þar fyrir ofan, að hestar ferðamanna geta ekki stigið gegn- um torfurnar né komizt áfram. Þessi ótrú- Lga laxamergð er þá að ganga til sjávar. Við höfum einu sinni séð þetta, en hest- arnir fældust busl og sporðaköst laxanna í ánni". (Þýðing Steindórs Steindórssonar 1 68—69).1) Veiðistöð sú sem getið er um í ferða- bókinni hefur að líkindum verið við Lax- foss sem er 4 km frá ósnum (bein lína), en nál. tveim kílómetrum neðar en fjöl- farnasta vað árinnar (aftur átt við beina línu), Norðlingavað eða Ferðamannavað. Samkvæmt frásögn séra Þórhalls Bjarnat- sonar, síðar biskups, sem var prestur í Reykholti árið 1884, átti Reykholtskirkja um þær mundir V& hluta veiðarinnar við Laxfoss (% átti Hestur og V& Hvanneyri); en ekki var þá vitað (eða hirt) um önnur ítök Reykholtskirkju í veiðinni í Grímsá (sjá skýringar Kr. Kálunds með útgáfu Reykjaholts-máldaga 1885, 33. bls.). Ekki er mikið látið af laxveiði í sjálf- um Lundarreykjadal skömmu fyrir miðja 19. öld, því að í sóknalýsingunni frá 1840 segir: Laxveiði hefur og stundum verið í Grímsá, helzt frá Gullberastöðum og Lundi. Hinn forni máldagi Reykholtskirkju er eitt hið merkasta fornbréf íslenzkt sem enn er til (sjálft frumritið varðveitt í Þjóðskjalasafni í Reykjavík). Máldaginn er skráður á eitt stórt skinnblað (30X21 cm) og eru 36 hnur á fyrri blaðsíðunni, en ekki nema 4 á þcirri síðari. 1) Þessi lýsing minnir á frásögn Bjöms Blöndals af feiknamildum fjölda laxa og silunga, sem liann sá einu sinni synda upp Hvítá, — sjá 133. bls. Hamingjudaga (1950).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.