Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 48

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 48
46 GUÐMUNDUR DANÍELSSON ANDVARI í stjórn SÍS á að gæta hins gullna jafnvægis í byggð landsins, þó var þar enginn Sunnlendingur. Agli hefur líklega þótt gott að sumu leyti að vera laus við stjórn Sambandsins. Hann þurfti þá ekki að ganga á undan með góðu fordæmi urn gætni í fjármálum, en gat hlaðið þar upp skuldum og leyft sér að taka framhjá því í viðskiptum. Egill Gr. Thorarensen var sem kunnugt er frændi Bjarna skálds Thorarensens, sem taldi gott að bregða sér öðru hverju ofan af tindinum niðrí dali gleðinnar. Það gerði Egill líka í góðum hópi. Hann fór oft utan og var vel að sér í tungum nágrannaþjóðanna. Einu sinni urðum við af tilviljun samferða í flugvél til útlanda og sátum saman. Ekki skorti okkur umræðuefni, en okkur kom saman um, að leiðinlegt væri að fljúga, maður væri bundinn niður í stól svolitla stund og mataÖur eins og hvít- voðungur. Hann dró upp viskípela, og við drukkum dálítið úr honum til að dreifa ögn leiÖindunum. En þó að Egill brygði sér oft til útlanda, þá var liann ekki síður lík- legur til að taka sér ferð á hendur upp til fjalla ásamt Gunnari skipa- miðlara, Ólafi heildsala Þorsteinssyni, Pétri í Isafold og Axel í Rafha. Þar stunduðu þeir útilíf og spilamennsku sér til hvíldar og hressingar í nokkra daga. Þegar Egill ferSaðist um landið, þá var það með glæsibrag þeirra Kirkjubæjarmanna, - með fjölda hesta og hestasveina. VI Egill endurreisir Þorlákshöfn. Ég hef geymt Þorlákshöfn viljandi fram undir lok þessarar ritsmíðar, því að þar tel ég að framsýni Egils og sköpunarafl hafi í reynd oröið há- punktur í ótrúlegu lífsafreki hans, og í upphafi fjarstæÖukenndast í aug- urn almennings, sem leit á staðinn sem eyðibyggð og aðeins heyra til liðinni tíð. En þarna sá Egill fyrir sér hafnarborg og stórútgerð handa „hinum tíu þúsund hafnlausu“, eins og hann nefndi Sunnlendinga í grein, þar sem hann reifaði þetta mál fyrsta sinni. Greinin birtist ekki í stóru dagblöðunum fyrir sunnan, heldur í „Félagsblaöi K.Á.“. Á stjórnarfundi Kaupfélags Árnesinga 2. apríl 1934 var samþykkt að festa kaup á jörðinni Þorlákshöfn með þeim mannvirkjum, sem þar voru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.