Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 95

Andvari - 01.05.1967, Side 95
ANDVARI BRÉF TIL BÆNDA OG NEYTENDA 93 hugað er hann hvergi nærri greinagóður og engan veginn rökréttur. Eg vil telja, að heppilegra væri og betra til yfirlits, bæði fyrir framleiðendur og neytendur, að miða útflutningsuppbætur á mjólkur- vörur einhliða og einfaldlega viS innvegið mjólkurmagn, sem bændur senda til mjólkurbúanna. Þetta mætti hugsa sér þannig, að greiddar væru útflutningsupp- bætur á útfluttar mjólkurvörur allt að því magni, að útflutningurinn nemi 10—15% af innvegnu mjólkurmagni til búanna. En færi útflutningurinn fram úr því yrSu bændur sjálfir — mjólkurbú þeirra — að bera þann halla, sem af því stafaði. Til þess aS jafna sveiflur þær, sem verða á framleiðslunni, mætti miða hinar árlegu uppbætur við 10—15% af meðalmjólkur- magni síðustu þriggja ára. Slíkt fyrirkomulag myndi sennilega ekki íþyngja ríkissjóði verulega frá því, sem nú er, en það er ekki aðalatriði í mín- um augum, hitt er meira um vert, aS þetta yrði hreinn reikningur og um leið nokkurt aðhald fyrir bændur að atbuga sinn gang við framleiðsluna, og sem sagt öllum gott til yfirlits. HiS sama mætti gilda við framleiðslu og útflutning kindakjöts. Þetta fyrir- komulag væri að öllu leyti rökréttara heldur en núverandi viðmiðun við bún- aðarframleiðsluna alla. Sá útreikningur er allflókinn og getur stundum verið vafa- samur, eða að minnsta kosti gefið ástæðu til efasemda og gagnrýni. VII Ég býst fastlega við, aS æðimörgum þyki þessi lestur minn hafa verið nokkuð einhliða og jafnvel hljómað sem vörn fyrir bændur á kostnað neytenda og segi bæði í hljóði og við sjálfa sig hin gömlu eyfirzku orð: „Einhvers staðar er það nú vitlaust sarnt". Og þá er hin stóra spurn- ing: Er ekki verð á búsafurðum til neyzlu óþarflega hátt, er ekki hægt með bætt- um framleiSsluaðferðum og aukinni hag- ræðingu íl landbúnaði að lækka tilkostn- aðinn og verð varanna til neytenda, öll- um til hags? Má um þetta vitna aftur til hagfræðiorðanna, er hljóða þannig: „FramleiðslukostnaSur landbúnaðarins í heild er allt of hár“. ■— Mér kemur ekki til hugar að mótmæla þessari fullyrðingu. Fyrst og fremst sökum þess, að hún getur víst gilt um flesta framleiðslu hér á landi og á ekkert við um landbúnaðinn frem- ur en margt annað. En ég vara við því að halda, að sannleiksgildi þessara um- mæla, og sú staSreynd, að ég mótmæli þeim ekki, sé sönnun þess, að hægt sé, og jafnvel auðvelt, aS betrumbæta ís- lenzkan landbúnað svo, að af því spretti lægra verð þeirra matvæla, sem landbún- aðurinn framleiðir. ÞaS er óraunhæf bjartsýni og beinlínis fjarstæða að gera ráð fyrir lækkandi verSi á matvælum yfir- leitt, sama hvort litið er til framleiðslu- hátta og þróunar hér á landi eða í lönd- um þeim, sem vér höfum mest saman við að sælda. Yfirleitt verður að gera ráð fyrir hækkandi vöruverði. Þannig er hið almenna ástand og horfur og ekki hvað sízt þegar um matvæli er að ræða. Það raskar ekki heildarástandi og horf- um þótt hið gagnstæða geti átt sér stað í vissum tilvikum og um einstaka vöru. Þannig er hægt að miðla málum og víkja til verðlagi til hagsbóta. Auðvelt er t. d. að laga smjörverðiS hér á landi og jafna „smjörfjalliS" viS jörðu, blátt áfram meS því að stórlækka verS á smjöri og hækka verð á smjörlíki tilsvarandi.1) Að kunn- áttuleiðum er einnig hægt að lækka verS- 1) Eftir að þetta var skrifað hefir smjör- verðið verið stórlækkað og jafnframt er hætt að greiða niður verð á smjörlíki. Fé það sem sparast við að hætta þeim niðurgreiðslum, er hinsvegar varið til að greiða útflutningsupp- bætur á skreið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.