Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 37
andvari SNORRI STURLUSON OG NORÐAIENN 35 hans, en ég held áfram og staldra næst við Hallvard Lie, sem gaf út bókina Studier i Heimskringlas stil árið 1937. Einna skýrast kemur hin sjáifstæða listgáfa Snorra í ljós, þegar hann lætur persónur sínar halda ræður ellegar þær eiga orðastað saman. Lie bendir á, að Snorri undirbúi og setji á svið samtöl og orðræður og gefi þeim á þann hátt aukið listrænt gildi, sem aðrir höfundar konungasagna geri ekki. Og með því að bera saman hina sömu staði í öðrum konungasögum sýnir hann fram á, hvernig Snorri býr samtölin í sérstakan búning og gefur þeim aukinn styrk og hvernig hann leiðir saman tvær persónur á leikrænan hátt. Lie rekur sundur hinar ólíku ræður, sem er að finna í Heimskringlu, og ber þær saman við ræðurnar í Sverris sögu, sem Snorri hefur tekið sér til fyrirmynd- ar, og hann sýnir fram á, að ræðurnar í Heimskringlu eru kaldhamraðar og þraut- hugsaðar, ólíkt því sem er í Sverris sögu. Ræðurnar skírskota til hugsunar og til skynsemi. Ræður þær í Heimskringlu, sem fluttar eru fyrir orrustur, eru skrif- borðsræður, sem hefðu ekki getað hvatt nokkurn hermann til dáða í orrustu. Með ræðum sínum, sem hann semur af mikilli kostgæfni, getur Snorri lýst tíma cg tíðaranda, tengt atburði sögulegu samhengi sínu og dregið upp svipmikla og lifandi mynd af persónum sögunnar. I ræðunum getur hann látið aðilja, sem eiga í stríði, taka til máls, og hann getur látið ólíkar persónur eigast við í samtölum. A þetta leggur Lie mikla áherslu, enda er hér um að ræða eitt höfuðeinkenni í persónusköpun Snorra. Þetta bragð Snorra að tefla saman andstæðum telur Lie einkenna öll verk Snorra. Að því er virðist, hefur það verið einn af grundvallarþáttunum í hugsana- ferli hans að tefla saman andstæðum. Auk þess hefur hann haft sterka hneigð til að sýna, hvað líkt er í andstæðum þeim, sem hann teflir fram, og rekja jafnframt samhengi þeirra atburða, sem lágu að baki andstæðunum. Hvort tveggja þetta tengist því, sem Lie nefnir vitræna tilfinningu Snorra fyrir reglu, sem hafi stuðlað að því að móta frásögn hans, jafnvel í hinum minnstu greinum. Með því að varpa ljósi á þetta höfuðeinkenni í skáldskap Snorra, þar sem hann teflir fram andstæðum í frásögn sinni, varpar Lie nýju ljósi á hugmynd þá, sem Koht hafði verið að velta fyrir sér, að Snorri hefði talið aflgjafann í sögu Noregs baráttuna milli konungs og höfðingjavalds. Þegar lesandanum finnst, að lýst sé slíkum flokkadráttum í Heimskringlu, er það ekki vegna þess, að Snorri hafi verið þeirrar skoðunar, að slíkur flokkadráttur hafi verið undirstaða fram- vindunnar, að því er Lie telur, heldur á þetta rætur að rekja til þess, að hugsun Snorra „alltid og allesteds - nærsagt egenrádig - sokte fram et eller annet motsetningsforhold." Á þessum stað mætast þeir, sagnfræðingurinn Koht og bókmenntafræðingur- lnn Lie, þegar þeir velta fyrir sér vandamáli, sem tengist verkum Snorra Sturlu- sonar, og bókmenntafræðingurinn virðist komast nær hinu rétta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.