Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 70

Andvari - 01.05.1967, Side 70
68 MARTIN A. IIANSEN ANDVARI allt og segja £rá því í eitt skipti fyrir öll. Ekki skaltu halda, að eg segi þetta af einskærum hroka, því að þá hefði eg sjálf- sagt teygt lengur lopa minnar eigin sögu. En taktu nú eftir þvi hvaða ævi þeir eiga, hvalveiðimennirnir. Lítill bátur úr hálf- tommu borðum, fimm manna áhöfn, leggur út á rúmsjó og festir taug í hval, búrhveli. Þessi Samson er sterkari en hópur fíla og í hlutfalli við bátinn er stærðin hin sama og á ketti og mús. Og búrhvelið er ein hættulegasta og hugrakk- asta skepnan í dýraríkinu, án vangaveltu ræðst það á risakolkrabban, sem er lost- æti þess. Jæja, og hvað kemur svo? urinn snýst gegn okkur og við losum taugina, en báturinn skríður gegnum öld- urnar allhratt eins og hestur á stökki. Kannski snýr hvalurinn sér við og molar bátinn í einu höggi með sporðinum, sem er meistaraverk, að tign gengur hann næst mannshendinni. An tillits til að- stæðna er það ætlunarverk okkar að drepa hvalinn. Menn verða þá að skilja, að hver sá, sem leiður er á lífinu, á allra kosta völ í þessum starfa og að slíkar mann- eskjur, sem svo elska flotann á ómælis- hafinu, að þeir um stund gleyma stefnu síns eigin skips, eða í algleymingi geta séð hafið verða að kornökrum og landið að úthafi og mennina að langvíum, eiga þess sérlega kost að fara sína hinztu för í djúpið með særðan hval að förunaut. í stuttu máli, kæri lesari, ef þú vildir fást við það reiknisdæmi, hve mörg góð- skáld þú teldir mundu komast lífs af á hvalveiðum, þá mundi kannski fara fyrir þér sem ættföðurnum Abraham, sem bað um að bænum Sódóma yrði þyrmt, ef fimmtán góðir menn fyndust þar, en lækkaði síðan töluna, fyrst niður í tíu, þá í fimm, og þó mun hinn spaka mann hafa grunað, að þessi tala væri jafnvel of há. Eg má þá einnig geta þess, að þótt hval- veiðar hafi verið stundaðar á bátum með sama hætti í fimmtán, eða eigum við að láta okkur nægja að segja í fimm þúsund ár, þá er það sem sé í fyrsta skipti að saga þeirra er sögð svo sem hæfir hinum mörgu kynslóðum hugprúðra manna, og er þá alla vegana sennilegt, að bið verði á að sú saga verði aftur sögð. En eg set fram þessi rök til þess eins, að þú getir beitt þeim við efnishyggjumennina, en sjálfs mín vegna skipta þau ekki öllu rnáli, því að eg læt mér nægja það ákvarðaða hlutskipti, að verða sá, er sagði þessa sögu í eitt skipti fyrir öll. Og í sama mund er mér það ljóst, að eg verð að gefa lesaranum hlutverk, hann verður í raun og sanni að þekkja allt, skilja allt, elska allt. Melville er dásamlegt íhlaupaskáld, á tindi snillings, og hann er rithöfundur, sem í ríkasta mæli hefur tilætlun í því, sem hann skrifar. Allt sem hann hafði áður gert var einskonar undirbúningur að „Moby-Dick“, og í þessu skáldriti fer hon- um eins og byrjandanum, allt sem hann býr yfir skal talið fram. Melville sóar hér öllum eignum sínum, þær uxu og uxu, hann varð æ auðugri meðan hann skrifaði, unz hann hafði gefið aleigu sina og að ævilokum var hann örsnauður og ókunnur fyrir sakir hins fullskapaða skáldverks, svo sem er hlutskipti listamannsins. En hafi Melville verið einmana skáld og ekki unnt að greina skáldbræður í návist hans, þá er hitt þó furðulegra hve sifjaskyldur hann er öðrum skáld- söguhöfundum, sem uppi voru eða nýdán- ir víðs vegar í löndum handan hafsins. Þær kynslóðir sköpuðu skáldsögur og „Moby-Dick“ var þeirra bróðir. Þótt hún yrði til á útjöðrum evrópskrar menningar, austurströnd Norður-Ameríku, þá skipar skáldsaga Melvilles miðlægan sess í tíma og tegund hinna mörgu epísku skáldrita á blómaöld hins lausa máls í Evrópu. Arið 1851, útkomuár bókarinnar, skipar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.