Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1977, Side 126

Andvari - 01.01.1977, Side 126
124 JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON ANDVARI Þær mæðgur tóku miklu ástfóstri við Sigga, og einnig Björn, þó hann léti minna á því hera. Hann var ætíð strangur og siðavandur og vildi láta hlýða boði sínu og banni. Síðla árs 1888 fór Björn þess á leit við vin sinn og bekkjarbróður, séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi, að hann tæki Sigga í fóstur. Verða hér á eftir rakin bréfaskipti þeirra um Sigga.1) 27.12. 1888. Björn til séra Valdhnars. Sömuleiðis er ég mjög þakklátur fyrir hið mikla traust, sem þú sýnir mér með því að biðja mig fyrir fósturson þinn. Ymsan vanda sé ég á því, ekki sízt það, að drengurinn ómögulega getur átt hér eins gott né skemmtilegt eins og hann hefur átt hjá þér, en á það verður þó að hætta, ef þú ætlar það muni duga. í öllu falli má reyna það fyrst um sinn, en ekki er vert, að við látum það heita út í frá öðruvísi en það sé til bráðabirgða, hvort sem það verður lengur eða skemur, því bæði getur skeð, að hann uni ekki, og svo hef ég neitað öðrum, sem kynnu að taka það illa upp, ef ég strax á eftir tæki hann til langframa. Ég vonast því að forfallalausu eftir drengnum í vor eða öllu heldur þér með hann. 1.2. 1889. Björn til séra Valdimars. Idjartans þakkir fyrir þitt góða bréf (27. des. 1888) og fyrir það mikla vináttu- merki, sem þú og þín góða kona sýnduð mér með því að vilja taka af mér litla Sigga. Ég kem með hann sjálfur í vor annaðhvort í byrjun júnímánaðar eða líklega ekki fyrr en í byrjun júlímánað- ar, því að líklega verður móðir mín hjá mér þangað til. Mig vantar orð til að lýsa því, hversu glaður ég er yfir því, að dreng- urinn hefir fengið svona góðan samastað. 9.3. 1889. Séra Valdimar til Björns. Ef þetta tekst, að ég komi suður, þá getum við talazt við um ferðalag ykkar Sigga. Líkast til kemur þó ekki til þess fyrr en í júlímánaðarbyrjun, eins og þú helzt talar um. Ég kvíði fyrir því, ef þetta mishcppnast eitthvað fyrir mér. Reyndar er ég ekki hræddur um það tvennt nefnilega, að drengurinn uni ekki í sveit, sem þó er óvíst, og hitt, sem aftur er víst, að ég get ekki veitt honum s\;o þægilegt líf, sem ég veit að hann er vanur. 20.6. 1889. Séra Valdimar til Björns. Nú sendi ég Óla eftir Jóa og Sigga. Ég legg honum til í þetta sinn aðeins hest að ríða, en dót hans verður að bíða þang- að til ég sendi lest suður, sem verður um eða eftir mánaðamótin. Þá get ég reitt það. Af því að þetta verður svo stuttur tími, þá þarf líklega ekkert eða sama sein ekkert að hafa með sér í þetta sinn, eða ekki meira en hann gæti haft fyrir aftan sig. Reiðtygi getur þú sjálfsagt útvegað honum að láni, því að þeim er hægt að koma svo fljótt aftur. 7.7. 1889. Séra Valdimar til Björns. Ég þakka fyrir þitt góða bréf með drengjunum um daginn ... Ekki hefur B Bréf sr. Valdimars Briem eru varðveitt í Landsbókasafni íslands, en bréf Bjöms M. Ólsens til sr. Valdimars em í eigu Jóhanns Briem listmálara, sonarsonar sr. Valdimars. Bréfin era 'hér birt með leyfi Jóhanns.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.