Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 49
BJARNI EINARSSON:
„Að ósi skal á stemma"
Grímsá í Borgarfirði syðra kemur upp
i Reyðarvatni á norðvesturmörkum þess
fjalllendis sem að fornu nefndist Blá-
skógaheiði, og fellur áin fyrstu 13—14
km um óbyggðan afdal úr Lundarreykja-
dal. Skömmu eftir að hún fellur fram úr
afdahmm rennur hún um eyrar fyrir
sunnan Oddsstaði í Lundarreykjadal
niiðjum eða því sem næst og sameinast
þar I unguá, sem fellur um ofanverðan
Lundarreykjadal. Eftir sameininguna
heldur áin Grímsárnafninu þar sem hún
rennur Lundarreykjadal á enda og síðan
um Andakílshrepp (á mótum Andakíls og
Bæjarsveitar), unz hún fellur í Hvítá á
mots við Skeiðvöllinn fyrir austan Þjóð-
ólfsholt.
Grímsá var áður fyrr talin ein helzta
laxveiðiá á landinu. Þeir Eggert Ólafsson
°g Bjarni Pálsson komu á þessar slóðir á
rannsóknarferð sinni fyrir rúmum tveim
öldum og í ferðabókinni taka þeir mjög
ójupt í árinni um laxagöngur og veiði í
Grímsá. „Bezta veiðistöð hennar heyrir
dl staðnum i Reykholti og er talin mestu
gæði hans. Laxinn er veiddur í net . . .
T veir menn stunda hér veiðina, og geta
^—600 fullorðnir laxar komið í hvorn
hlut. Á haustin er stundum svo mikil
laxagengd á vaðinu þar fyrir ofan, að
hestar ferðamanna geta ekki stigið gegn-
um torfurnar né komizt áfram. Þessi ótrú-
Lga laxamergð er þá að ganga til sjávar.
Við höfum einu sinni séð þetta, en hest-
arnir fældust busl og sporðaköst laxanna
í ánni". (Þýðing Steindórs Steindórssonar
1 68—69).1)
Veiðistöð sú sem getið er um í ferða-
bókinni hefur að líkindum verið við Lax-
foss sem er 4 km frá ósnum (bein lína),
en nál. tveim kílómetrum neðar en fjöl-
farnasta vað árinnar (aftur átt við beina
línu), Norðlingavað eða Ferðamannavað.
Samkvæmt frásögn séra Þórhalls Bjarnat-
sonar, síðar biskups, sem var prestur í
Reykholti árið 1884, átti Reykholtskirkja
um þær mundir V& hluta veiðarinnar við
Laxfoss (% átti Hestur og V& Hvanneyri);
en ekki var þá vitað (eða hirt) um önnur
ítök Reykholtskirkju í veiðinni í Grímsá
(sjá skýringar Kr. Kálunds með útgáfu
Reykjaholts-máldaga 1885, 33. bls.).
Ekki er mikið látið af laxveiði í sjálf-
um Lundarreykjadal skömmu fyrir miðja
19. öld, því að í sóknalýsingunni frá 1840
segir: Laxveiði hefur og stundum verið
í Grímsá, helzt frá Gullberastöðum og
Lundi.
Hinn forni máldagi Reykholtskirkju er
eitt hið merkasta fornbréf íslenzkt sem
enn er til (sjálft frumritið varðveitt í
Þjóðskjalasafni í Reykjavík). Máldaginn
er skráður á eitt stórt skinnblað (30X21
cm) og eru 36 hnur á fyrri blaðsíðunni,
en ekki nema 4 á þcirri síðari.
1) Þessi lýsing minnir á frásögn Bjöms
Blöndals af feiknamildum fjölda laxa og silunga,
sem liann sá einu sinni synda upp Hvítá, —
sjá 133. bls. Hamingjudaga (1950).