Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 111

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 111
ANDVARI MÓTUN FÆREYSKS RITMÁLS 1846 109 liún afbökuð, líklega mest fyrir dönsk áhrif. Með öðrum orðum: það verður að búa til færeyskt ritrnál. Það er ekki vandi að sjá, að sú leið sem hingað til hefur verið farin til að ná þessu marki endar í villigötum. Jafnómögulegt og það er að ný- íslenzka væri til ef ekki hefði verið gert annað á íslandi en að skrifa upp það sem með ýmsu móti er talað í héruðum landsins, án 'þess að hafa neina lorntungu sem hægt væri að rekja það til og samræma eftir óteljandi frá- vik talaðs máls; jafnómögulegt og það er að danskt ritmál liefði orðið til við að skrifa upp kvæði og þess háttar eftir framhurði fólks á Sjálandi, Fjóni eða Jótlandi, jafnómögulegt er að neitt þess háttar geti heppnazt í Færeyj- um. Flér af er ljóst að ég tel og hlýt að telja það misráðið og öldungis mis- heppnað uppátæki að gefa út færeyska 'þýðingu á Færeyinga sögu, á Matt- heusar guðspjalli, svo og færeyskum ki'æðum, án þess að gera sér fyrst grein fyrir hvaða mál það væri sem verið var að skrifa (það er e. t. v. norður- eyska, e. t. v. ÞórShafnarmál, en færeyska er það ekki) og hvaða raunveru- leg sérkenni, en ekki aðeins sýndareinkenni, skildu það frá öðrum málum. Til að skýra þetta nánar mun ég nefma fáein einföld dæmi. Þegar Fær- ingur segir ettur eða ettir (fyrir eptir eða eftir), þá er það rétt hjá honurn; Fjónhúinn gerir það sama; en etter getur verið bæði færeyska og fjónska, það er hvorki danskt eða norskt, en annaðhvort verður það að vera, ef það á að vera ritmál. Norrænum tungumálum getur ekki verið neinn akkur í að hafa sérstakt færeyskt eða fjónskt ritmál, o. s. frv. Með því móti mundi einingu þeirra og samræmi vera ógnað af upplausn. Þegar Færeyingar bera hjá (d. hos) fram kjá, þá getur það verið hárrétt, en það verður að skrifa það hjá (eða hjá, ef kosið er að láta á tákna á); annars slítur færeyskur rit- háttur orðið út úr öllu almennu norrænu samhengi. Ef farið væri að skrifa kjav fyrir hjá á íslenzku, og allt annað eftir því, þá nrundi íslenzku ritmáli fljótlega verða útrýmt. A sama hátt getur ekki gengið að skrifa kjödn fyrir tjörn, því að hvaða lifandi maður, sem annars þekkir þetta fornnorræna orð, mundi kannast við það í þessu afskræmi? Það mundi vera ámóta og að skrifa Kyv fyrir Tyv í dönsku ritmáli, af því að þannig er sagt á Falstri, eða að skrifa á sænsku tjánna fyrir kanna. iÞegar skrifað er á færeysku mavur eða meávur fyrir maðr, mouir eða mowir fyrir móðir og annað þvT um líkt, þá er það álíka og að skrifa á dönsku maj fyrir Mand, mower fyrir Moder, hárw fyrir haard og því um líkt, sem einnig er mállýzkufram- burður. Þegar orðið haade er í þýðingunni á Færeyinga sögu stundum skrifað hádi, stundum háji, stundum háji, og hjá Lyngbye háaji, þá er aug- ljóst, að bara ein af iþessum orðmyndum tilheyrir ritmálinu, en hinar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.