Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 16

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 16
14 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI erfiðleikum um fjárhag landsins. Stjóm Þjvf. viðurkennir að vísu, að nauðsyn sé til þess að fara varlega í fjárveitingum um þessar mundir, en þykir þó illa farið, ef fjárveitingarvaldið kippir að öllu leyti að sér hendi um þetta, einkum meðan félagið er að rétta við hag sinn aftur. Stjóm félagsins er samhuga um það, að 'þessi fyrirhugaða fræðiritaútgáfa sé einn mjög mikilsverður liður í þeim umbótum um menning þjóðarinnar, sem nú eru efstar á dagskrá með beztu mönnum landsins, ekki sízt iyrir þá sök, að hér er stefnt meira í áttina til sjálfsmenningar, svipað því sem á sér stað í bókasafnsstefnunni, heldur en í tillögum um skóla o. s. frv. Getur stjórn félagsins í iþessu efni látið sér nægja að skírskota til umræðnanna um málið á síðasta alþingi. Þessari stefnu þingsins í fyrra hefur og verið tekið með fögnuði um land allt meðal bókhneigðra alþýðu- manna, og mundu mörgum verða það sár vonbrigði, ef Þjvf. gæti ekki haldið áfram á sömu braut, enda ber það vott um litla festu að hringla svo til, að annað árið sé gefinn út álitlegur bókaforði, hitt árið ekkert. Annað mál er það, að stjórn félagsins telur ekki nauðsynlegt eftir atvik- um, að sama fjárhæð sé jafnan veitt til fyrirtækisins. Væntanlega tekst að losa félagið úr skuldum næsta vor, og ætti þá að vera hægt að stjórna því svo þaðan af, að það gæti af eigin ramleik lagt allan ársgróða sinn (ca. 2000—3000 kr.) í þetta fyrirtæki; bjartsýnustu menn í stjórn félagsins gera sér jafnvel vonir um það, að þetta fyrirtæki þess verði svo vinsælt, að félagið muni geta séð um það styrklaust, er tímar líða. En úr því verður reynslan að skera. Af þeim ástæðum, sem nú voru nefndar, leyfir stjórn Þjvf. sér að fara þess á leit við virðulegt alþingi, að því mætti þóknast að ætla félaginu í fjárlögum næsta árs 4000 kr. til framhalds útgáfu fræðirita þeirra, sem þegar er hafin. ...“ Á valdaskeiði Íhaldsflokksins, 1924—1927, voru fjármál meginhugðarefni stjórnarinnar, og fjármálaráðherrann, Jón Þorláksson, hafði mjög eindregnar hugmyndir urn, hversu haga bæri fjárveitingum og samningu fjárlaga. En félag eins og Þjóðvinafélagið hlaut að vera vel séð af mörgum íhaldsmönnum, því að ódýr alþýðufræðsla eins og útgáfa fræðslurita var meira að skapi sparsamra landsfeðra um þessar mundir en stofnun og rekstur fjölmargra og rándýrra alþýðuskóla. Ef til vill er þar að finna skýringu á því, að stöðugt kvabb Þjóð- vinafélagsstjórnar buldi ekki ævinlega á lokuðum leðurhlustum alþingismanna umrædd ár, þó að þá væri margri auðmjúkri fjárbóninni vægðarlaust vísað á bug. Næsta bréf Páls forseta til fjárveitingarnefndar (neðri deildar) alþingis, dagsett 28. febrúar 1925, skýrir í senn frá undirtektum við síðasta bréf og áformum Þjóðvinafélagsstjórnar næsta áfangann: „I fjárlögum 1924 voru Þjóðvinafélaginu veittar 5000 kr. til fræðiritaút-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.