Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 84

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 84
82 GUNNAR THORODDSEN ANDVARI aumur, að ég þurfi mér og mínum til viðurværis þá skildinga, er ég hér gæti nurlað mér senr þingmaður. Mætti ég leysast héðan og halda heim til minna elskuðu Húnvetninga, ynni ég tvennt með því: fyrst að spara ættjörðu minni þingpeninga, án hverra ég geti lifað góðu lífi, og þar næst að veita búi mínu forstöðu, því þar til er ég betur kjörinn, þar eð ég hef meiri hæfilegleika til að vera bóndi á Þingeyrum en þingmaður hér í þing- salnum, eins og ég líka vona að ég með bústjórn minni geti meir gagnazt þjóðfélaginu en með þingsetunni." Havstein amtmaður, sem var konungkjörinn þingmaður, lýsti því yfir, að hann hefði bannað Jósef lækni að koma til þings vegna þess að hann mætti ekki vera frá embætti sínu. Jón Sigurðsson vill nú fá að vita orsakir og ástæður til þess, að læknirinn, sem er nú staddur í bænurn, má ferðast hingað, en þó ekki vera á þingi. Havstein segist gera yfirboðurum sínum grein fyrir gjörðum sínum, en þver- neitar þinginu um upplýsingar. En Jón er harður í horn að taka, flytur fimm stuttar ræður. Sú síðasta er svohljóðandi: „Ég verð að ítreka það aftur, að læknir Jósef Skaftason er ekki emb- ættismaður, og ég ætla að það séu fullar ástæður til að mótmæla og sporna við því, að hinir yfirboðnu embættismenn taki upp á að bægja þeim mönn- um frá að gegna köllun sinni til þings af þeim ástæðum, sem Jreir geta ekki síðan verið þekktir að skýra frá. Undir eins og ég greiði atkvæði móti gildi kosningar varaþingmannsins úr Elúnavatnssýslu, þá hlýt ég að lýsa því yfir, að ég ábyrgist amtmanninum í Norður- og Austur-amtinu, þó Húna- vatnssýsla þar fyrir verði þingmannslaus, því að það er honurn einum að kenna, en engum öðrum.“ Þessar stuttu ræður Jóns og hin skorinorða, hvassa og hnitmiðaða lokaræða, eru einkennandi fyrir Jón, þegar hann lendir í orðasennum. Þar kemur fram skarpleikinn og fimleikinn í svörum, en einnig kappið að láta ekki hlut sinn fyrir neinum. í sambandi við þessa orðasennu við amtmanninn, sem og deilur Jóns strax á fyrsta þingi við konungsfulltrúa, stiftamtmanninn sjálfan, er rétt að hafa í huga til marks um einurð Jóns, að hér er hann að tala við og víta fulltrúa hins einvalda konungs. 1859 var Jón Sigurðsson felldur frá forsetadómi, en Jón Guðmundsson kos- inn forseti. í jarðamatsmálinu greindi þá nafna á. Jón Guðmundsson flutti mergj- aða ræðu og deildi á skoðanir og afstöðu Jóns Sigurðssonar. Hann sagði meðal annars:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.