Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Síða 85

Andvari - 01.01.1977, Síða 85
andvari HVAÐ HEITI ÉG NÚ? 83 ingar í skáldskap; þar nefnir hann til dæmis vísuhelming eftir Eilíf Guðrúnar- son, sem er varðveittur í Snorra-Eddu, og lýsir á hvern hátt fyrri hluti nafns- ins Hákon sé fólginn í ‘mœrar orSa kon’: Mœrr (mýrlendi) er heiti jarðar, og allir vita, hvað orð er. Samt er mœrar orð óskiljanlegt. Sá einn, sem veit, að Heimdallur „heyrir ok þat, er gras vex á jprðu“, skilur, við hvað er átt. Orð er rödd, hljóð, hávaði, en „hávaði jarðar": grasvöxtur, gras. En gras heitir líka há, og fyrri hluti nafnsins er leystur úr læðingi. Höfundur þessarar snjöllu skýringar er ekki nefndur. Ekki löstum vér það, heldur hitt, að ekki skuli vera sýnt fram á hversu hún fellur að samhengi í vísuhelmingi Eilífs; þess í stað er lesandi beittur sefjun með orðalagi sem ekki á heima í ritsmíð vísindamanns; ‘Sá einn, sem veit, að Heimdallur „heyrir ok þat, er gras vex á jQrðu“, skilur, við hvað er átt.’ Ekki hef ég fundið heim- ildir fyrir að frummerking orðsins mœrr sé mýrlendi. Orð sömu ættar í skyld- um málum eru höfð um fenjótt land eða kjarrlendi, sjá t. d. Altnordisches etymologisches Wörterhuch eftir Jan de Vries, Leiden 1962, bls. 400. Þetta skiptir raunar engu máli fyrir túlkun á mœrar orð; ef umrædd skýring er rétt, er augljóst að Eilífur skáld hefur notað mœrr sem almennt heiti jarðar. Og auðvitað fellur þessi snjalla skýring ekki, þótt brugðið sé fyrir hana fæti með hinu óheppilega orðavali: ‘Orð er rödd, hljóð, hávaði, en „hávaði jarðar“: grasvöxtur, gras.’ Ég hefði kosið mál jarðar í stað ‘hávaði jarðar’. En þessi skýring á ‘mœrar orða kon’ er mjög athyglisverð, þrátt fyrir undarlegan rök- stuðning. Hið sama er raunar að segja urn túlkun Ólafs M. Ólafssonar á nafnafel- unum í Bósarímum: Þar er rnargt athyglisvert, en samt sem áður hef ég ekki látið sannfærast af lærdómi hans, þroska, kunnáttu og reynslu, einkum vegna þess að hann bregður fyrir sig aðferðum sem ég kann ekki við. Vísuorð í Bósa ríinum I 46.2 les Ólafur; frost með tyri hyrstu. Um orðið tyri segir hann: Kunn var að fornu viðartegund, sem kölluð var tyri eða tyrvi, öðru nafni tyrviðr eða tyrvitré. Það er harður furu- eða greniviður. Þegar hugað er að hvernig þarna er farið með heimildir kernur eftirfar- andi í ljós: í fyrstu útgáfu Fagurskinnu, Fagrskinna ... Udg. ... af P. A. Munch og C. R. Unger, Christiania 1847, er á bls. 109 frásögn af Haraldi harðráða Sigurðarsyni, að hann vann borg á Sikiley með því að láta fugla bera eld í húsin. Þar segir að Haraldur lét binda á bak fuglunum ‘lokarspón af týri ok steypa á af vaxi ok brennusteini ...’ Þessa útgáfu Fagurskinnu notaði Johan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.