Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 45

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 45
ANDVARI HAGIR JÓNS OG HÆTTIR 43 son.1) „Mér fannst, telpunni, eins og einhver ósjálfráð tign skína út frá þcssum manni, eða eins og 'hann stræði geislum allt í kring um sig,“ segir kona ein á endurminningum sínum uni Jón.2) Eiríkur Briem segir, að Jón hafi verið „mó- eygur“.3) Og Björn M. Ólsen segir4): „Augun voru móleit, en óvenju-snör og tindrandi, hýr og brosleit, ef hann var góðu í skapi, en ef honum var mikið niðri fyrir, mátti segja um hann, líkt og Egill segir um Eirík konung, að „ormfránn ennimáni skaut allvalds ægigeislum“, og var þá ekki fyrir smámenni að horfast í augu við hann. í augunum mátti lesa allt hið einkennilegasta í fari Jóns Sig- urðssonar, ljúfmennskuna, glaðlyndið og fjörið, viljaþrekið og karlmannslund- ina, skarpskyggni og dómgreind, hyggindi og viturleik.“ Báðir þessir höfundar telja Jón móeygan, og svo munu flestir gera. Aftur segir í vegabréfi Jóns (1851), að hann sé bláeygur („har ... blaa Öjne“). Kynlegt er að sjá heimildir greina svo á um augnalit. Kristján Kristjánsson var þó nákunnugur Jóni frá fyrri tíð, og Jón gerir enga athugasemd við vegabréfið, og var þó nokkuð undir því komið, eins og á stóð, er Jón bjóst til að fara þá um hertogadæmin og jafnvel Þýzkaland til Danmerkur, þótt friður væri að kalla. Fleiri heimildir mætti enn greina, er styðja vegabréfið. Og þar er Gísli Hjálmarsson í einu bréfa sinna ræðir um „svörtu augun vinar síns“ og á þar við Jón, þá má það vel heimfæra á blá augu þeirra manna, sem mikið hafa sjáaldur, því að svo er þá sem leggi af blásvartan ljóma. Svo mun þó háttað þessu ósamræmi heimildanna, að Jón mun hafa haft bláan baug í augum,5 6) og er það afar sjaldgæft, en hitt altítt, að gráeygir menn hafa móleitan baug. Öllum þessum ytri kostum Jóns fylgdi glæsimennska í hátt- semi, glaðlyndi og lipurð og þó rósemi í öllu yfifbragði, þótt 'hann væri geðríkur skapfestumaður. Má af þessu öllu ráða, að vorkunn var, þótt heitmær Jóns væri nokkuð ugg- andi unr festarnar, enda er í sögnum, að henni hafi þókt taka að lengjast festar- tíminn; hafi hún jafnvel ætlað, að Jón myndi að síðustu afliuga því ráði, en Jóni þókt lengi sem eigi væru hagir sínir svo, að festa mætti ráð sitt og taka sér konu. Heldur á þá lund innir og síra Ólafur á Stað, bróðir Ingibjargar, í bréfum sínum til Jóns, þótt vinsamlega sé til orða tekið.0) Þó réðst að lokum hjónaband jreirra, eftir að Jón hafði verið 12 ár fjarvistum frá henni, og var hún þá 41 árs, en Jón einungis 34 ára. Voru þau gefin saman skömmu eftir alþingi 1845 (4. sept.). 1) Skírnir 1911, Hs. 290. 2) Eimreiðin 1923, bls. 43. 3) Andvari VI, bls. 39. 4) Skírnir 1911, bls. 260-1. 5) Svo hefir Eiríkur Briem sagt höfundi þessa rits, er hann gat þessa ósamræmis \úð hann. 6) Þjskjs. (sjá einkum bréf 4. apr. 1838, 23. sept. 1839 og 22. jan. 1840).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.