Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 37

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 37
ANDVARI ÓBÓTAVERKIÐ 35 bil fimm hundruð árum á undan Kólum- busi. Þeir voru engan veginn löglausir menn aS eðlisfari. Síðar munum vér raunar sjá, að þeir höfðu næstum of mikinn áhuga á snjöllum og flóknum lögfræðilegum at- riðum, sem minna oss stundum á Groucho Marx og A. Cheever Loophole, lagaörn- inn. Ef segja mætti, að þeir væru ekki sér- lega löghlýðnir, þá var það einkum vegna þess, að ekki var mörgum lög- um að hlýða. Ástæðan til þess, að þeir yfirgáfu Noreg og stofnuðu íslenzkt þjóð- félag, hafði verið flótti frá hvers konar miðstjórnarkerfi; og það var einmitt þessi vöntun miÖstjórnar til að setja lög og framfylgja þeim, sem var örlagaríkur galli á þjóðfélagsbyggingu Islands. í löggjafar- og dómakerfinu var þingið fyrsti áfanginn. Til voru mörg héraðsþing, sem fengust við minniháttar innansveitar- roál, en langþýðingarmest var alþingi, árleg samkunda allra höfÖingjanna, þar sem vandamál og þrætur voru reifuð og rædd. En þótt alþingi gæti tekið til með- ferðar deilumál og fellt um þau úrskurð, hafði það engin ráð til að knýja fram urslit, þar sem það hafði ekkert lögreglu- vald og engan her, og sérhver höfðingi, sem taldi sig hafa nægilegan styrk, gat beinlínis virt úrskurð þess að vettugi. Með tvíþættri tilraun til að halda uppi reglu °g varðveita þó sjálfstæði einstaklings- Ins, átti alþingi við nákvæmlega sömu vandamál og veilur að etja og samtök Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta var djarfleg tilraun til að framkvæma eins konar frumstætt hálfgildings lýðræði, og það opnaði allar gáttir fyrir áróðursmönn- um, baktjaldamakki og hreinni og beinni valdbeitingarstefnu eins og allar tilraunir tu þess að framkvæma lýðræði, hvort sem þær eru frumstæðar eða ekki. Eitt af algengustu vandamálum, sem alþingi varð að fjalla um, voru vígsmál. Norðmenn höfðu ekki háar hugmyndir um helgi mannlegs lífs, hvorki sjálfra sín né annarra. Það var ekki skammarlegt eða óheiðarlegt að drepa óvininn, jafnvel þótt liðsmunur væri honum í óhag. Það er undarlegt um norræna menn, sem höfðu næman skilning á á'byrgð þeirri, sem fylgir yfirburðum, að þeir hikuðu ekki við að gera einum manni fyrirsát með fjöl- menni. Sennilega hefur meginreglan veriÖ sú, að maður ætti alltaf að vera búinn til varnar eins og hnefaleikamaðurinn í hringnum. Það var vissulega ekkert brot á almennum reglum um hátterni að drepa óvin sinn, svo fremi að vegandi lýsti víg- inu á hendur sér þegar í stað. Það varð með öðrum orðum að vera opinbert, en ekki framið með leynd. Slíkt dráp hlaut að sjálfu sér að leiða til blóðhefnda. Nánustu ættingjar þess, er drepinn var, erfðu hefndarskylduna, rétt eins og þeir erfðu lönd hans og lausa aura, og þeir áttu þá um ýmsa kosti að velja. Aðgerðarleysi var ævarandi skömm, sem engin heiðarleg ætt gat með nokkru móti sætt sig við. Ættingjarnir gátu þá drepið vegandann, —- og haldiÖ svo deil- unni áfram,— eða tekið við fjárupphæð til bóta fyrir drápið; eða skotiÖ málinu til alþingis og beÖiÖ um úrskurð þess. Engin skömm var að taka við bótafé fyrir víg ættingja. ASalvandamálið var að sætt- ast á rétta og hæfilega upphæð með til- liti til metorða hins látna og stöðu hans í samfélaginu. Þegar samkomulag hafði náðst um upphæÖina, annaðhvort milli deiluaðila eða samkvæmt úrskurði al- þingis, var féð greitt í vegnu silfri og málinu lokið að minnsta kosti í orði kveðnu. Það var ekki talið heiðarlegt að halda áfram deilu eftir að sættir höfðu tekizt. En þessi dásamlega einfalda meðferð vígsmála átti það til að bregðast á tvo vegu með næsta augljósum hætti. Ef sá,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.